Meira um börnin mín.

Nú er ég búin að telja upp þrjú af börnunum mínum.  Yngsti sonurinn er eftir.  Hann er líka rosalega duglegur, hefur sett upp sitt eigið fyrirtæki sem er hellusteypa og steypistöð.  Hann hefur líka hannað ýmislegt sem hefur gefist vel, eins og kantstein sem er smellt niður, veggjastein sem er púslað saman, og fleira sem hann er með á teikniborðinu.  Hann er líka ásamt félaga sínum að skoða það að setja hér upp kláf sem fer upp á Eyrarfjall.  Þar á að reisa veitingastað og útsýnispall.  Það hlýtur að draga að túrisma.  Harðduglegur strákur. Heart

IMG_6013

Hér er steypustöðin. 

IMG_6008

Og svona var veðrið í morgun kl. sjö. 

Ég á líka tvo aðra stráka svona til hliðar, annar þeirra er sonur mannsins míns, hann er rosalega duglegur líka, vinnur við útfluttning á fiski, og er góður sölumaður.  Talar rússnesku vel. 

Og svo Strákurinn minn frá El Salvador sem ég tók að mér um tíma.   Hann er núna verkstjóri í Ásel Steypustöð og stendur sig alveg frábærlega vel.

Þá eru öll börnin mín upptalinn.  Það er náttúrlega ekki hægt að skilja neinn eftir útundan eins og skiljanlegt er.  Og nú á ég líka 17 barnabörn og svo er eitt á leiðinni.  Smile


Bloggfærslur 28. júní 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband