Lítið er ungs manns gaman, gott veður og ljósir punktar í tilverunni.

Hér var dásemdar veður í dag, því miður hafði ég ekki myndavélina mína með í bæinn þegar ég fór á kosningaskrifstofuna.  En hér er bærinn alltaf fullur af fólki þegar veðrið er eins og það er í dag.  Fólk í stuttbuxum og sumarfötum, með ís að rölta niðrí bæ, eða sitja á tröppum Landsbankahússins, börnin klifra á steinkubbunum á torginu.  Allt svo vinalegt og svo eins og það er vant að vera.

Skíðagöngumennirnir hafa örugglega átt dásamlegan dag upp á Breiðadalsheiði, þvi hér er a.m.k. 15°hiti og sól.

Fossavatnid1

En það voru þessir ungu menn sem áttu mína athygli, og það var gaman aðfylgjast með einlægum áhuga þeirra á vísindalegum tilraunum til að kveikja eld.

IMG_4403

Áhuginn leynir sér ekki.

IMG_4404

Eins og sjá má er þetta mjög áhugavert.

IMG_4406

Sá stóri hjálpar þeim minni. 

IMG_4408

Og hér sést svo punkturinn sem allt snýst um.  Og það tókst að kveikja eldinn, eins gott að amma var viðstödd.  Ekki í stéttinni heldur í þurrum blómstöngli.

IMG_4409

Svona var veðrið í dag, dásamlegt og hlýtt.

IMG_4410

Eins og þið sjáið þá er ekki mörg ský á himninum.  dýrðardrottins koppalogn eins og einn ágætur maður sagði, og það var ekki Jónas í hvalnum. 

Svo heyrði ég flott viðtal við Matthildi Helgadóttur um óbeislaða fegurð.  Matthildur er alveg sér á parti svo skemmtileg í svoleiðis viðtölum.

Og svo rétt í þessu hringdi einn sonur minn og spurði hvort við ætluðum að grilla, jamm sagði ég, megum við kaupa okkur grillmat og vera með ? Já auðvitað sagði mamma ánægð.  Og svo eru líka litlu ömmuenglarnir hér í nótt, svo það verður margt um manninn eins og venjulega. 


Bloggfærslur 28. apríl 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband