Hvað er rangt við þessa frétt ?

Já hvað ætli sé rangt við þessa frétt ?

 

Sjávarþorpið hættir í sumar.
Sjávarþorpið hættir í sumar.

bb.is | 28.06.2007 | 16:05Sjávarþorpið á Suðureyri hættir vegna áhugaleysis opinberra aðila

Klasaverkefninu „Sjávarþorpið Suðureyri“ verður hætt í sumar, ári áður en til stóð. Elías Guðmundsson sem er einn af upphafsmönnum verkefnisins segir ástæðuna þá helsta að skort hafi á þátttöku opinberra aðila. „Þeir sem lögðu hlutafé í félagið eru ekki sáttir við afskiptaleysi opinberra aðila að þessu samfélagslega uppbyggingarverkefni og á meðan nær eingöngu á að nota hlutafé og rekstrartekjur til að byggja upp þá verða hluthafar að skera í burtu þau verkefni sem skila ekki tekjum inn í félagið og einbeita sér að því sem gefur tekjur, en aðalfundur mun taka ákvörðun um það fljótlega hvaða verkefnum verður unnið að, ef einhver verða“, segir Elías.

Þá segir Elías að um það hafi verið rætt að selja eignir félagsins og hætta formlegu og sameiginlegu átaki til að byggja upp betra samfélag eftir þeirri aðferðarfræði sem kennd er við klasa. Unnið er að því að ljúka fjárhagslegum hliðum verkefnisins og klára þau verkefni sem hægt er, eins og t.d. byggingu áningarsvæðis en áætlað er að því verki verði lokið fyrir Sæluhelgi sem haldin verður eftir tvær vikur.

Aðspurður segir Elías að aðstandendur verkefnisins hefðu gjarnan viljað vinna það lengra en það sé ekki hægt meðan hið opinbera spilar ekki með. Bætir hann því við að það sé mjög sérkennilegt að eftir allar þær skýrslur og vinnufundi um leit að sóknarfærum þá sé mjög takmarkaður áhugi hjá opinberum aðilum á að taka þátt í verkefni sem 13 fyrirtæki hafa tekið sig saman um byggja upp. „Enda er yfirleitt ekki gert ráð fyrir í þessum skýrslum að uppbygging geti átt sér stað í þorpum umhverfis byggðakjarnann Ísafjörð“, segir Elías.

Meðal verkefna sem Sjávarþorpið hefur komið að á undanförnum tveimur árum má nefna vöruþróun vegna komu gesta úr skemmtiferðaskipum í Sjávarþorp, prentun gönguleiðakorts með gömlum samgönguleiðum úr Súgandafirði, endurbótum á stafrænu GPS götukorti fyrir Suðureyri, auglýsingagerð og dreifingu auglýsinga til að bæta ímynd Suðureyrar, vefverslun fyrir harðfisk og handverk var smíðuð sem og netbókunarkerfi, vöruþróun vegna sjóstangveiðimanna, vistvænt sjávarþorp með Green globe vottun, bláfánavottun á Suðureyrarhöfn, skoðun á möguleikum á vetnisverkefni, vottunarferli fyrir vistvænan fisk, ráðningu sumarstarfsfólks í samvinnu við Atvinnuleysistryggingarsjóð og handverkshúsið Á milli fjalla, bættu aðgengi að þorski í lóninu, byggingu áningarsvæðis með fróðleik um Suðureyri við innkomu í þorpið, merkingu gönguleiða og uppbyggingu göngustíga innanbæjar, sérmerktan vistvænan fisk framleiðsluaðila á Suðureyri, verkefni um aðkomu Listaháskóla Íslands að uppbyggingu á Félagsheimili Súgfirðinga, rekstur og uppbyggingu vefsvæðisins sudureyri.is, gerð og kostun deiliskipulags fyrir neðan Sætún, þróun veiðiferða með reyndum sjómönnum frá Suðureyri og sjálfbæra nýtingu kræklings úr Súgandafirði.
Þá er ég ekki að tala um að fréttin sé röng, heldur það að hún skuli vera staðreynd.
Það er alltaf verið að tala um að hlú að landsbyggðinni, og sérstaklega byggðum á svæðum, sem eiga erfitt uppdráttar.  Það er alltaf verið að tala um að ríki eigi að koma að atvinnuuppbyggingu, og skapa störf. ( En menn tala bara og tala - mala bara og mala, og það er greinilega enginn inneign fyrir malinu.)
Því er æpandi að heyra um áhugaleysi opinberra aðila, þegar fólk virkilega tekur sig saman og vill gera eitthvað í málunum.  Tekur sig til og lyftir sveitafélaginu upp, og notar orku sína í slíka uppbyggingu.
Er nú ekki nær að sýna heimamönnum þá kurteisi og áhuga sem þarf til að hægt sé að vinna að málunum á heimavelli af heimamönnum, heldur en að flytja einhver símasvörunarstörf eða skýrslufærslur og slíkt smotterí út á land.
Er ekki nær að ýta undir sjálfsbjargarviðleitnina, en að hunsa hana með áhugaleysi? mér er spurn. 
Ég verð bara reið að heyra svona.  Ég þekki Elías Guðmundsson, og veit að hann er dugmikill maður, með mikinn áhuga og metnað fyrir sínu byggðalagi.  Og fjandinn hafi það, það er ekki ofverkið opinberra aðila að gera það sem gera þarf, og það sem þeir hafa örugglega lofað í upphafi. 
Ekki veit ég hvar strandar, en ég vil fá að heyra að þessi tilraun haldi áfram, og að hinir ósýnilegu opinberu aðilar komi fram úr skúmaskotunum og lýsi því yfir að þeir muni gera sitt til að þetta ævintýri haldi áfram.   Og það ekki seinna en núna.  Gjörið svo vel.  Þið hafið svipt okkur lífsbjörginni, fiskinum í sjónum.  Og gert okkur óhægt um vik að lifa.  Ykkar er ábyrgðin og skyldan að koma til hjápar.  Ég get því miður ekki sagt með fullri virðingu.  Því gagnvart svona löguðu á ég hana bara ekki til.

Fjör í kúlunni.

Jamm það var fjör í kúlunni í kvöld get ég sagt ykkur.

IMG_6017

Þetta er ekki fiðlarinn á þakinu, heldur blikkarinn á þakinu, hann blikkar mann sko !

IMG_6032

Hér eru tveir bræður.

IMG_6034

Samfeðra en eiga sömu ömmu sem betur fer LoL

IMG_6048

Þetta er fjörið sem ég var að tala um.  Það var sko aldeilis.

IMG_6061

Að sigla á báti hehehe.

IMG_6072

Tjörnin breyttist allt í einu í eitthvað sem var hægt að leika sér í.

IMG_6086

Jafnvel heita pott heheh.

IMG_6090

Eða barnalaug. 

En þetta var rosalega skemmtilegt fyrir börnin.  Ég er ekki viss um að fiskarnir hafi haft eins gaman að þessu og pottþétt ekki nykurrósirnar, því þær voru komnar á hvolf. 

En hvað er skemmtilegra en að una sér á góðum degi.

IMG_6054

Og hananú, og svo biðst ég afsökunar á að hafa ekki gefið mér tíma í blogghring í dag. Ég lofa að bæta úr því á morgun. 
En ég býð ykkur öllum góða nótt.  Og dreymi ykkur vel.  Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.


Bloggfærslur 29. júní 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband