18.5.2007 | 21:28
Nokkrar góðar.
Svona af því að fólk er að segja brandara. Systir mín elskuleg kom í gær og við skemmtum okkur við svona brandara. Hér er einn ágætis maður smiður, sem er dálítið sérstakur. Hann gengur með hárkollu og það hafa verið sagðar margar sögur af honum. Til dæmis var hann að vinna eitt sinn við höfnina í Súðavík. Það vildi ekki betur til en svo að hann hrasaði og féll í sjóinn. Þarna streymdi að menn úr öllum áttum. Þeir sáu hárlubbann fljóta þarna um höfnina, það var búið að reyna að henda út björgunardekkjum og gera allt til að bjarga manninum. Loks kom þar að einhverjir (mestu hetjurnar) ætluðu að fara að rífa sig úr og stökkva eftir honum, þegar einhver bankaði í öxlina á þeim, þar var smiðurinn kominn kaldur og blautur en vel lifandi. Þetta er allt í lagi strákar, sagði hann ég á aðra heima.
Hann vann hjá verktakafyrirtæki hér í bænum. Hann var að skrúfa bolta í vegg, ekki vildi betur til en svo að hann boraði og boltaði hendina á sér fasta í vegginn, og við það missti hann borinn. Hann varð svo að bíða þangað til að einhver kom sem gat rétt honum borvélina, svo hann gat skrúfað sig lausan. Honum fannst þetta víst ekki mjög mikið mál. Talandi um krossfestingu.
Vinnufélagi minn sagði mér eitt sinn að þessi ágæti maður var að vinna í garðinum hjá sér, eitthvað við grunninn á húsinu. Hann hafði fengið lánaðan höggbor og hamaðist mikið, eins og hans var von og vísa. Eitthvað gerðist með borinn því hann byrjaði að hoppa og hristast, og vinurinn sem stóð á honum hristist með. Hárkollan fræga hoppaði líka og skoppaði niður fyrir ennið og fyrir augun. Loks tókst honum þó að stökkva af baki og varð ekki meint af.
Vinnufélagi minn sagði að hann hefði skammast sín svolítið fyrir að fylgjast með þessu með verk í maganum af hlátri. Því sjónin var þvílík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.5.2007 | 12:44
Aftur til fortíðar og svo inn í framtíðina.
Hef ekki fundið tíma fyrir blogghringinn minn ennþá, en ég fer hann seinna í dag.
í morgunn hitti ég óvænt æskufélaga sem ólst upp í nágrenni við mig. Hann kallaði til mín og spurði hvort þetta væri ekki Íja. Jú og ég horfði á manninn með athygli. Ég er Júlíus Arnarson sagði hann. Ó Júlli sagði ég. Já sagði hann og brosti, eins og ég hefði sagt eitthvað gamalkunnugt, en ef til vill ekki notað lengi. Júlli var alltaf rosalegur gæji flottur og sjarmerandi. Ég var skotin í honum þegar ég var svona 9 ára. Hann er íþróttakennari og hefur verið alla tíð. En er hér núna að halda upp á 50 ára fermingarafmæli. Það var virkilega gaman að hitta hann. Við ólumst upp saman hér á Stakkanesinu ásamt Guðjóni Arnari og fleira góðufólki.
Svo var hringt í mig fyrir hádegið. Það var forstöðmaður ferðamála hér á Ísafirði. Hér eru staddir nokkrir blaðamenn frá Þýskalandi sagði hann. Og einn þeirra hefur sérstaklega óskað eftir að fá að hitta þig. Ég veit ekki hvað hún vill ræða um, það hlýtur að vera annað hvort garðar og gróður, eða álfar og tröll.
Svo nú bíð ég bara spennt eftir að fá að vita hvað þessi ágæti blaðamaður vill, og hvernig hún vissi af mér.
Og svo í lokin veðrið í dag.
Sólin er að brjótast fram og brosir við ísfirðingum. Eigiði góðan dag. Ég þarf að hlaupa upp á lóð, og svo að hitta þýskan blaðamann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 18. maí 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar