Snillingar framtíðarinnar.

 Ég fór á tónleika í dag.  Stubburinn var að spila. Það  er mjög skemmtilegt að fara á tónleikana hjá Tónlistarskólanum.  Það er greinilega mikið í lagt, og allir að gera sitt besta.  En þetta er líka þroskandi fyrir krakkana að læra að meta góða tónlist.  Hér var spilað á ýmis hljóðfæri ýmiskonar tónlist. 

 IMG_4985

Hér er stubburinn þetta var opnunaratriði. Frumsamið Hamradjamm hét verkið. Spilarar með honum voru Sveinn J. Pálmason á bongó, Heiðar Máni Laxdal á trommur, Emma Rúnarsdóttir á Páku, og þetta heitir víst Djembey sem minn maður spilar á.

IMG_4988

Þau voru í öllum aldurshópum þessar elskur.  Þessi var að spila Kengúrubanann eftir J. Schaum.

IMG_4990

Ömmuprinsessa.  L.v. Beethoven; óðurinn til gleðinnar.  Ólöf Dagmar.

IMG_4991

Hér lék ein snaggaraleg stúlka þjóðlag; Arkansas Traveler.

IMG_4996

Stubburinn aftur með vini sínum og kennara.  Frumsamið; strákar fíla þungarokk.

IMG_5000

Þetta er hún Perla hún spilar hér; Hvers vegna ? höfundur ókunnur.

IMG_5001

Hér er blues ílagi. Blús að vori.  Flottur fílingur.  Og kennarinn er dáltið frægur, hefur gefið út plötu. 

IMG_5003

Þessi á eftir að ná langt, það þori ég að bóka. Hér tekur hún J. Offenbach; Can Can, en spilaði síðar Sónatínu í F dúr allegro assai.

IMG_5004

Þessi ungi maður er bróðir hennar, og þau eru börn Beötu sem er kennari og kórstjóri með meiru.  Hér spilar hann R. Schumann; Traumerei.  Reyndar var einn bróðir í viðbót sem lék á fiðlu og píanó.  Snillingarnir hennar Beötu.

IMG_5006

Þetta er hann Hlöðver.  Hann spilar hér F. Chopin; Prelúdíu op. 28 nr. 4.

IMG_5010

Svo var endað á þrusu trommusólói.  Ég vildi að ég hefði getað sýnt fleiri  myndir, þau voru öll frábær.  Og Ísafjörður er ríkari með þessa frábæru krakka að læra músik og þjálfa tóneyrað og umgengni við tónlistina.  Og svo auðvitað kennarana þeirra.

Þeir tóku reyndar Down on the corner, með CCR. 

Ég segi bara takk fyrir mig.


Myndir dagsins í dag.

Þrútið er loft og þungur sjór... Nei annars loftið er lævi blandið en sjórinn er bara svona allt í lagi.

En her koma nokkrar myndir frá því núna áðan.

IMG_4977

Dálítið hrikalegt, en kraftur inn sýnilegur.

IMG_4978

Og hún er þarna uppi sólin, falin í drunga skýjanna.

IMG_4979

Páskaliljurnar mínar upp á sitt besta, í seinna fallinu samt fyrir páskana. 

IMG_4980

Þær njóta sín líka vel út í grasflötinni. 

IMG_4981

Hafiði séð nokkuð svona dásamlegt.  Hún opnaði sig í morgun þessi elska.  Manchuríu bóndarósin mín. 

Svo ein saga, sem hefur aldrei verið sögð opinberlega áður. 

Maðurinn minn týndi vísakortunum sínum fyrir nokkrum árum.  Honum fannst náttúrulega mjög óþægilegt að vita ekkert hvað varð af þeim.  Einnig voru peningar í leðurbuddunni sem vísakortið var í. um 18.000.- krónur.

En dag nokkurn hringir maður í hann.  Þessi ágæti maður er kynlegur kvistur, en átti til að detta í það.  Veit ekki hvort svo er ennþá.  En hann sem sagt hringir og segir;

Heyrðu Elías, ég fann visakortið þitt.

Gott er að heyra það sagði maðurinn minn feginn.  Þú færð auðvitað góð fundarlaun.

Já sko, ég er með svo mikið samviskubit, að ég hef eiginlega ekkert geta sofið.

Nú leitt er að heyra, sagði minn mann.  Af hverju ?

Jú ég henti nefnilega vísakortunum í sjóinn.

Leitt er að heyra það. 

Já og svo keypi ég mér brennivín fyrir hluta af peningunum.

Nú sagði maðurinn, en þú skilar þá bara afgangnum.

Já auðvitað.

Hann kom svo með 5000.- krónur og var mjög feginn að hafa gert vel.  Ég er sko búin að draga fundarlaunin frá, sagði hann hróðugur.

 

Einn ágætur maður hér fór líka til Thailands og ákvað að fá sér konu, því hann var hálf einmana, bjó einn með hundinum sínum. 

Hann sagði síðar að þegar hann hafði valið sér konu, hefðu ættingjarnir dubbað þau upp, og einhverskonar víxla farið fram.  Hann kom svo með konuna sína heim.  Hann talar enga thailensku og hún auðvitað ekki íslensku.  Og margt skrýtið getur sprottið af svoleiðis sambandi. 

Dag einn kom hann til kunningja síns með hundinn, og sagðist hafa verið rekinn að heiman.  Hann var síðan hjá vininum í viku, og þegar farið var að kanna málið  kom í ljós  að konan skyldi ekkert í hvað hafði orðið af honum.  Hún hafði sent hann út í göngutúr með hundinn, meðan hún tæki húsið í gegn. 


Bloggfærslur 19. maí 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband