Auglýsingar.

Ég get varla beðið eftir að sjá auglýsingarnar sem prakkararnir tveir þeir Þórður Jónsson lífsins leikari og Lýður Árnason læknir voru að gera fyrir Frjálslynda flokkinn.   Ég sá nokkrar í gær, og þær eru óborganlegar. 

Lýður og aðalleikarinn Þórður gerðu auglýsingarnar af hugsjóninni einni saman. 

IMG_4712 Hér má sjá aðalleikarann með Kristni H. Gunnarssyni.

Ég get svarið að ég hreinlega lá í krampa við að sjá auglýsingarnar.  Vonandi fáum við að sjá þær í sjónvarpinu sem fyrst.  LoLLoL

Auðvitað á að hafa gaman af þessari baráttu, svona í bland við alvarleikann. 

 

Er annars á fullu með aðra löppina á kosningaskrifstofunni og hina í vinnunni.  Ég er með nýtt fólk í vinnu, hana Jórunni sem er frá Svíþjóð og Roy sem er skiptinemi frá Bandaríkjunum.  Og svo auðvitað hana Sædísi mína.  Þau eru að undirbúa söluna í vor í Garðplöntusölunni.

Það er farin að koma í mann skjálfti Júróvisjónskjálfti.  Maður verður nú að halda með sínum manni á fimmtudaginn.  Eiríkur verður að komast í undanúrslit, því ég verð svo spennt að ég held að ég þori ekki að horfa á kosningarsjónvarpið. Naga neglur.  Ekki af því að ég sé svartsýn.  Finn mjög góða strauma, bara trúi ekki alveg á að það sé rétt hjá mér sko !!! (naga neglur)  það er svo mikið í húfi í ár finnst mér.

Svo er ég búin að semja við gyðjuna vinkonu mína.  En það er leyndarmál.  Wizard Maður verður nú að reyna að beit öllu sem til er. 

Danmark 420Þessi mynd er út úr korti hehehehe.. bara stór eðla sem ég sá í Guatemala, ekki hjá tengdadóttur Jónínu.  Bara á svipuðum slóðum.


Svo hvíslar litli maðurinn á götunni.

Útgerðarmaðurinn gekk glaðlega inn í beitingaskúrina.  Jæja piltar mínir ég er að hugsa um að segja ykkur öllum upp vinnunni.

Þeir störðu á hann í forundran. 

Já ég þið eruð búnir að starfa lengi hjá mér, sagði hann.  En nú býðst mér að fá jafnmarga pólverja, nema ég fæ bara tvo útlendinga fyrir einn.  Hann glotti.

Það sást skelfingarsvipur á beitningamönnunum, þegar það rann upp fyrir þeim hvað hann var að segja.

Auðvitað geri ég ekkert slíkt, sagði hann svo.  En málið er að stjórnvöld eru búin að færa mér þessi völd.  Ég get gert þetta og það er löglegt. 

Enda er lagaumhverfið hér paradís atvinnurekandans. 

 

Ég var að hringja út fyrir Guðjón Arnar og Kristinn H. um daginn, spyrja hvort þeir mættu líta við á vinnustöðum og slíkt.  Í það var allstaðar vel tekið, nema á einum stað.  Hraðfrystihúsinu Gunnvöru.

"Ég hleypi engum að fólkinu mínu, " sagði forstjórinn.  "Engum, ekki sjálfstæðisflokknum né ykkur."

Gott og vel hugsaði ég.  Það var nefnilega svoleiðis í síðustu kosningum, að það kom á skrifstofuna okkar ung kona og spurði.  "Er það löglegt að forstjórar fyrirtækja geti hótað starfsfólkinu á vinnustaðnum ?" 

Ég veit ekki sagði ég, en hvað ertu að meina ?

Forstjórinn í frystihúsinu Gunnvöru kallaði alla starfsmenn saman á kaffistofunni og tilkynnti þeim að ef þeir kysu ekki rétt, myndu þeir horfa á atvinnutækin sigla út fjörðin og aldrei koma til baka. 

Það er von að maðurinn vilji ekki fá heimsóknir af óæskilegum stjórnmálaflokkum til að ræða við fólkið sitt.  Það er miklu betra bara að ræða alvarlega við þau sjálfur, best að flækja ekki málin mikið.  Þetta er jú manns eiginn mannskapur, eða hvað ?

Heyrði reyndar svipaðar sögur bæði frá Flateyri og Suðureyri.  Ég get svo sem alveg trúað því að þær séu sannar.  En fólk segir ekki margt ekki opinberlega, því maður gæti misst vinnuna, atvinnutækinn gætu siglt út fjörðinn og aldrei komið til baka.

En við búum nú í lýðræðisríki, svo þetta hlýtur að vera ósatt allt saman, eða HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ ?


Bloggfærslur 8. maí 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband