Tvær góðar fréttir af mér og mínum.

Núna fyrir nákvæmlega 40 árum eignaðist ég fyrsta barnið mitt.  Son sem ég skírði Inga Þór, eftir föður mínum, sem heitir Ingólfur Þórður. Drengurinn óx úr grasi og algjört krútt.  Hann er það ennþá.  Fertugur í dag þessi elska. 

Ingi Þór

Heart

IMG_4229

Tíminn flýgur áfram ekki satt ? Heart Þarna er hann með sinn frumburð  Evítu Cesil. 

Dóttir mín hringdi í mig frá Vínarborg í dag, hún stóðst erfiðasta prófið í öllum skólanum.  Hún er að læra til dýralæknis.  Það var yfir 60% brottfall, en mín eigin duglega stúlka stóðst það eins og hetja.  Og hún er með tvö börn og hund, að vísu góða aupair, en að öðru leyti að mestu með sjálfri sér.  Mikið er ég montin af henni.

Ýmislegt frá laptop 07002

Fallega duglega stelpan mín og hennar dætur sem verða örugglega líka duglegar bæði Hanna Sól stóra systir og svo litla stelpan okkar Hildur Cesil.

 

Innilega til hamingju bæði tvö stóri strákur með afmælið þitt, og dóttir mín með það að standast erfitt próf.   Ég er svo stolt af ykkur báðum. HeartRosir


Mannmergð í miðbæ.

Það hefur verið nóg að gera hjá mér við að vökva í dag.  Slöngur út um allt.  Og er enn að. 

Það er ekki bara sól, heldur líka mjög heitt í veðri.  Svo að bæjarlífið tekur kipp og allstaðar er fullt af fólki.

IMG_5924

Veðrið kl. 7 í morgun.  Lofar góðu.

IMG_5929

Bátar í höfninni og stelpurnar mínar að gróðursetja blóm við Pollgötuna.  Þar á að vera fínt í sumar.

IMG_5933

Þetta er stjórnsýsluhúsið okkar, lögreglustöðvar meginn.  Lengra til hægti er hótel Ísafjörður.

IMG_5936

Smá ský úti við Snæfjallaströndina.

IMG_5942

Fyrir utan Langa Manga var fjör.  Notalegt að sitja í sólinni.

Þetta er hún Íris óbeisluð sem er að uppvarta.

IMG_5944

Já það er margt um manninn þegar veðrið er gott.

IMG_5951

Það var ekki bara setið fyrir utan Langa Manga, heldur líka Gamla bakaríið, þar geta menn fengið dýrindis kökur og kaffi að dönskum sið frá frú Ruth Tryggvason, heiðursborgara Ísafjarðar og hennar fólki.

IMG_5954

En menn geta líka setið fyrir utan Edinborgarveitingastaðinn hjá henni Helgu Völu bloggara með meiru.  Hún lenti aldeilis í því í morgun, en hún og stelpurnar hennar sem eru í vinnu hjá mér, óku fram á bílslys, þar sem maður hafði velt bílnum sínum.  Ekki skemmtileg uppákoma verð ég að segja.

IMG_5960

Sumir sitja bara á tröppum, þetta eru tröppur Alþýðuhússins, en fólk situr gjarnan á tröppum bæjarins, til dæmis Landsbankatröppunum, tröppum Gamla Apóteksins og fyrir framan búðina Þrist er nýr staður til að sitja á, eftir að þar voru gerðar tröppur.

IMG_5953

Þessir myndarlegu ungu tölvufræðingar voru á vappi í góða veðrinu, og ég smellti af þeim mynd, sá þriðji hljóp í felur hehehe...

En ég er að fara að taka saman slöngurnar.  Smjúts... Kissing


Bloggfærslur 26. júní 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband