8.4.2007 | 22:21
Páskalamb og orka.
Þá er maður komin heim úr páskaveislu hjá vinafólki okkar Birgit og Stefan frá Þýskalandi. Þar var boðið upp á holusteik. Páskalamb. Þau komu með fjölskylduna yfir páskana. En þau eiga sumarhús hér í Hnífsdal. Við kynntumst þeim fyrir nærri 20 árum, þegar þau komu hingað til að gifta sig, og ætluðu i brúðkaupsferðalag til Hornstranda. Þau höfðu tekið alla fjölskylduna með sér í giftinguna, en fóru svo norður. Síðan höfum við verið mjög góðir vinir, og þau hafa komið hér á hverju ári. Og helst alltaf farið norður í óbyggðir. Hann er sólarorkusérfræðingur og vinnur við slíkt en hún arkitekt, þau hafa bæði saman fengið a.m.k. tvenn verðlaun frá Evrópusambandinu fyrir hönnun á orkusparandi húsum. Hún skrifaði lika bók um íslenskan arkitektur. Sem er mjög góð bók. Fór um allt landið og skoðaði byggingar og tók myndir. Þau eru sannkallaðir íslandsvinir í fegurstu meiningu þess orðs. Og þegar þeim bauðst að kaupa fokhelt hús sem átti að rífa, þá var enginn efi í þeirra huga, þau keyptu það og gerðu upp. Þetta fallega hús er nú aðsetur þeirra á hverju sumri og núna um páska, stundum jafnvel um jólin. Sjálf byggðu þau sér hús sem á engan sinn líka, hringlaga hús sem byggt er inn í hlíðina í þorpinu þeirra, Dietlingen. Húsið safnar orku frá sólinni, og skiptir þá um lit, myndar rafmagn sem nýtist til alls í húsinu, og vara orkan fer svo inn á kerfi bæjarins. Þau þurfa aðeins að kaupa orku í desember, og stundum ekki heldur þá.
En hér bulla ég bara. Frábært kvöld að baki.
Steikin tekinn upp úr holunni.
Góð vinátta er gulli betri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.4.2007 | 10:14
Aldrei fór ég suður, og fer ekki fet !
Jæja ég skrapp á þessa frábæru einstæðu tónleika í gær, vegna þess að Elías minn var að spila með lúðrasveitinni, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Frábært framtak hjá þeim feðgum Mugison og Mugipapa. Þarna ríkti gleði og einhvernvegin samt ró yfir öllum.
Það var gert í því að blanda öllum saman sem spiluðu, heimsfrægum og bílskúrsböndum, svo fólk kæmi ekki bara til að hlusta á þá ríku og frægu, og færu svo. En það var líka skemmtilegt að þetta var ókeypis, og allir voru jafnir hvað það varðaði. Ætli þetta sé ekki alveg einstakt í heiminum. Þökk sé þeim sem þarna stóðu að verki. Og þökk sé frumkvöðlunum.
Smáhvíld áður en farið er á svið.
Eins og sjá má var múgur og margmenni.
Hér spilar lúðrasveitinn, ásamt hljómsveitinni Appolo, sem er reyndar alveg frábær grúppa. Þeir spiluðu Smoke on the water og We will rock you í þrumandi stuði, og var vel fagnað.
Þessi myndarlegi maður var að syngja á undan þeim, vonandi fyrirgefur hann mér, en ég man ekki hvað hann sagðist heita, en hann var að syngja lagið hans Sigga Björns Er það hafið eða fjöllinn.
Hér eru svo hin stórmyndarlegu Mugimama og Mugipapa. Þið ættuð að heyra hann taka Wonderful world. Hann hlýtur að hafa tekið það á hátíðinni, þvílíkur strigabassi sem kappinn er.
Hér stígur svo Lay Low á sviðið, þið verðið að afsaka hvað myndin er yfirlýst, en það var svo dökkt sviðið að hún sást ekki.
Hér eru svo Vagnsbræðurnir frá Bolungarvík, með þeim er frúin hans Hrólfs, þýsk og heitir Íris Kramer. Mikil blásarakona, var hér með námskeið um daginn og setti saman Bigband.
Sem sagt algjörlega frábært kvöld. Og smánasasjón af því hér.
Set hér inn tvær myndir frá Ísafirði, sem ég tók í morgun. Dýrðarveður hér í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 8. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar