Dýrðardagur, skemmtun og gott veður.

Þetta er búin að vera dásemdar dagur.  Veðrið með því besta sem gerist.  Sól og blíða.

Við áttum að sækja stubbinn kl. 12, og þá var kveðjustund í sumarbúðunum.  Hann er búin að vera þarna í þrjár nætur, og njóta alls þess besta sem gott fólk getur boði upp á.

IMG_5791

en í gær fór ég á Þingeyri, og mér fannst þetta útsýni alveg frábært.

IMG_5794

En svona var sem sagt veðrið um tíu leytið í morgun.

IMG_5796

Við fórum vestur í Holt í Önundarfirði til að sækja stubbinn okkar.  Við tókum fleiri barnabörn með og ákváðum að fara líka í sund á Suðureyri.  Júlíana, Daníel og Óðinn Freyr fengu að koma með.

IMG_5799

Það var yndisleg skemmtun á lokadagskrá sumarbúðanna. Hér er Árný með gítarinn og Elín til aðstoðar, en þær sjá um sunnudagaskóla kirkjunnar og eru yndislega manneskjur.

IMG_5801

Stubburinn las upp úr brandarabók við mikinn fögnuð ömmu og allra hinna.

IMG_5802

Og hér eru Júlíana og Óðinn stillt og prúð að hlusta.

IMG_5807

Hér syngur telpnakór sumabúðanna með Árný, en það var mikið sungið, og frábært bara.  Gleymdi að geta þess að ég á þarna tvær snúllur, þær Sóley Ebbu og Ólöf Dagmar. 

IMG_5808

Svo var brúðuleikhús, aldeilis flott.

IMG_5812

Englarnir vaka yfir okkur syngja blessuð börnin og þarna má sjá séra Stínu sem er ein af forsvarsmönnum sumarbúðanna. En hún sagði að það hefðu meira að segja komið þrjú börn að sunnan til að vera með.  Það var enda uppselt á í þetta sinn.

IMG_5822

Síðan var haldið til Suðureyrar, við byrjuðum náttúrlega á að fá okkur ís.

IMG_5825

Amma taktu mynd þegar ég stekk, sagði þessi stubbur.

IMG_5827

Og Vúbbs !!!

IMG_5828

Lentur.

IMG_5835

Afi er ómissandi í svona sundferðir.

IMG_5845

Ætli það sé hægt að ganga á vatni. Tounge

IMG_5847

Já og afi greip tækifærið þegar amma fór ofaní að taka mynd.

IMG_5848

Þetta er Daníel Örn, hafði séð slíka einbeitingu ?  Hann verður góður íþróttamaður.

IMG_5853

Síðan var haldið í sjoppuna, en það er algjört must í sundi á Suðureyri að fá sér pulsu og bland í poka.  En þetta eru bátarnir í höfninni á Suðureyri, margir þeirra tilheyra Elíasi Guðmundssyn Fjordfishing, sem er að gera góða hluti í ferðamálabransanum.  Þorpið var fullt af þjóðverjum, sem eru þar í veiðihug, það er flogið vikulega með fólk hingað, og þeir sem hafa dvalist sóttir.  Vaxandi sport á heimsvísu.

IMG_5857

Þegar heim var komið, fórum við svo í skoðunarferð um lóðina okkar.  Þar er margt skemmtilegt að skoða.

IMG_5874

En þetta er bara sýnishorn.  Nú förum við að kveikja í grillinu og fá okkur bjór.  Pabbi gamli er boðin í mat, svo það er skemmtilegt kvöld framundan.  Ef einhver hefur ekki átt sólardag í dag, er þeim sama velkomið að fá sér sól héðan.  Sendist þeim sem langar til.

Eigiði góðan dag elskurnar.  Kveðja frá Ísafirði, Holti og Suðureyri.

 


Ofsaakstur - hvað er í gangi.

Það slær að manni óhug við þessar endalausu hraðaakstursfréttir.  Hvað er eiginlega í gangi. Er þetta vegna þess að lögreglan hefur hert eftirlit, eða liggur mönnum svona lífið á.  Ungmennin og aðstandenur þeirra eiga alla mína samúð, og ég vona svo sannarlega að þau komist til heilsu á ný.  En er þetta ekki víti til varnaðar öðrum. 

Heyrði reyndar í gær um hraðahindrun sem virkar.  Einum manni datt í hug að stilla barnavagni upp sem hraðahindrun og enn sem komið er vara menn sig á slíku, þeim er ekki alls varnað.

Ég er annars að fara í Holt, til að sækja stubbinn minn sem hefur verið þar í sumarbúðum, fer með fleiri barnabörn og svo ætlum við í sund á Suðureyri.  Ætla að koma inn seinna í dag með einhverjar myndir.  Það er mjög gott veður hér, sól og blíða.

Sjáumst.


mbl.is Þungt haldin eftir umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband