3.6.2007 | 18:49
Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið.
Öllum góðum vættum sé þökk fyrir að þau fundust í tíma. Stundum er bara þanng að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. Það er svo margt sem staðfestir þessa kenningu að það er ótrúlegt. Við eigum okkar tíma á jörðinni, og fyrr en sá tími er útrunninn förum við ekki héðan. Ástandið getur samt sem áður breytt aðstöðu okkar, en það er þá líka eitthvað sem við höfum ákveðið að læra í þessari jarðarför okkar.
Afi minn sagði mér einu sinni af manni sem var sjómaður á Agli rauða minnir mig að togarinn héti, hann var á veiðum við Grænland. Manninn dreymdi að skipið færist með manni og mús. Hann munstraði sig þess vegna af skipinu og fór í vegavinnu langt upp í landi. En sagði afi, viti menn, skipið fórst eins og manninn hafði dreymt, en það einkennilega við þetta allt saman var, að sama dag og skipið fórst, grófst maðurinn undir malarhrúgu og dó. Hann var því feigur, þó hann reyndi að komast undan. Viðvörunin var því til að hann gæti undirbúið brottför sína, en ekki til að forða honum frá feigð. En svona er lífið.
![]() |
Hjón sem fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni eru illa haldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
3.6.2007 | 16:46
Vígsla á Edinborgarhúsinu og sjómannadagurinn.
Hér var mikið um að vera í dag, gott ef ekki allir ísfirðingar sem vettlingi geta valdið hafi farið á stjá.
Við hjónin vorum að stússast í ýmsu. Yngsti sonur okkar átti afmæli og þar var boðið í hnallþórur um hádegið. Síðan tók við uppákoma hjá Kajakklúbbnum, þeir voru með allskonar sjófarartæki sem þeir leyfðu börnunum að prófa. Þá var það vígsla Edinborgarhússins, þar sem spúsi minn átti að spila með big band Írisar Kramer. Ég er búin að bjóða föður mínum í mat, og lærið er komið á sinn stað í ofninn. Og nú slaka ég á, meðan karlinn minn leikur sér á kajak. Og stubburinn er á Suðureyri í allskonar keppnum, koddaslag, dorgkeppni, karahlaupi og að stökkvað í sjóinn. Það er miklu meira um að vera fyrir börnin fyrir vestan en hér.
Hér er bóndinn í gallanum tilbúin í kajakinn.
Aðrir kusu önnur farartæki.
Þessir pollar eru vanir voru á námskeiði í fyrra.
Þessir krakkar höfðu meiri áhuga á að busla.
Úbbs!!!
Og uppúr aftur.
Þau eru ekki öll há í loftinu kajakkrakkarnir.
Það var svo múgur og margmenni við vígslu Edinborgarhússins menningarhúss Ísafjarðar, annað af tveimur. En Hamrar samkomusalur Tónlistarfélags Ísafjarðar er líka menningarhús.
Tvær sætar á barnum. Gulla og Helga Vala.
Litlu krílunum fannst samt skemmtilegra að vera úti.
Gallerí himin.
Þetta eru stoltin mín. Sem spara mér mikla vinnu á vorin, því þeir skarta sínu fegursta túlípanarnir á vorin.
En það eru náttúrulega hetjur hafsins sem þessi dagur snýst um, það má ekki gleymast.
Okkur ber að muna eftir þeim, og líka þeim hetjum sem ekki áttu afturkvæmt frá Ægi konungi. Blessuð sé minning þeirra.
En þessi dagur hefur verið bara mjög góður. Þó ég ætlaði að gera eitthvað allt annað, eins og að fjölga plöntum, og reita arfa í beðum. Þá var þetta bara miklu skemmtilegra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2007 | 11:20
Kvöldmyndir og blómarósir.
Hér er bara ágætis veður, hálfskýjað, en sólin gægist við og við. Þannig að það er létt yfir okkur hér á sjómannadaginn.
Börnin ætla að fara í dorgveiðikeppni. Það hafa þau gert lengi, stubburinn minn hefur oftar en einu sinni verið nálægt því að vinna. Númer tvö. En svona er þetta bara.
Tók þessar myndir í gær.
Fífilbrekka gróin grund.
Gaman saman.
Með blóm í fangi.
Og svo var reynt að gera blómsveig. Tvær blómarósir.
Kviknað í ?? hehehe.....
En við getum nú líka haft það notalegt. Prívat konsert bara fyrir mig. Hvað á ég að spila fyrir þig elskan.
Gallerí himin.
Mamma viltu senda mér nokkrar næturmyndir, sagði dóttir mín sem býr í Vín. Hún er sennilega farin að sakna björtu nóttanna hér heima. Ég skil hana vel. Þessi tími er alveg frábær hjá okkur hvað varðar birtuna.
Þessi er tekinn um tíu leytið.
Þessi um tveimur tímum seinna.
Um klukkutíma síðar.
Þessi tekinn um hálf tvö um nóttina. Hér sést að Ísafjarðarlognið er komið.
Það er bara alveg einstakt.
Ég vil svon bara óska ykkur öllum til hamingju með sjómannadaginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 3. júní 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar