5.4.2007 | 22:48
Páskar, Skíðavika og Aldrei fór ég suður.
Smá sýn á mig svona í ljósaskiptunum.
Þegar að ég horfi á,
húmið færast yfir.
Daginn lengir, dimman blá,
drauma nætur lifir.
Páskavikan Pálma á
prúðum degi byrjar.
Lúnum beinum leyfi þá,
að losa dagsins klyfjar.
Fríinu ég fagna sko!
Friður er í skrokki.
Aldrei fór ég suður svo,
eg sveiflast hér í rokki.
Eða þannig sko. hehehe.
Bloggar | Breytt 6.4.2007 kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
5.4.2007 | 18:44
Það er ekki allt sem sýnist.
Þessi saga er tekin út bændablaðinu fyrir nokkru síðan. Mér fannst hún svo frábær að ég geymdi hana og hér kemur hún. Og þetta er gott að hugleiða núna á þessum tímum.
Lífið er stutt, og vinirnir margir.
Dag nokkurn tók efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land, í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr.
Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli, sem myndi teljast fágæklegt.
Á leiðinni til baka spurði farðirinn son sinn hvernig honum hefði þótt ferðin. Hún var frábær pabbi,
Sástu hvernig fátækt fólk býr ? spurði faðirinn.
Ó já sagði sonurinn.
Jæja,segðu mér, hvað lærðir þú af ferðinni?Spurði faðirinn.
Sonurinn svarað; Ég sá að við eigum bara einn hund, en þau eiga fjóra. Við eigum sundlaug, sem nær útí miðjan garð, en þau eiga læk sem engan enda tekur.
Við erum með innflutt ljósker í garðinum, en þau hafa milljón stjörnur á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum, en þau hafa allan sjóndeildarhringinn. Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur, en þau þjóna öðrum. Við þurfum að kaupa okkur mat, en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur, en þau eru umkringd vinum, sem verja þau.
Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við:
Takk pabbi fyrir að sýna mér hve fátæk viðerum.
Ég set þetta mynd inn aftur, það er eins og almættið vaki yfir Skutulsfirðinum sem hefur alið mig við brjóst sér og umvafið mig með sínum háu fjöllum og krafti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.4.2007 | 10:29
Það þarf að fara að gera eitthvað og hætta að tala bara um það.
Það er mikið rætt um þær árásir og afbrotahrinu sem hefur verið mikið um undanfarið. Þetta ástand kemur ekki á óvart. Hér á blogginu veltir Andrea fyrir sér afstöðu til kvenfíkla sem þvingaðar eru í vændi.
Ég hef marg oft rætt um þessi mál, og þessi staða kemur mér ekki á óvart. Ég þekki ágætlega til að vera móðir fíkils, og fyrrverandi tengdamóðir annars. Og er með barn þeirra á mínu framfæri. Ég tel mig hafa komið nokkuð nærri því að dýfa allavega einum putta ofan í það líf sem þetta fólk lifir.
Ég hef líka marg sagt að það eigi ekki að dæma fíkla í fangelsi. Hér á að koma á fót lokaðri meðferðarstofnun. Þar sem fólki er hjálpað aftur til mannheima.
Það þarf líka að hætta að eltast við fíklana á götunni og hirða af þeim nokkur grömm af þessu eða hinu, eða að ráðast inn og taka heimaræktun á hassplöntum. Þess í stað eiga yfirvöld að fara yfir stöðuna hjá sér, og skoða hvort þeir séu að ná einhverjum árangri.
Þeir eru nefnilega ekki að gera það, heldur eykst eymdin ef eitthvað er. Ég man að fyrir mörgum áratugum varaði tollvörður í Keflavík við því að þetta ástand myndi skapast. Ég sé að hann bloggar hér núna, svo það væri gaman að heyra hans frásögn af þessari sýn hans.
En hér þarf að gera stórátak í að, í fyrsta lagi einbeita sér að því að finna þá sem flytja efnin inn og fjármagna þau. Þ.e. hina ósnertanlegu. Síðan þarf að gera stórátak í að finna úrræði fyrir fólkið á götunni og þeim sem hafa ánetjast.
Ég vildi sjá hérna ráðstefnu um fíkla. Þar sem allir aðilar kæmu að, heilbrigðisráðuneyti og stofnanir, Félagsmálraráðuneyti og stofnanir, Dóms-og kirkjumálaráðuneyti,, með fangelsismálastofnun og lögreglu. Meðferðarstofnanir og fíklana sjálfa og aðstandendur. Þarna yrðu vandamálin skilgreynd og skoðuð frá öllum hliðum.
Það er dýrt að laga þetta ástand ef það er þá hægt, en að er miklu dýrara á allan hátt að gera ekki neitt og láta þetta bara danka. Úti í þjóðfélaginu er nánast hver einasta fjölskylda með sögu af einhverjum sem hefur átt bágt af þessum sökum. Og við getum einfaldlega ekki lokað augunum lengur fyrir vanda fólks sem getur ekki lengur stjórnað eigin gerðum. Og við verðum að hugsa til þess að meðan þetta ástand varir, þá verða innbrot og allskonar glæpir til að fjármagna neyslu, eða borga skuldir til þeirra sem standa ofar í goggunarröðinni. Það verða handrukkarar og morðingjar sem víla ekki fyrir sér að ógna og meiða fólk.
Hverjir ætli það séu sem bíða handan við hornið þegar maður losnar úr fangelsi eftir að hafa setið af sér fíkniefnadóma. Skuldugur upp fyrir haus og oft útskúfaður af heimili sínu, eða allavega ekki hægt að biðja um fyrirgreiðslu, ekki sækja um vinnu eða koma sér upp úr eymdinni ?
Það er vitað mál að fíklar sem eru langt komnir endast illa í vinnu, þeir hljóta því að þurfa að hafa ofan af fyrir sér á annan hátt, fá lán, eða fara að selja fyrir neyslunni. Fyrr eða síðar komast þeir í skuld við "vini" sína og þá hefst þrautargangan. Það þarf að greiða til baka. Hvernig ? með því að selja sig eða stela. Á þessum tímapunkti er sjálfsvirðingin enginn, og fíklinum finnst hann vera enskis virði.
Við þurfum að opna augun og fara að vinna einhvern veginn öðruvísi að þessum málun en hingað til. Það þarf til dæmis að hugsa um hvort leyfa eigi neyslu á efnum eins og hassi, og hvort ekki eigi að hafa aðstöðu á heilbrigðisstofnunum þar sem fíklar geta fengið efnin sín.
Eitthvað róttækt þarf að gera, og það þarf að þora að ræða þessi mál opinskátt. Ég veit ekki með aðra flokka, en ég hef rætt þessi mál innan Frálslynda flokksins, og þegar farið var að skoða málin, kom í ljós að þetta er bara meiriháttar erfiður málaflokkur. En við getum bara ekki látið reika á reiðanum lengur með þessi mál. Ef við viljum geta gengið óhult um götur, þurfum við að taka höndum saman um að laga ástandið. Ekki með því að refsa harðar eða útskúfa neðsta þrepinu, heldur að opna arminn og hjálpa þeim upp úr því helvíti sem þeir/þau eru í. Með aðgerðum sem duga. Í þrjúþúsund manna samfélagi er ansi hart að hafa gjörsamlega misst stjórnina á málum sem þessum. Fólki sem lendir í því að brotist er inn til þeirra er sagt að það sé ekkert hægt að gera. Það finnur enga hjálp frá lögreglu í mörgum tilvikum. Því ástandið er löngu vaxið upp fyrir haus á vörðum laganna.
Ég hef ekki tíma til að segja meira um þetta núna. En ég mun ræða þetta betur seinna. En oft er þörf en það er löngu komin tími á nauðsyn. Hér þarf 12 þúsund manna göngu niður Laugaveginn til að krefjast úrbóta fyrir unga fólkið okkar sem er fast í neti helvítis og allar fjölskyldurnar sem eru þar líka fastar, og öll þau ungmenni sem eiga eftir að festast þar. Getum við haft augun lokuð mikið lengur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 5. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar