Sól, og gott veður á Ísafirði eins og verið hefur.

Það er sama góða veðrið einn daginn enn.  Það er bara yndislegt. 

IMG_6092

Þessi var tekin í gær, en það er sama veður núna.

IMG_6096

Ég var ánægð með Austurvöllinn í gær, við unnum í honum í gær, og vökvuðum.  Hér má sjá blómarósirnar mínar taka saman slöngur. 

IMG_6097

Hér er garðurinn minn.

IMG_6100

Hér vildu svo gista tveir kjarnakarlar ömmu í kúlustrákar.  Hér eru þeir ásamt stubbnum mínum.

IMG_6102

Þeir foru svo með afa niður í fjöru að leika sér í og á sjónum. 

IMG_6103

Sjáiði sólskinið glampa á haffletinum.  Kvöldsólin.

IMG_6104

Það er gaman að fara með afa niður á kajakaðstöðu.

IMG_6107 

Þá er að hoppa í sjóinn.  Fyllsta öryggis er gætt eins og sjá má.

IMG_6111

Þetta er nefnilega það dýrmætasta sem við eigum.

IMG_6113

Klifur er líka skemmtilegt.

IMG_6119

Skyldi vera búið að lagfæra kvótkerfið þegar þessir piltar komast á legg, svo þeir hafi möguleika á að draga fisk úr sjó.  Eða ætli það verði búið að færa L.Í.Ú. fiskinn endanlega á silfurfati, svo þeir geti selt hann til útlanda til að græða nógu mikið í sinn eigin rassvasa. 

IMG_6125

Hann er bara sex ára, en rær eins og herforingi.  Hann hefur aldrei farið á námskeið, en hann kann svo sannarlega að róa kajak.

IMG_6126

Seinna um kvöldið læddist dalalæðan inn fjörðin og gerði sig heimakomna.  Hún heldur sig eiga heima hér.  En hún er alltaf farin þegar dagar aftur.

IMG_6127

Þá er það næturhimininn.  Það er auðvitað ekki  myrkur, en ljósbrotið gerir það.

Jæja ég verð að hlaupa.  langaði bara til að deila þessu með ykkur.  Heart


Bloggfærslur 30. júní 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband