Gerfigras og gerfiblóm.

Ég minntist á það lauslega hér einhversstaðar að það væri maður að leggja gerfigras á lóðina hjá sér.  Ég smellti nokkrum myndum af fyrirbærinu.  Og ég er alveg viss um að fleiri koma á eftir honum. Fyrir Þá sem ekki kæra sig um að slá gras, eða hirða lóðina er þetta kjörin lausn.  Og svo má setja plast pálma og silkirósir og allt viðhaldsfrítt.

IMG_6931

Svona lítur þetta út, samt ekki alveg búið að ganga frá.

IMG_6932

Sniðugt og auðvelt hehehe....

IMG_6933

Annars er veðrið þungbúið og frekar kalt.  Hér er stórt skemmtiferðaskip og fullur bærinn af erlendum túristaher. 

Hjá mér er húsið fullt af barnabörnum hvað ætli þau séu mörg ..... Jú þau eru átta talsins.  Vill til að taugarnar eru sterkar. 

Nú þarf ég að fara að útbúa kakó það er ekki gefinn neinn griður hjá smáfólkinu. Smile


Bloggfærslur 27. júlí 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 49
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024258

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband