27.4.2007 | 20:12
Þrír kokkar.
Jamm ég fór létt úr út matseldinni í kvöld. Fékk til liðs við mig ekki minna er þrjá kokka.
Jamm það var nefnilega svoleiðis að stubburinn fékk uppskrift í skólanum sínum og vildi fá að elda. Hér eru þeir, einn les, einn kokkar og þriðji réttir þeim það sem við á að eta.
Og svo er bara að fá sér að borða.
Uppskriftin er svona;
Pasta með beikonosti og skinku.
Pasta
skinka
beikon
beikonostur
rjómi
kjötkraftur.
(gott aðhafa sveppi, lauk eða annað grænmeti)
Pastað soðið, beikonið steikt og skorið í bita, skinkan skorin í litla bita. Beikonið og skinkan sett í pott og grænmeti ef það er notað rjóma hellt yfir og beikonosturinn bræddur þar í. Bragðbætt með kjötkrafti og salti og pipar. Sósunni blandað saman við pastað og borðað með salati og grófu brauði.
Þetta var bara þvílíkt gott, og þeir sáu algjörlega um þetta sjálfir þessir piltar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.4.2007 | 17:14
Englar.
Í dag verður fjallað um engla. Þessir tveir ömmuenglar komu með flugvélinni í morgunn.
Júlíana Lind og Daníel. Hún er dugleg og góð stelpa og hann er rosalegur prakkari. Amma hvað heldurðu að ég hafi farið oft til skólastjórans spurði stýrið sporskur á svip. Þrisvar? sagði ég. Nei. Fimm sinnum ? spurði ég. Nei átta sinnum sagði hann og hló. Grallarapallarinn hennar ömmu sinnar.
Síðan fór ég í ungbarnasund. Þar voru margir litlir englar. Hér er litla fröken Evíta Cesil og komin strax með kavalér upp á arminn.
Og hér er hún stolt með pabba sínum, sem er ennþá stoltari ef það er hægt.
Aha að kyssast í sundi. Það er svo notalegt.
Pabbabros, og þarna er mamma líka og Tinna frænka.
Maður er nú svolitið smeyk við þetta allt saman. Þá er nú gott að vera hjá pabba sínum.
Fullt af elskulegum litlum englum hér.
Og með mömmu og pabba, það var bara dálítið óttalegt að fara í kaf eins og lítill andarungi.
Já þvílíkur mannauður í sundlauginni á Heilsugæslustöðinni á Ísafirði.
Og svona lagað fylgir litlum englum.
Hér voru svo aftur á móti stærri englar í stuði með Guði.
Æskan okkar að dimitera. Fallegir og lífsglaðir englar framtíðarinnar.
Hér er svo engill sem kom færandi hendi alla leið frá Kúpu. Hún gaf mér fræ þessi elska. Kom með þau alla leið frá Kúpu til að gefa mér. Þau eru sjaldgæf, sagði hún og ég hugsaði þessi fræ verður Ásthildur að fá.
Englarnir eru í öllu stærðum og gerðum.
Hér er svo Íslenski fáninn kominn upp til heiðurs Fossavatnsgöngunni. Blaktir við hún og minnir okkur á að við erum sjálfstæð þjóð. Sjálfstæð stolt þjóð sem viljum halda áfram að vera slík. Og með þeim mannauði og fallegu englum sem eru allt í kring um okkur, þá verður það létt mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 27. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar