10.6.2007 | 11:03
líf og fjör á Ísó.
Já þegar ég kom fram í morgun, sá ég að það voru ekki færri en þrjár flugvélar á vellinum. Við fórum náttúrulega að spá í hvað gæti verið á seiði. Sérstaklega vegna þess að ein þeirra var þyrla.
Veit ekki hvort það var samhengi í þessu og þessum hér ?
En sá svo á Mbl að hópur kvenna hafði týnst á Grænlandi. Sem betur fer fundust stúlkurnar og var bjargað, þær voru að hvíla sig hér, áður en haldið var með þær suður. Þær eru sennilega á leiðinni þangað núna, þar sem vélarnar voru að fara.
En í gær þá blasti við mér fyrsta skemmtiferðarskipið sem ég sé þetta sumarið.
Þetta sem er í baksýn er dalalæða, svokölluð, og er vegna hitamismunar á landi og sjó. Hún náði sér samt ekki á strik. Læddist bara svona hægt inn og hvarf svo.
Sonur minn kom færandi hendi í gær, með þennan flotta skötusel.
Undi maðurinn hafði geysimikinn áhuga á fiskinum.
Og gott ef ekki pabbinn líka.
En ég hef aldrei eldað skötusel, svo ég ákvað bara að gera eitthvað upp úr mér. Sonur minn flakaði hann, og tók burtu himnu sem er innan við roðið, hann sagði að það væri mjög mikilvægt að fjarlægja hana, því hún er svo seig. Ég vissi líka að það má alls ekki steikja eða sjóða skötuselin of mikið, því þá er hætt við að hann verði seigur.
Ég setti olíu á pönnu og setti út í hana Season all, pipar og papriku. Ég er ekki mikið fyrir sterkan mat, þannig að það má setja meira krydd, eða velta fiskinum upp úr kryddi. En allavega skar ég firkinn í frekar litla bita, hitaði olíuna vel og snöggsteikti fiskinn. Setti hann síðan í eldfast mót, setti smávegis af gratínosti, og stífþeytti eggjahvítur setti smá salt út í, og smurði yfir, og svo restina af gratinostinum. Setti inn í vel heitan ofninn í korter, lækkaði samt hitann strax oní 150 ° . Síðan setti ég bara á yfirhita, til að fá ostinn fallega brúnan.
Af hverju er ég að segja frá þessu, jú, þetta var algjört sælgæti, fiskurinn beinlínis bráðnaði upp í manni. Alveg eins og hann á að gera.
Svona er stuppurinn þegar hann er reiður, og sullið á mallakút er eftir nána skoðun á "Sköd-sel"
Thí maður lekur.
Best að fara bara í bað.
En í dag verður bara dundað í garðinum. Sólin er að brjótast fram. Það rignir á nóttunni þessa dagana, en svo er sól á daginn, eða hálfskýjað. Hlýtt og notalegt.
Þessa tók ég fyrr í morgun, en nú hefur létt heldur til. Vona bara að þið eigið öll sömul góðan dag.
![]() |
Landhelgisgæslan veitir ísklifrurum aðstoð á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 10. júní 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar