12. maí 2007.

Megi þessi dagur verða okkur öllum til heilla.  Verður hann skráður á spjöld sögunnar?  Það er okkar val. 

Í dag þann 12. maí eigum við möguleika á því að breyta kjörum okkar og daglegu lífi.  Ég held að við eigum raunverulega möguleika á því að segja upp þeim herrum sem stjórnað hafa landinu núna í 12 ár.

Þessir herramenn eru dauðhræddir í dag við að missa völdin.  Og það er allt eins víst að þeir láti það bitna á okkur sem hafa talað út, eftir kosningarnar hafi þeir til þess möguleika.  Það virðist því miður vera svo.  Það sýnir saga undanfarin ár.  Hræðsla fólks við að segja meiningu sína og jafnvel gefa upp hug sinn um hvað það ætli að kjósa.   Eða halda menn virkilega að nær 40 % þjóðarinnar sé í vafa ennþá hvað þeir ætli að kjósa ?  Ég held ekki.

En ég ætla ekki að vera með leiðindi.  Ég óska þess að niðurstaðan í dag hver sem hún verður, muni verða okkur öllum til hagsbóta.  Að gæfan fylgi okkur og ég bið allar vættir landsins að gefa okkur skynsemi til að gera rétt. 

Ég tók fullt af flottum myndum í gær.  Af torginu þar sem mikið var um að vera, Samfylkingin var að grilla, ég tók mynd af Bryndísi minni Friðgeirs með fangið fullt af rósum sem hún var að útbýtta, og ég tók myndir af Kristni H.  Þar sem hann var að gefa mönnum í soðið fyrir Frjálslynda flokkinn.  Ég tók mynd af konunni hans henni Elsu Friðfinns þar sem hún var að setja helíum í blöðrur og gefa litlum börnum.  Og ég tók myndir af öllum og var rosalega ánægð með sjálfa mig, þangað til ég kom heim og ætlaði að setja kubbinn í tölvuna.  Hann var nefnilega þar ennþá síðan í fyrradag. Blush

Þettar fallegu myndir geymi ég því bara í huganum.  Én ég lofa að ég skal hafa kubbinn í myndavélinni í dag.   Og setja hér inn myndir af því sem fyrir augu mín ber. 

Og ég segi bara megi þessi dagur vera okkur öllum gleðilegur.  Hvar sem við stöndum í baráttunni.  Eða eins og sagt er; Megi sá besti vinna.  Heart

Og svo auðvitað gleðilegan Júróvísjóndag hehehe.... Wizard


Bloggfærslur 12. maí 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband