Til hamingju Guðrún.

Var að sjá á BB að Guðrún Sigurðardóttir hefur verið ráðin Nýr stöðvarstjóri Rúv.  Ég var einmitt að vona að svo yrði.  Ég vil reyndar nota þetta tækifæri til að þakka Finnboga Hermannssyni fyrir að standa vaktina á RUV-Vest um langa hríð.  Hann er mjög fróður maður og kom oft með góða sýn á hin ýmsu mál.  Nú getur hann slakað á og farið í að dunda sér við að setja niður kartöflur og grænmeti, gert upp gamla bíla og allt það sem varð að sitja á hakanum í fréttastarfinu.

Gudrun Sigurdardottir

Guðrún finnst mér alveg frábær manneskja og vel að þessu starfi komin.  Ég er viss um að útvarp vestfirðir eru þar í góðum höndum.  Hún er jákvæð og hugmyndarík, vakandi í því sem hún er að gera.

Það sem mér finnst flottast í þessu öllu er að það var ráðin í þetta starf okkar kona, ísfirðingur sem er inn í sálinni hér á Vestfjörðum og veit hvar hjartað slær.  Velkominn til starfa Guðrún mín og farnist þér vel í starfi.

Sóli skín í dag, og það var líka hellirigning, svo nú finnst manni vorið vera komið.  Ég var líka að gera starfslokasamning við Ísafjarðarbæ, þar sem verið er að leggja starfið mitt niður.  Ólíkt Guðrúnu sem er að taka við nýju starfi, þá er ég að leggja lokahönd á mitt.  Ég mun þó ekki hverfa af vettvangi, því ég mun áfram hugsa um grænu svæðin hér bara á annan hátt.  Ásel hefur gert verktakasamning við bæinn um umsjón með svæðunum.  Og ég mun gera mitt til að halda þeim í viðunandi horfi. 

Mér er þetta mjög kært, því ég hef byggt þau flest upp af eigin rammleik.  Oft með átaki og svokallaðri "frekju" sérstaklega fyrst í stað.  Með bilað bak eftir mikið puð fyrstu árin.  Svona er þetta bara.  Nýjir menn taka við með ný sjónarmið.  En ég mun halda áfram að reyna að passa upp á svæðin eins og ég get.  Sérstaklega mun ég reyna að verja Austurvöll, þann merkilega garð, sem er systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík.  Við erum svo rík að eiga fjóra skipulagða skrúðgarða í bæjarfélaginu, Skrúð, Jónsgarð, Simsonsgarð og Austurvöll.  Sá yngsti hálfrar aldar gamall, þetta er mjög sérstakt í einu bæjarfélagi.  Og ómæld forréttindi fyrir okkur hér.  Þetta ber að vernda með öllum hætti.

   Ég mun örugglega ræða meira um störf mín í bæjarfélaginu.  En ég byrjaði sem umsjónarmaður opinna svæða 1978, og hef unnið með smá hléum fram á þennan dag.  Byrjaði reyndar að vinna hjá bænum á skrifstofunni 1966, þannig að ég er sennilega elsti starfsmaðurinn þar.  Fór í Garðyrkjuskóla ríkisins árin 1987 -8 og var gerð að garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar upp frá því.  Núna frá og með 1. maí hins vegar ætla ráðamenn að leggja starfið mitt niður.  En gera verktakasamning við Ásel eins og áður sagði. Það voru ekki mörg græn svæði þegar ég tók við.  Og Skrúðgarðar bæjarins í algörri niðurníðslu.  Ég þurfti að leita að þeim beðum sem voru til staðar í görðunum tveimur Jónsgarði og Austurvelli.  En ég hef alltaf haldið þeim í sem upprunalegustu mynd.  Sá sem teknaði upp Austurvöll var Jón H. Björnsson sá mæti landslagsarkitekt, og ég veit að hann er mjög ánægður með hve viðhaldi garðsins hefur verið haldið sem upprunalegustu, og þeim gróðri sem þar var.

En nú þarf ég að þjóta ég skrifa ef til vill meira um þessi mál síðar. 

 IMG_1455


Bloggfærslur 25. apríl 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband