10.5.2007 | 22:30
Breytir þetta Evrovision.
Já ég yrði ekki hissa. Það hefur stundum komið fram að austru Evrópa væri að taka yfir Evrovision. Það sannaðist heldur betur í kvöld. Ég held að þjóðir vestur Evrópu hafi héðan í frá minni áhuga á að keppa. Við erum bara mannleg og það sem gerðist í kvöld undirstrikar þær raddir sem heyrst hafa alveg frá því að Selma tók þátt síðast að austantjaldsríkin séu hreinlega að taka keppnina yfir. Þessar raddir hafa orðið háværari síðan. Annað hvort dettur þetta upp fyrir, eða keppninni verður skipt í Austur og Vestur. Skrýtið að hugsa til þess með tilliti til kaldastríðsins. En það er næsta ljóst að hér eigast við ólíkir menningarheimar, og Vestur Evrópa sat í mörg á að keppninni ein. Man eftir kjánalegum sovétmönnum að taka þátt með óperusöng og slíku, sem aldrei var eitt né neitt. En núna allt í einu þá erum við sett til hliðar og engir komast að nema austurblokkin, með fullri virðingu.
Ég var svona að vona að við ættum sjens, af því að austurblokkinn hefur fært sig nær vestri hvað varðar tónlistina, þar er minna um þjóðernislega tónlist, meira um evrópskt og amerískt popp. En þeir virðast bara halda með sínum nó matter what.
Svona er þetta bara. Við sitjum eftir, og ekkert við því að gera. Ég var afskaplega ánægð með flutning Eiríks á íslenska laginu. Ég er svo sem ekkert voða svekkt, en ég sé bara að þetta getur ekki gengið. Eitthvað þarf að koma til nýtt, eða hún verður ekki söngvakeppni Evrópu heldur söngvakeppni AustuEvrópu ef fram heldur sem horfir. Þannig er nú það.
![]() |
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.5.2007 | 13:56
Kaffibandalagið.
Nú er farin af stað hræðsluáróður Sjálfstæðismanna um ömurlega vinstri stjórn. Söngur sem oft hefur hljómað og gefist vel. Hið ömurlega og illræmda Kaffibandalag skrifar Einar Kristinn. Hann mætti líta sér nær og skoða sín eigin verk og áhrif þeirra á æskustað hans. Vonandi verða áhrif hans þar "tímabundinn".
Það kom kunningi minn inn á skrifstofuna í gær. Þetta er gamall eðalsjalli, var þar innstki koppur í búri í mörg mörg ár og öllum hnútum þar vel kunnugur. Hann er fyrir nokkru genginn til liðs við Frjálslyndaflokkinn.
Ég skil ekkert í þessu hræðsluvæli manna um vinstri stjórn ef Kaffibandalagið kemst á koppinn, sagði hann. Við erum engir vinstrimenn.
Og það er einmitt málið. Kaffibandalag sem yrði myndað með Frjálslyndum, Vinstri grænum og Samfylkingu yrði einmitt blönduð stjórn. Þar eru Vinstri græn til vinstri, Samfylkingin í miðju og við til hægri. Þetta er góð blanda að mínu mati. Og í fyrra þegar þessir þrír flokkar ákváðu að slá saman og mynda heild í kosningabaráttunni hér á Ísafirði, þá var þar sleginn tónn sem reyndist vera mjög hreinn og tær. Samstarfið gekk vonum framar. Og þar hefur aldrei borið skugga á. Málefnin voru mjög lík í þessum þemur flokkum, og við stóðum saman sem einn maður í kosningabaráttunni.
Því miður tókst okkur ekki að ná að sigra, það munaði ekki nema um 80 atkvæðum. Sem stjórnarflokkarnir náðu með allskonar óheiðarlegum vinnubrögðum. Loforðum um allt frá byssu, til þess að fá leyfi til að vera í friði með kindurnar sínar. Og hræðsluáróðri um að ef Í-listinn kæmist að yrði Langa Manga eina vínveitingakaffihúsinu í bænum lokað og svoleiðis. Við erum hreinskiptið fólk og dettur ekki í hug að notaðir séu svona rassaleikir. En sumum finnst allt leyfilegt í kosningum.
Ég vona bara að núna gerist það sem átti að gerast þá. Að þessir þrír flokkar nái þeim árangri að geta myndað starfhæfa ríkisstjórn. Ég er alveg viss um að það yrði fyrsti kostur þessara þriggja flokka ef sú yrði niðurstaðan. Samstarfið hér hefur sýnt að við getum starfað saman af heilindum. Og unnið að þeim góðu málum sem er innbyggt í alla þessa flokka.
Ég er líka sannfærð um það að með því að gefa fólki skýrt val á laugardaginn, þá mun fólk velja rétt. Þ.e að gefa þessari þreyttu og óbilgjörnu spilltu ríkisstjórn frí frá völdum. Koma inn nýrri hugsun og nýjum áherslum, nýrri forgangsröðun. Það er komin tími til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.5.2007 | 10:54
Vangaveltur kjósanda.
Það kom til mín kona í gær, og bað mig að birta þessar vangaveltur fyrir sig. Enn ein alþýðukonan.
Hér kemur svo greinin hennar.
Af hverju höfum við kosningarrétt ? Kosningaréttur er lýðræði. Þannig getum við valið og hafnað.
Þá er það spurningin um hvað stendur valið ? Og hvað á ég að velja ? Hver á að fá mitt atkvæði ? Sé ég í einhverjum vafa hlýt ég að setjast niður og skoða stöðuna og kanna hvað er í boði. Því á laugardaginn stendur mér til boða að nýta þennan rétt minn.
Best er að skoða stöðuna hér í þessu samfélagi bæði fyrr og nú. Er hún betri eða verri en hún var fyrir t.d. 15 árum síðan?
Það þarf ekki glöggskyggna manneskju til að sjá, að hér hefur heldur betur hallað undan fæti á flestum sviðum.
Hvað er að ? Af hverju er þetta svona ? Er þetta okkur að kenna ? Erum við svona löt?
Það er talað um okkur sem byrði á samfélaginu - við erum orðið Gettó á Íslandi?
Ég vil ekki hafa þetta svona, þetta er niðurlægjandi.
En við höfum haft okkar fulltrúa í ríkisstjórn.
Hvar hafa þeir verið sem áttu að standa vörð um okkar hag ?
Sem voru til þess kjörnir. Hafa þleir brugðist okkur ? eða gleymdu þeir okkur ? (eða ef til vill höfum við gleymt að borga þeim laun, það vinnur enginn kauplaust)
Ég hef tekið ákvörðun þetta gengur ekki svona, ég vil ekki hafa þessa menn á launaskrá lengur, svo í hagræðingarskyni vil ég segja þeim upp.
Ráða aðra dugmeiri!
Á laugardaginn mun ég gangi í það verk og nota til þess atkvæðið mitt.
Aðeins einn dag á fjögurra ára fresti er valdið hjá kjósendum. Nýtum það vel, kjósum rétt. Ekki þá sem misnota vald sitt alla hina dagana!
Bloggar | Breytt 11.5.2007 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 10. maí 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar