Kvótakerfið, fyrirmenn og aðrir.

Sumt fólk telur sig æðra öðrum.  Þeim er reyndar vorkunn, því þeir hafa fæðst með gullskeið í munni og muna ekkert eftir neinu nema að þeir séu fæddir í forréttindahópi.  Forréttindahópi þeirra frumkvöðla sem eignuðust auð sinn með því að stofna og reka gott sjávarútvegsfyrirtæki.  Frumkvöðlar sem byggðu upp heilt samfélag á ystu mörkum hins byggilega heims. Frumkvöðlar sem vildu sínu fólki vel.  Hugsuðu vel um starfsfólkið sitt og voru til fyrirmyndar í því bæjarfélagi sem þeir höfðu átt góðan þátt í að skapa. 

Niðjarnir voru ekki jafn heppnir, því smám saman fjaraði undan fyrirtækinu og með réttu eða röngu leið það svo undir lok.  En víst er að niðjarnir allt til þessa dags hafa verið vafðir inn í bómull.  Sumir þeirra harðduglegt fólk sem héldu fyrirtækinu og öðrum slíkum gangandi í stoltu samfélagi á nyrstu brún.  Nú er öldin önnur.  Nú er Snorrabúð stekkur. 

Nú hefur sú stjórn sem situr svipt þetta bæjarfélag máttarstólpum sínum.  Og það er ungur maður sunnan úr Reykjavík sem fólk leggur traust sitt á.  Bæjarstjóri ungur að árum sem núverandi meirihluta Bolungarvíkur auðnaðist að ráða til sín.  Þeir hrundu af sér bláa okinu í fyrravor.  Ég tel að það sé þeirra gæfa mitt í svartnættinu.

 

Þeir eru aftur farnir að hóta Kaffibandalagi

Framboðsfundir okkar í Norðvesturkjördæmi hafa leitt það í ljós að að flokkarnir sem mynduðu hið alræmda og óvinsæla Kaffibandalag eru enn við sama heygarðshornið. Að því bandalagi standa Vinstri Grænir, Frjálslyndir og Samfylking, eins og kunnugt er. Hvað eftir annað hótuðu talsmenn flokkanna að stefna að ríkisstjórnarmyndun ef þeir ættu þess kost. Þetta heyrðum við bæði á framboðsfundinum á Akranesi og á Ísafirði.

000

Svo talar sjávarútvegsráðherrann okkar spurning hvort það sé sæmandi ráðherra að tala svona, því hann er jú ráðherrann okkar allra eða hvað ?

Það skyldi þó ekki vera að þessi ágæti maður eigi sinn þátt í að tæta niður það sem forfaðir hans byggði upp ? Eða á þessi sjávarútvegsráðherra ekki þátt í arfa vitlausu kvótakerfi sem er að eyðileggja sjávarbyggðir landsins ?  'Eg var allavega stödd á fundi hér í Íþróttahúsinu á Ísafirði, þegar hann ásamt Einari Oddi þeim merkismanni lofuðu fólki hér að þeir myndu aldrei samþykkja kvótasetningu á smábáta.  Það loforð hafði ekki storknað i þeirra hálsi fyrr en þeir höfðu svikið allt sem þeir sögðu þar.  Og af einstakri hugulsemi við vin sinn þáverandi sjávarútvegsráðherra.

Þessi ágæti maður bloggar hér og segir þetta.  En hann leyfir engum að tjá sig á blogginu.  Hann er annað hvort of merkilegur, eða of viðkvæmur til að leyfa fólkinu í landinu að tala við hann um það sem brennur á. Hvort skyldi  það nú vera.  Silfurskeiðin er ef til vill svolítið beisk á bragðið eftir allt saman.

Það eru ljótar sögur sem maður heyrir af þessu besta kvótakerfi í heimi.  Og það er líka ljótt að heyra að sjómönnum er bannað að tjá sig um ástandið.  Bannað að segja frá þeim kröfum sem þeim er gert að fylgja.  Sem eru í engu samræmi við hið margrómaða besta kvótakerfi í heimi. Bannað að segja frá því að þeim er bannað að koma með þetta eða hitt að landi, það á að fara í hafið aftur.  Bannað að tjá sig um hvað er að gerast á gróflegri yfirtöku á fiskimörkuðunum.  Bannað að vera frjálsir menn. Þögnin ein skal ríkja. Þannig þrífst ofbeldi alltaf best.

Allt þetta á svipuðum tíma og skipstjóri var gerður gjaldþrota vegna brottkasts á fimm þorskum, eða voru þeir sjö ?

Ég vil hvetja sjómenn alla sem einn að taka sig saman og tala hreint út um hvernig þetta kvótakerfi er að fara með byggðirnar, vistkerfið og þá sjálfa.  Hvernig þetta er smátt og smátt að drepa niður allt frumkvæði og veita sægreifunum öll völd.  Þeim sem vilja eignast allann fiskinn í sjónum fyrir sig og selja svo undirsátunum - þrælunum aðgang.  Eða er ef til vill best að hugsa bara sitt og hafa sitt á þurru taka ekki sjens á að vera sviptur eigum sínum eða atvinnu.  En vita hvað þeir ætla ekki að kjósa í kjörklefanum 12 maí.  Þar er hver maður einn með sjálfum sér.  Og það eru ennþá lög sem segja að hér ríki lýðræði þá maður eigi sífellt erfiðara með að trúa því.

Með því að segja ekki neitt, gera ekki neitt kallar fólk yfir sig 4 ár af þessu sama.  Eru menn sáttir við það ?

Ég er dóttir manns sem vann sig upp úr engu í að verða mikill útgerðarmaður og síðan kvótaeigandi.  Ég er stolt af föður mínum.  Hann er ríkur maður í dag, seldi sinn hlut í útgerðinni og hætti.  Hann bað aldrei um að eignast kvóta.  Hann spilaði með eins og allir hinir.  En hann var af gamla skólanum unni fólkinu sínu og byggðinni.  Það hefði aldrei hvarflað að honum að fara með alla sína peninga burtu og skilja fólk eftir á vonarvöl, verðfella eignir og gera fólk að ánauðugum þrælum.

En við þær aðstæður sem ríkja í dag, hefði faðir minn aldrei orðið ríkur, hann hefði aldrei getað byrjað í útgerð.  Honum hefðu verið allar bjargir bannaðar.  Því það eru einhverjir aðrir sem hefur verið úthlutað fiskinum í sjónum.  Og þau stjórnvöld sem nú sitja hafa ákveðið að festa það eignarhald í sessi. 

Þess vegna skulu menn trúa varlega flírulegu brosi, loforðum og smjaðri.  Það mun ekki endast nema fram yfir 12 maí. 

Og ég segi eins og barnið Mamma mamma sjáðu MAÐURINN ER NAKINN !

c_users_arna_pictures_bloggmyndir_iceland


Blóm pakki og leti.

Þegar ég kom heim í gær var stór pakki á eldhúsborðinu skreyttur með blómum.  Ég var auðvitað voða forvitinn hver ætti pakkann.  Þegar minn elskulegi kom heim var ég fljót að spyrja; Hver á þennan pakka ?

Þú elskan mín, sagði hann.

Ha? sagði ég af hvaða tilefni.

Mig langaði bara að gleðja þig, sagði hann.

Í pakkanum voru tvær bækur, "Svo fögur bein", fetir Alice Sebold.  Og "Ellefu mínútur" eftir Paulo Coelho. og svo Nói Siríuus númer 28 hehehehe.

Nú þarf ég að fara að leggjast í lestur í næstu rigningu. 

IMG_4673

Þetta var skemmtilegt skal ég segja ykkur. 

Annars erum við að fara á árshátíð á morgun, bærinn heldur árlega árshátíð og bíður þeim starfsmönnum sínum sem vilja fara.  Þetta verður síðsta sinn sem ég er, tel ég vera.  Það sem þeir hafa ákveðið að leggja starfið mitt niður.

Ég er alveg rosalega löt í dag. Ég ætti að vara á kafi í að gera eitthvað.  Ég er þó búin að sá fræjunum sem ég fékk frá Kúpu.  Nú er bara að bíða eftir að þau komi upp.  Verst að það er einhver lítill fugl þarna inn í mér, sem segir að svona megi maður ekki vera latur.  En svo er annar einhversstaðar annarstaðar sem segir að þetta sé allt í lagi, svona einu sinni.  W00t


Vestfirski Bjargvætturinn.

Einar Oddur er krútt.  Hann er í baráttusæti Sjálfstæðismanna hér í Norð Vesturkjördæmi.  Hann hefur ekkert skafið utan af hlutunum í gegnum tíðina.  En hann hefur nú ekki alltaf staðið vil stóru orðin.  'Eg man að bæði hann og Einar Kristinn lofuðu, í íþróttahúsinu hér um árið að þeir skyldu sjá til þess að aldrei yrðu smábátarnir settir í kvóta.  En það var mjög svo varað við því kring um landið. Þeir fóstbræður fóru svo um bryggjur og bæi og ræddu við sjómennina og lofuðu að þetta myndi ekki gerast.  Svo var haldið til aðþingis, góða kosningu fengu þeir bræður m.a. út á þessi orð sín.  Mig minnir að afgreiðsla Einars Odds hafi verið einhvernveginn á þann veg, að hann væri nú ekki hrifinn af kvótasetningunni, en af sérstakri tillitssemi við vin sinn Sjávarútvegsráðherrann, þá segði hann já.

Svo má hafa í huga núna, þegar menn hafa í 12 (16) ár ætlað að hlú að öllu því sem minna má sín, að nægir aurar hafa verið til þess að efna allt það fyrr en núna í ræðu sem formaður frjárlaganefndar Einar Oddu hélt um fjáraukalög á þingi 2005, sagði kappinn þetta;

Það sem er gagnrýnisvert, virðulegi forseti, við ríkisfjármál Íslands hentar ekki stjórnarandstöðunni að tala um. Það sem er gagnrýnisvert er nákvæmlega eitt, þ.e. að stjórnsýslan á Íslandi hefur of mikla peninga. Þar erum við aldrei nógu vakin yfir málunum, að passa peningana. Stjórnsýslan hefur of mikla peninga. Við verðum að gæta að því hvenær sem er og alltaf að reyna að passa þá. Allt of miklir peningar. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir máltækið. Við þurfum að passa okkur á þeim. Það er mikið góðæri á Íslandi í dag. Þess vegna er það alltaf og á alltaf að vera til skoðunar hvort við notum of mikla peninga í stjórnsýsluna. Ég svara því, virðulegur forseti, afdráttarlaust: Já, of mikla peninga. Því er það hið versta mál þegar menn halda að leiðin sé að hækka skatta. Leiðin er að lækka skatta. Á þeirri vegferð erum við og á þeirri vegferð ætlum við að halda áfram, að lækka skatta, vegna þess að við þurfum ekki á skatttekjunum að halda. Það er hægt að komast af með minni peninga, á að vera hægt og yfir því skulum við vaka.

Þetta er niðurstaða mín. Yfir þetta skulum við fara og þessu skulum við gera grein fyrir. Við erum að ljúka hér einhverju besta ári í sögu íslenskra ríkisfjármála, árinu 2005. Það hefur aldrei komið annað eins ár og mér er til efs að það komi nokkurn tíma aftur, a.m.k. ekki á næstunni, því að vonandi, eins og ég hef sagt áður, dregur úr einkaneyslunni strax á næsta ári. Vonandi lækka tekjur ríkisins á næsta ári. Það yrði okkur til gæfu vegna þess að sú skuldasöfnun sem einstaklingarnir standa fyrir erlendis mun hefna sín. Því fyrr sem því linnir, þeim mun betra.

Þetta vakti auðvitað athygli á sínum tíma;

Einar Oddur

Og hér.

Einar Oddur2

Já svo mörg voru þau orð hjá bjargvættinum. Of mikla peninga átti ríkið þá.  Og af hverju var ekki farið í öll góðu málin ?

IMG_4665 Hér er minn karl áhugasamur á umræðufundi í gær.

Við vorum einu sinni ágætis vinir hann og ég.  Hann kom alltaf upp í garðplöntustöð, hvað áttu núna nýtt og spennandi spurði hann hressilega.  En ekki lengur.  Ég álpaðist í að fara að vinna með Frjálslynda flokknum.  Svoleiðis er nú það.

Annars var þetta góður fundur í gær.  Menn stóðu sig yfirleitt vel.  En best stóðu sig ungir og skeleggir stjórnendur enda þjálfaðir í JC.  Það komst enginn upp með neitt múður, og þeir höfðu fulla stjórn á málglöðum frambjóðendum. Meira að segja Jóni Bjarnasyni. 

Hér má sjá okkar mann í ræðustól Kristinn H. Gunnarsson.

IMG_4663 Margt var um manninn og greinilegt að menn eru mikið að spá og spekulegra.  Ætli loforðin dugin nú eina ferðina enn ? það verður að koma í ljós. 

 

En svo eru hér myndir sem ég tók í dag.

IMG_4666

IMG_4667 

Þið sjáið að sólin skín og það er bjart yfir Ísafirði í dag. 

 


Bloggfærslur 4. maí 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband