3.4.2007 | 22:55
gróska, fundir og skýjafar.
Ég var að koma heim, þetta kvöld var alveg meiri háttar, fyrst fór ég á fundinn, það var glatt á hjalla og margt spjallað og brallað.
Svo dáðist ég að skýjafari og birtu, sem er alveg einstaklega falleg þessa dagana.
Svo fór ég á bænafund með gamla hópnum mínum og frambjóðendum áttum yndislega stund þar, ég hef ekki verið með þeim núna í þrjú ár. En það er alltaf jafn slakandi og hreinsandi að vera með.
Hér er líka sigurbogi himinsins.
Svona lítur húsið út í dag, þær eru farnar að stækka þessar elskur.
Í maí munu þau brosa við ísfirðingum sem vilja fá lit í garðinn sinn.
Æ mér líður svo miklu betur núna. Og ég segi bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.4.2007 | 16:26
Hreinsun
Jæja þá er ég búin að blása úr mér reiðina. Og ég er búin að prikla nokkra bakka af ljónsmunna, sem á að fara í miðbæinn í sumar, rauðan og fallegan, kring um hann ætla ég svo að hafa silfurkamb, sem gefur rauða litnum ennþá dýpri og fallegri lit.
Það er gott fyrir sálina að grufla í mold, hlæja og fara í bað.
En eruð þið ekki til í einn brandara eða svo hér kemur einn;
Maður úr Breiðholtinu var að aka heim til sín síðla kvölds á glansandi nýja hvíta bílnum sínum. Hann var undir áhrifum áfengis, þar sem hann ekur inn í hverfið þá sér hann að orðið hefur árekstur. Hann verður forvitinn og stöðvar bílinn fer út augnablik og athugar málin. Fer síðan heim. Hann er nýháttaður ofan í rúmið sitt þegar bankað er á dyrnar. Úti fyrir standa tveir lögregluþjónar. Þú ert undir áhrifum áfengis, segja þeir. Já reyndar segir hann og lítur niður eftir nýjum náttfötunum. Og varstu úti að aka ? spurðu þeir ennfremur. Hann lítur á þá hneykslaður. Nei alls ekki ég var farinn að sofa. Megum við kíkja í bílskúrinn hjá þeir spyrja þeir kurteislega. Hann hugsar sig um og veit að hann getur ekki neitað þessu, jánkar því og fer að klæða sig. Dregur það eins lengi og hann þorir. Labbar svo með lögreglumönnunum að bílskúrshurðinni og sviptir henni opinni og ..........................................
starir þar í forundran á flunkunýjan
. Lögreglubíl.
Nú er ég bráðum að fara á konufund með frálslyndum konum. Það verður örugglega skemmtilegt. Það verður meira að segja harðfiskur á boðstólum var ég að frétta. Svo meðlætið verður ekkert slor.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.4.2007 | 13:09
Það sem EKKI er sagt.
Og jú mikið rétt þarna er grein upp á þrjár blaðsíður með myndum.
SPENNUÞRUNGNAR KOSNINGAR Í AÐSIGI.Undirtitill; Egill Helgason rýnir í spilin fyrir kosningarnar 12. Maí og kemst að þeirri niðurstöðu að þær verði mjög afdrifaríkar fyrir stjórnmálaflokkana, foringja þeirra og samstarf í framtíðinni.
Þar fabúlerar stjórnmálagúrúin um horfur eftir kosningar, og hverjir koma þar að myndun stjórnar. En ÚBBS ! þar er ekki minnst á Frjálslynda flokkinn. Og nú langar mig til að spyrja Egil; Gleymdirðu Frjálslyndaflokknum ?Eða vildirðu ekki tala um hann?Eða ertu búin að slá hann af svona fyrir fram, þú hefur ef til vill áður ókunna spádóms- eða skyggnigáfu. Þú mátt alveg svara mér hér.En ég skal segja þér að fyrir mér hefurðu rústað trúverðugleika þínum sem hlutlaus fjömiðlamaður sem er með einn vinsælasta pólitíska umræðuþátt í sjónvarpi hér á landi. Þú hefur ekki bara drullað upp á bak, heldur sitja kleprarnir í litlu krúttlegu krullunum alveg upp við hársrót. Hvernig er hægt að taka þig alvarlega sem hlutlausan þáttastjórnanda ef þú sýnir svo berlega hve innilega forpokaður þú ert ?
Það hafa fleiri en ég tekið eftir því hvernig þú færð sífellt Jón Magnússon þann ágæta mann í viðtöl og dregur alltaf fram umræðuna um útlendinga, af því að þú veist að það æsir fólk upp á móti flokknum. Þú gekkst meira að segja svo langt í umræðuþættinum í Stykkishólmi að fara að blanda Jóni Magnússyni og útlendingaumræðunni inn í samtalið við Guðjón Arnar. Eg hélt alltaf að þetta væri af því að þú værir bara að sækjast eftir hasar í þáttunum, en nú sé ég að þetta var beinlínis tilraun til að skemma eins mikið fyrir umræðunni og hægt er.
Það hefur tekist að gera hálfgert monster úr flokknum, þó hafa talsmenn flokksins þar á meðal Jón Magnússon bara komið fram með eðlilegar áhyggjur af ástandi sem er að skapast, eða gæti skapast ef menn gæta ekki að sér. Sem betur fer eru flestir borgarar landsins ekki eins mikil flón og sumir halda. Og margir sem gera grín að þessari umræðu.
Hún er samt meiðandi fyrir það góða fólk sem er í flokknum og vill vinna að því að uppfylla málefnasáttmálann sem var gerður og samþykktur hefur verið á landsþingum af meirihluta flokksmanna, og allri miðstjórn. Og nótabene þeim sem vilja ganga í flokkinn. Minn gamli bæjarstjóri sagði einu sinni við mig þegar ég var að skrifa um þjóðfélagsmál fyrir þremur áratugum, Ásthildur mín gættu þín á því að skrifa ekki svo um andstæðinginn að hann fái samúð, það gerist þegar menn fara yfir strikið.Ekki að ég sé að sækjast eftir samúð fólks til flokksins, en það væri allt í góðu lagi ef fjölmiðlamenn og svokallaðir stjórnmálaspekingar gætu tekið umræðuna á faglegum og hlutlausum nótum. En væru ekki með endalausar upphrópanir og gífuryrði. Það væri allavega meira traustvekjandi ef menn vilja láta taka sig alvarlega.
Því miður þá virðst það vera í ljósárafjarlægð að slíkt sé hægt. Enda er umræðan á því plani sem hún er, einmitt vegna vanhæfra kjaftaska sem hafa þröngsýnisgleraugun á nefinu og vilja stýra því hvernig kosningar fara almennt talað, en ekki að leiða hlutlausa og vandaða umfjöllun.Því miður þá hef ég enginn völd til að breyta þessu, og enginn vopn heldur nema það eina sem almættið gaf mér en það er tungumálið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2007 | 01:58
Lífið og tilveran er okkar.
Ekki veit ég hvernig í skrattanum mér tókst að komast yfir 10.000 innlitsmarkið. Einhversstaðar hefur mér tekist að gera eitthvað sem skipti máli... eller hur? Og þetta gerðist án þess að kynlíf kæmist þar að hehehehe....
En svona er nú lífið við vitum ekki alltaf hvaða leið það tekur okkur, eða hvert stefnir, eða hvenær við hittum á punktin sem aðrir vilja mæta okkur á.
Ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð hérna, og eiginlega farið fram úr sjálfri mér. Ég kom nú eiginlega hingað inn í upphafi vegna þess að ég vildi koma sjónarmiðum mínum á framfæri vegna Frjálslynda flokksins, og leiðrétta þá óréttmætu umfjöllun sem hér var um hann. En líka vegna þess að ég vildi gefa félögum mínum á Málefnunum.com frí frá mér í aðdraganda kosninga. Þau eru dálítið harkaleg stundum þessar elskur, en besta fólk samt. Og mér þykir vænt um þau. Eins og mér er farið að þykja vænt um þá sem hér eru. Hverstu stórt hjarta getur maður átt eiginlega ?
En sem sagt hér er ég með yfir tíuþúsund innlit á undraskömmum tíma og ég er þakklát því fólki sem eyðir tíma sínum í að koma í heimsókn og lesa það sem ég læt frá mér fara. Ég er líka þakklát því fólki sem hefur beðið mig um að gerast svokallaðir bloggvinir, og þeim sem hafa samþykkt mig sem slíka. Því það er þannig sem maður getur betur fylgst með því sem aðrir hafa að segja. Annars er oft erfitt að finna það fólk sem maður vill gjarnan fylgjast með, og vekur manni áhuga á að fylgjast með.
Í mínum huga er fyrst og fremst þakklæti til allra þeirra sem hafa tekið mér svo vel. Ég hef líka gaman af að rökræða við þá sem ekki eru mér sammála. Og rökstyðja það sem ég hef fram að færa. En líka að miðla af þeirri þekkingu og reynslu sem ég á. 63 ár er ef til vill ekki langur tími í eilífðinni, en það er töluvert langur tími í mannsævi. Og þessi tími hefur gefið mér dýrmæta reynslu sem ég er alveg til í að miðla. Sú reynsla mín hefur verið alveg frá dýpstu örvæntingu í baráttu við fíkniefnadjöfulinn sem hefur ógnað barninu mínu, upp í hæstu hæðir sem bænir geta gefið, því ég var lengi í bænahring, sem svo sannarlega gaf fólki lengra líf og bót meina. Þó ég sé ekki kristin, þá er ljós og kærleikur leiðarljós mitt. Það þarf nefnilega ekki að iðka kristni til að elska ljósið og kærleikann. Það þarf bara hjarta sem er nokkrum númerum of stórt.
Ég veit líka að til eru verur sem lifa í sambýli við okkur, samhliða okkur en í annari vídd, eins og álfar, huldufólk og allskonar jarðarverur, bæði háar og lágar, frá svartálfum til engla. En líka framliðnir sem ekki hafa yfirgefið alveg jarðvistina, eða eru jafnvel fastir hér. Ég er nefnilega svo heppin að hafa átt afa sem var skyggn og hafði gott samband við hulduverur. Og svo hefur mér gefist að fá að hafa samband við verur í annari vídd, eða á annari bylgjulengd. Allt frá litlum yndislegum blómálfum til gríðarstórra og eldgamalla jarðarvera. En þetta er auðvitað umdeilt og ekki allir tilbúnir til að taka undir. Mér hefur líka hlotnast sá heiður að fá að bæði sjá og heyra, en mest þó skynja slíkar verur og framliðið fólk.
Nú er sennilega nóg komið af svona tali. Ég á í mínum fórum sögur sem afi minn sagði mér oft á kvöldin. Ég hef hugsað mér að segja þessar sögur einhverntíma, þegar mér gefst næði til að setjast niður og skrifa. En það verður þegar umhægist hjá mér. Eins og er, er dagskráin full alla daga, og ég kemst ekki yfir allt það sem ég þarf og vil gera.
Við erum öll eins í raun og veru. Mannverur með tilfinningar, drauma og þrár. Við þurfum bara að læra að láta okkur þykja vænt um einstaklinginn sem horfist í augu við okkur á morgnana. Sætta okkur við sjálfið í okkur, læra að elska og virða þann einstakling, því ef við gerum það ekki, hvernig eigum við þá að geta elskað nokkurn annan ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.4.2007 | 00:25
Skemmtilegur fundur og leikur í skýjum.
Ég var á frábærlega skemmtilegum fundi með félögum mínum í bæjarmálaafélagi Í-listans á Ísafirði. En það er sameiginlegur listi Vinstri grænna, Samfylkingar og Frjálslyndra í Ísafjarðarbæ. Það var líka skemmtilegt að við vorum 6 konur og einn karlmaður. Farið var yfir fundargerðir og rætt um afgreiðslu mála fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
Veðrið lék við okkur í dag og kvöld. Þar sem skýin spiluðu stóra rullu.
Jamm þetta er fallegt ekki satt, tekið sitt á hvorum tímanum í dag.
Sonur minn hringdi í mig á fundinn og sagði mér að stubburinn hefði hring í sig alveg eyðilagður, hann hafði verið að fikta í tölvunni minni og msenni var komið á kínversku hehehehe.. hann var alveg skíthræddu um að amma yrði reið yfir þessu. Veit að tölvan skiptir miklu máli. Ég lofaði honum að laga þetta í fyrramálið sagði sonur minn og hló.
Og jú mikið rétt, hér blasti við mér skjárinn á kínversku, vona bara að þar hafi ekki staðið eitthvað ferlegt og ég sé komin undir eftirlit Nasa eða Kínverskra ráðamanna hehehe..
Á morgun verður konufundur hjá okkur í Frjálslyndum. Frambjóðendur í þriðja og fjórða sæti sem eru báðar konur, reyndar líka kona í því fimmta, verða á fundinum og ræða við frjálslyndar konur í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Ef einhver er að lesa þetta og er á okkar línu er sú hin sama velkomin. Það vantar til dæmis Súðavík inn í dæmið.
Sum sé kosningabaráttan er að fara á fullt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 3. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar