Flöskuskeyti!!!

Þegar ég var lítil stúlka, svona 12-13 ára gaf afi mér bréfsnepil, þetta var flöskuskeyti, sem hann hafði fundið einhversstaðar.  Ég hugsa að hann hafi fundið þetta þegar hann var á síldarplani á Siglufirði, frekar en hér fyrir vestan.   Allavega þá gaf hann mér skeytið og ég ætlaði svo sem alltaf að grennslast fyrir um sendandann.  Nema ég kom því aldrei í verk.  Hann er sennilega farin úr þessari jarðvist, en það gæti verið að einhver ættingi hans sé enn á lífi.  Það væri svo sem gaman ef einhver þekkti til þarna, og gæti grenslast fyrir um aðstæðurnar.  En hér kemur þetta gamla skeyti, sem er síðan 1924. 

Floskuskeyti3

Ef einhver er þarna í nágrenninu og myndi senda þetta inn í heimablað eða eitthvað slíkt.  Þó seint sé.  En ef til vill eru einhverjir ættingjar hr. L. Taylor ennþá einhversstaðar þarna, og fá þessa síðbúnu kveðju.  Smile Sumt er illlæsilegt, en annað vel læsilegt í þessu gamla flöskuskeyti, sem ég hef nú geymt í yfir 50 ár. 

En svona var þetta í gær hjá mér hehehehe...

IMG_2973

Lækir endalaust að þvælast fyrir mér. Annars var rosalega sleipt í gær, og ég ætlaði að fara upp að kúlunni, til að þurfa ekki að bera litla skæruliðan minn upp brekkuna.  En svona fór þetta þá. W00t Sem betur fer skemmdist ekkert, og það var gott að eiga góða að. 

Set þetta inn svona núna.  Eigið góðan dag.  Það er spáð kolvitlausu veðri á morgun, og ég er búin að týna hænunum mínum.  Hundur í næsta húsi fældi þær burt.  Þarf að fara út og leita, það er samt rosalega erfitt, því þær geta leynst hvar sem er.  Og svo er heilmikill snjór.  Vonandi finn ég þessar elskur, og kem þeim í skjól.  Heart

 


Bloggfærslur 22. október 2008

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2024208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband