Leikur í skýjum á þessum dýrðardegi.

IMG_4179 

Það er stundum fallegt að sjá hvernig sólin leikur sér við skýin á kvöldin. 

 

IMG_4180

Maður fyllist lotningu yfir þeirri fegurð.

IMG_4181

Og enginn mynd er eins.  Listaverk almættisins í allri sinni dýrð.

IMG_4182

Endalaus listaverk, aldrei aldrei eins.

IMG_4183

Hvaða listaverkasalur bíður upp á slíkt ?  Og hvaða listagallerí jafnast á við þetta ?


Ég og Frjálslyndi flokkurinn.

  Ég hef verið að rifja upp af hverju ég tók þátt í uppbyggingu Frjáslynda flokksins. 

Ég hafði svo sem heyrt ávæning um að það væri verið að setja nýjan flokk á koppinn, en veitti því ekki nánari athygli.  Ég var á þeim tíma í forsvari fyrir Skíðavikuna á Ísafirði, og var að á kafi í vinnu.  Ég var upp á skíðasvæði einu sinni sem oftar, þegar Halldór Hermannsson kom til mín og spurði mig hvort ég vildi ekki koma og taka þátt með þeim.  Bretta upp ermar og taka slaginn með þeim bræðrum.

Kall4reglugerdÉg hafði þá verið “landlaus” um hríð, hafði alltaf kosið Sjáfstæðisflokkinn en gat það ekki lengur af réttlætissjónarmiðum.  Hafði spurst fyrir hjá hinum flokkunum í kosningum og verið fátt um svör  hjá flestum. 

Þegar ég fór að vinna með þessu ágæta fólki og skoða málefnin þá fannst mér þetta vera einmitt það sem ég hafði verið að leita að. Um þetta leyti kom Guðjón Arnar í flokkinn og fleiri góðir menn voru þarna sem ég þekkti vel, öðlingar eins og  Pétur Bjarnason þáverandi fræðslustjóri Vestfjarða.  Þarna var Margrét Sverrisdóttir og faðir hennar Sverrir.  Það svall í okkur öllum eldmóður réttlætisins. 

post-6389-1132924550Það var gaman að upplifa fyrsta Landsþingið og vinna að framboði við fengum tvo menn inn á þing, það var reyndar Guðjón Arnar sem dró Sverri Hermannsson inn á þing.  En sigurin var sætur, þar sem okkur hafði ekki verið spáð byrlega.  Við höfum reyndar mátt sæta því alla tíð síðan að fá hraklegar spár úr skoðanakönnunum.  En fólki mitt hefur aldrei látið það á sig fá.   Kall2reglugerdInn í flokkinn komu svo fljótlega ungir menn sem voru að koma heim frá námi.  Þeir höfðu leitað innan flokkaflórunnar og sáu að þarna var tækifæri til að láta til sín taka og byggja upp ferskan og góðan flokk.  Það voru allskonar spekulasjónir um hvaða stefnu við ættum að taka, og það var gaman að vinna upp málefnahandbókina.  Bændur fengu þann kross að fara yfir landbúnaðarmálin, sjómennirnir og skipstjórarnir ræddu kvótakerfið og hvernig væri best að meðhöndla það.  Guðjón varað strax í upphafi við hvað myndi gerast og allt sem hann sagði hefur staðið eins og stafur á bók.  Öll varnaðarorðin komið fram. GudniLand 

Það er gaman að starfa í litlum flokki  þar sem hver og einn skiptir máli, og hefur sitt að segja.  Það er gaman að byggja upp slíkan flokk.  Því miður hefur alltaf verið einhver afföll, menn yfirgefið flokkinn, ég held vegna þess að þau voru frekar að hugsa um persónulegan frama eða sitt eigið sjálf en ekki fólkið og þjóðina.  Það besta er samt að fólkið sem myndar kjarnann er allt til staðar ennþá í flokknum.  Allt það góða fólk sem hefur lagt mikið á sig til að gera veg flokksins sem mestan.  Fólki sem hugsar um framtíðina og hag almennings en ekki bara sinn eigin frama. 

Broskelling  Nú höfum við þurft að liggja undir leiðinda áróðri og rógi um rasisma, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.  Fyrstu árin var reynt að þaga okkur í hel, tala ekki um flokkinn, og gleyma honum eins og hægt var.  Þegar það gengur ekki lengur, er reynt að koma á hann ljótum stimpli.Við munum lifa þetta af eins og annað.  Af því að málefnin eru góð, vel ígrunduð og manneskjuleg.  Ég sé eftir Margréti úr flokknum, ég held að henni hefði farnast betur innan okkar raða.  En hún ákvað að fara þessa leið og það er nú einu sinni í okkar anda að menn hafi frelsi til að þiggja eða hafna.    Fólkið í flokknum mínum er misjafnt eins og gengur, sumir eru ef til vill klaufalegir við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  En kjarninn og uppistaðan í flokknum er heilsteypur hópur sem hefur staðið af sér alla brotsjóa hingað til.  Ég er stolt af mínum mönnum.  Og ég er viss um að þegar talið verður upp úr kössunum 12. maí þá mun koma í ljós að við höfum hljómgrunn meðal þjóðarinnar.

toppur_vinstri Annað sem ég vil minnast á er  að hér á Ísafirði fórum við í samstarf með Í – listanum, það er samstarf með Vinstri grænum og Samfylkingunni.  Þetta samstarf var og er enn aldeilis frábært og góður andi.  Ég vona að við höldum áfram því góða samstarfi, því við eigum miklu meira sameiginlegt en það sem sundrar.  Við verðum að fara að hugsa öðruvísi, ekki bara um vinsældir og okkar eigin rass.  Heldur um hvað hægt er að gera með samvinnu og samstöðu.  Við þurfum að hugsa um alla sem eru í samfélaginu okkar og sérstaklega þá sem minna mega sín, þeir eru fleiri en margir vilja vera láta.  En fyrst og fremst þurfum við að huga að framtíð barnanna okkar.  Það er ekki skemmtileg framtíðarsýn ef núverandi ráðamenn verða búnir að ráðstafa auðlindum okkar til peningafurstanna,  eins og mér  sýnist hugur þeirra standa til.  Einkavæða og selja samanber bankana, símann og bráðum ríkisútvarpið, í sjónmáli eru svo Landsvirkjun og fiskurinn í sjónum. 

Er það sú framtíðarsýn sem við viljum sjá?

   Ég veit að fullt af fólki gengur um með leppa fyrir augunum.  Allt er svo gott og flott og allt yrði alveg hræðilegt ef vinstrimenn kæmust hér að.   Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega eða barnaskapur ?Eru svokallaðir vinstri menn öðruvísi menn en hægrimenn ? Ung kona sem er öryrki í dag sagði við mig;  það er talað um að herða sultarólina, okkar sultaról er strengd á síðasta gati.  Við getum ekki meir.  Uppreisn gamla fólksins segir líka sína sögu. Hagræðing ? hvað er það ? Að mínu áliti er það fallegt orð yfir arðrán.  Um leið og þú hagræðir einhverstaðar þá skerðir þú annarstaðar, svona eins og Eins dauði er annars brauð.  Hvar er til dæmis hagræðingin í sjávarútvegi.  Skuldir sjávarútvegsins eru gífurlegar, og aukast sífellt, hvenær kemur að skuldadögum þar.  Og hvar standa bankarnir þá ? Þegar ekkert verður eftir til að taka veð í ?Og ekki nóg með það að greifarnir fari út úr sjávarútveginum með peningana sína, og eftir sitji menn með skuldirnar, heldur hefur skapast það ástand í sjávarbyggðum að fólk getur hvorki lifað eða dáið, situr í verðlausum húsum.  Það fær ekki einu sinni lán út á húsin sín, af því þau eru ekki á stórReykjavíkursvæðinu.  Byggðirnar eru að blæða út vegna þess að þær eru sveltar.   Úff Ásthildur ! Ég verð alltaf reið þegar ég hugsa um þessi mál.  Kall1reglugerdÞað er ekki þjóðhagslega hagkvæmt.  Það er heldur ekki þjóðhagslega hagkvæmt að flytja okkur landsbyggðalýðin á mölina í gettó í Breiðholtinu, eða upp við Rauðavatn.  Eins og Jón Sigurðsson hefur lagt til og margir styðja.  Það sem er hagkvæmt fyrir þjóðina er að gefa henni sem mest frjálsræði, losa um kverkatak greifanna á óveiddum fiski í sjónum.  Og losa um kverkatak á bændum og leyfa fólki að bjarga sér á þann hátt sem það best kann.  Það er hægt að stýra aðgangi að auðlindunum með skynsamlegum hætti, án þess að hlekkja fólki í landinu í þrældóm.  Það er líf eftir þessa ríkisstjórn.  Það er hægt að gera betur.  Og það er komin tími til að við þorum að gera það.  Þorum að breyta til.   Að þora er allt sem þarf.

Bloggfærslur 23. apríl 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband