Hvar erum við stödd í baráttunni?

Könnun í Mannlífi

Ríkisstjórnin rambar í Mannlífskönnun

Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32

Sjá hér. http://www.visir.is/article/20070502/FRETTIR01/70502120/1213

Mér finnst þetta athyglivert að mörgu leyti.  Fyrsta lagi þá er það staðreynd að Frjálslyndir fá yfir leitt meira upp úr kössum en í könnunum.  En það er annað sem hefur gerst undanfarið.  Formenn stjórnmálaflokkanna hafa tekið Frjálslynda flokkinn aftur inn í myndina um Kaffibandalagið. 

Þegar lagt var upp með kosningarnar þá töluðu menn um slíkt, en svo fóru menn að draga í land, og um leið hélt stjórnin velli.  Þegar menn fara svo aftur að tala um Kaffibandalagið, þá fer stjórnarandstaðan upp fyrir aftur.  Hvað þýðir þetta ?

Jú það þýðir, það sem fólkið er að segja við okkur er, að það vill breytingar.  En það vill ekki bara einhverjar breytingar, það vill endurnýjun.  Það var lagt upp með velferðarmálin, að sú ríkistjórn sem væri mynduð af Kaffibandalaginu svokallaða væri velferðarstjórn.  Formenn flokkanna hittust og ræddu saman um sameiginleg málefni.  Það eru þau málefni sem hæst ber í kosningaslagnum, aðbúnaður aldraðra og öryrkja, biðlistar  á sjúkrastofnunum og íbúðum aldraðra, meiri áhersla á vistvernd og græna náttúru. Fólk hlustaði á þetta og fann að menn voru einlægir í að standa við þetta. 

Um leið og foringjarnir fóru að draga í land og tala um þetta "óbundnir til kosnsinga" breyttist allt.  Stjórnin hélt samkvæmt könnunum.  Fólkið er að segja við stjórnarandstöðuna; gefið okkur skýrt val, og standið við það.  Það er bara svo einfalt.  Og við eigum að hlusta á þessa kröfu.

IMG_3886

Fólk er orðið dauðleitt á sífelldum svikum og brotnum loforðum þessarar ríkisstjórnar.  Þetta tal um að nú eigi að gera hlutina, þetta hafi verið í undirbúningi, öldruðum hafi fjölgað svo mikið að ekki hafi verið hægt að halda í við þróunina, gengur ekki í Jón og Gunnu.  Málið er að íslendingar eru sæmilega upplýst þjóð.  Hún veit ýmislegt og fylgist með.  Hún er seinþreytt til vandræða, en þegar fram af gengur, þá er aldrei að vita hvað hún gerir.

Það sýndi sig í fjölmiðlamálinu, þar sem ég tel að ísinn hafi verið brotinn.  Síðan ganga Ómars niður laugaveginn.  Í fjölmiðlamálinu upplifði almenningur að hann hafði eitthvað að segja.  Að hann gat haft áhrif, auðvitað með afstöðu forsetans okkar.  Þá tel ég að brostið hafi ákveðin stífla.  Upp að þeim punkti var fólk dofið flaut bara með straumnum.  Var einhvernveginn fullvisst um að mótþrói væri vonlaus. Stundum þarf ekki mikið til að stífla bresti.

En fólk sér líka í gegnum málefnafátækt stjórnarinnar.  Barátta þeirra er rekinn með því að segja sem minnst, hræðsluáróður um að vinstristjórnir hafi verið vondar.  Það var pöntuð hingað til lands einhvert forláta innhringiapparat leigt í nokkra mánuði, til hvers ? Jú nú á að hringja í alla Jónana og Gunnurnar, sem menn eru hræddir um að ætli að hlaupast undan merkjum.  Maður verður að halda völdum hvað sem tautar og raular.  En ekki af því að það sé verið að hugsa vel um litlu Gunnu og litla Jón.  Nei þau skipta voða litlu máli nema sem akvæði í kjörkassann.  Það hefur þessi ríkisstjórn sýnt svo ekki verður um villst.  Með 12 (16) ára vanrækslu.  Auðvitað hefur heilmikið verið gert.  En það sem ekki hefur verið gert æpir á mann.  Og við sjáum það vel, ræðum saman um það á götuhornum, á barnum, í búðinni.

Umræðan er þreytt, kosningabaráttan er lömuð.  Ekkert fútt í þessu segir fólk.  Ég veit ekki hvort það er af hinu góða.  En eitt er víst að ef menn virkilega vilja breytingar sjá aðra sýn, meiri mýkt og umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín.  Þá verða menn að þora að stíga skrefið og kjósa eitthvað annað en stjórnarflokkana.

Spillingarmálin er kafli út af fyrir sig.  Mál um ríkisborgararétt tengdadóttur umhverfisráðherra er borðleggjandi spilling.  Það lýsir af því langar leiðir.  Að fólk sem vill láta taka mark á sér, alþingismenn og ráðherrar skuli bera svona vitleysu á borð fyrir okkur, sýnir bara að þeir halda í raun og veru að við séum fífl. 

Það er bara komin tími á að breyta um kúrs.  Við vitum það í raun og veru öll sömul.  Það þarf bara að hafa kjark til að brjótast út úr viðjum vanans, og þora að kjósa eitthvað annað en það sem maður hefur gert fá aldaöðli.  það er ekki lýðræði, það er þýðræði.  AÐ þýðast sitjandi stjórnvöld.  Láta allt yfir sig ganga og kyssa á vöndinn.  Og við sem þykjumst á góðum stundum vera víkingar.

Eitt í viðbót, Frjálslyndi flokkurinn þarf að komast vel út úr þessum kosningum, ekki síst vegna Sjávarútvegsstefnu hans.  Við höfum skýrt afmarkaða stefnu í hvernig á að vinda ofan af kvótakerfinu illræmda, sem hefur svift marga útgerðabæi lifibrauði sínu. 

En líka vegna þeirra sem hér eiga erfiðast en það eru erlendir verkamenn sem eru fluttir hingað inn liggur við í gámavís til að keyra áfram hagkerfi forréttindastéttanna.  Halda niðri launum þeirra sem hér eru fyrir.  Nútíma þrælasala.  Við eigum að taka á móti fólki hingað eins og við viljum láta taka á móti okkur þegar við flytjum erlendis.  Það er lágmarkskrafa.

Þegar ég held upp á afmælið mitt, þá geri ég mér grein fyrir hve mörgum ég vil bjóða, og miða veitingar við það.  En ég býð ekki öllum bænum, og á svo ekki mat fyrir nema helminginn.  Þar skilur að gestrisni og bjánagangur. 

IMG_4392

Jamm þá er bara að halda kúrs og skoða, hlusta og velja.  Ég held að valið ætti að vera auðvelt þann 12 maí. 


Bloggfærslur 3. maí 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband