Megi allir góðir vættir vera með ykkur, styrkja og styðja.

Enn ein hetjan fallin í valinn.  Það er alltaf sorglegt þegar ungt fólk í blóma lífsins hverfur héðan úr okkar heimi.  Við skulum samt muna að þau verða áfram til, í annari veröld.  Veröld ljóss og kærleika.  Þar sem þeim líður vel, og þar sem er tekið á móti þeim af ástúð og umhyggju, og þeim hjálpað að aðlagast nýrri veröld. Það er líka ákveðin lausn þegar erfið veikindi hafa varað lengi.  Þá er það lausn að fá að yfirgefa táradalinn og hefja sig til flugs til frelsisins.  Lausn sem við ef til vill ekki skilum alveg.  En samt einhversstaðar innst inni vitum við að þannig er það.  Eins og nokkurskonar Nangiala.

Ég þekkti ekki Guðbjörtu Lóu persónulega, en ég þekki ágætlega föður hennar þann mæta mann, og gróðrarhetju.  Ég vil votta fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur.  Og senda þeim ljós og kærleika.  Við skulum alltaf muna að sá sem héðan hverfur fer ekki langt, og að við munum að lokum sameinast þeim sem við elskum. 

Megi allir góðir vættir vaka með fjölskyldunni og vera styrkur og stoð á erfiðum tíma.  Það var fallegt að heyra að það er núna bænastund í kirkjunni vegna þessarar ungu stúlku, sem var hrifinn héðan allt of fljótt. 

GudbjortLoa

bb.is | 05.06.2007 | 11:25Guðbjört Lóa látin

Látin er í Reykjavík, Guðbjört Lóa Sæmundardóttir, tvítug stúlka frá Læk Dýrafirði, sem barist hefur við krabbamein í um fjögur ár. Fjölmargir hafa fylgst með hetjulegri baráttu Guðbjartar Lóu á bloggsíðu hennar og er óhætt að segja að skrif hennar hafi verið mörgum innblástur þar sem þau einkenndust ætíð af jákvæðni þrátt fyrir alvarleg veikindi hennar. Þar hefur verið birt eftirfarandi tilkynning: „Hún Guðbjört Lóa, Blómarósin okkar lést síðdegis í gær 4. júní í rúmi sínu hér á Lindargötunni um klukkan 16. Við höfðum öll átt þrjá yndislega daga heima í Lyngholti. Fórum þangað á miðvikudaginn var og komum til baka á sunnudagskvöld. Það var mjög ánægjulegt að geta uppfyllt þessa ósk Lóu og notið frábærs veðurs í rólegheitum heima með fuglasöng við herbergisgluggann.

Við þökkum öllum innilega fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur með ýmsu móti. Sá stuðningur gaf Lóu mikið og styrkti okkur öll í þessari erfiðu baráttu.“

Þess má geta að Guðbjört Lóa varð í þriðja sæti í valinu um Vestfirðing ársins 2006.


Mér finnst rigningin góð.

Það rignir í dag.  Það er hlýtt og logn og rigning.  Það er yndislegt svo gott fyrir gróðurinn.  Allt verður svo litfallegt og skýrt.

IMG_5320

IMG_5321

Þau brosa við manni úti og inni.

IMG_5316

IMG_5319

Drottning blómanna sjálf svo glæsileg og fögur.

Svo er það leikur skýjanna í gallerí himni.

IMG_5313

IMG_5314

IMG_5315

IMG_5318

Þessar myndir voru reyndar teknar í gær seinnipartinn.  Það er bjartara yfir núna, vonandi gægist sólin smá niður til okkar. 

En þetta er allt í lagi.  Yndælt alveg hreint. 

Stubburinn er hæst ánægður á Kajaknámskeiðinu.  Hann kom holdvotur heim í gær, hafði dottið í sjóinn.  Núna hafi hann með sér aukaföt, ef ske kynni.  Þau eru fjóra daga í viku í 6 tíma fram að 17. júní.  Þetta er aldeilis frábært fyrir unga krakka að kynnast sjónum og því sem honum fylgir í návígi.  Það auðgar þau, og veitir meira öryggi.  Mér finnst þetta alveg frábært af þeim í Sæfara.  Enda frábærir menn og konur sem þar eru af þvílíkum áhuga. 


Bloggfærslur 5. júní 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband