23.4.2007 | 20:36
Leikur í skýjum á þessum dýrðardegi.
Það er stundum fallegt að sjá hvernig sólin leikur sér við skýin á kvöldin.
Maður fyllist lotningu yfir þeirri fegurð.
Og enginn mynd er eins. Listaverk almættisins í allri sinni dýrð.
Endalaus listaverk, aldrei aldrei eins.
Hvaða listaverkasalur bíður upp á slíkt ? Og hvaða listagallerí jafnast á við þetta ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.4.2007 | 13:30
Ég og Frjálslyndi flokkurinn.
Ég hafði svo sem heyrt ávæning um að það væri verið að setja nýjan flokk á koppinn, en veitti því ekki nánari athygli. Ég var á þeim tíma í forsvari fyrir Skíðavikuna á Ísafirði, og var að á kafi í vinnu. Ég var upp á skíðasvæði einu sinni sem oftar, þegar Halldór Hermannsson kom til mín og spurði mig hvort ég vildi ekki koma og taka þátt með þeim. Bretta upp ermar og taka slaginn með þeim bræðrum.

Þegar ég fór að vinna með þessu ágæta fólki og skoða málefnin þá fannst mér þetta vera einmitt það sem ég hafði verið að leita að. Um þetta leyti kom Guðjón Arnar í flokkinn og fleiri góðir menn voru þarna sem ég þekkti vel, öðlingar eins og Pétur Bjarnason þáverandi fræðslustjóri Vestfjarða. Þarna var Margrét Sverrisdóttir og faðir hennar Sverrir. Það svall í okkur öllum eldmóður réttlætisins.



Það er gaman að starfa í litlum flokki þar sem hver og einn skiptir máli, og hefur sitt að segja. Það er gaman að byggja upp slíkan flokk. Því miður hefur alltaf verið einhver afföll, menn yfirgefið flokkinn, ég held vegna þess að þau voru frekar að hugsa um persónulegan frama eða sitt eigið sjálf en ekki fólkið og þjóðina. Það besta er samt að fólkið sem myndar kjarnann er allt til staðar ennþá í flokknum. Allt það góða fólk sem hefur lagt mikið á sig til að gera veg flokksins sem mestan. Fólki sem hugsar um framtíðina og hag almennings en ekki bara sinn eigin frama.


Er það sú framtíðarsýn sem við viljum sjá?
Ég veit að fullt af fólki gengur um með leppa fyrir augunum. Allt er svo gott og flott og allt yrði alveg hræðilegt ef vinstrimenn kæmust hér að. Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega eða barnaskapur ?Eru svokallaðir vinstri menn öðruvísi menn en hægrimenn ? Ung kona sem er öryrki í dag sagði við mig; það er talað um að herða sultarólina, okkar sultaról er strengd á síðasta gati. Við getum ekki meir. Uppreisn gamla fólksins segir líka sína sögu. Hagræðing ? hvað er það ? Að mínu áliti er það fallegt orð yfir arðrán. Um leið og þú hagræðir einhverstaðar þá skerðir þú annarstaðar, svona eins og Eins dauði er annars brauð. Hvar er til dæmis hagræðingin í sjávarútvegi. Skuldir sjávarútvegsins eru gífurlegar, og aukast sífellt, hvenær kemur að skuldadögum þar. Og hvar standa bankarnir þá ? Þegar ekkert verður eftir til að taka veð í ?Og ekki nóg með það að greifarnir fari út úr sjávarútveginum með peningana sína, og eftir sitji menn með skuldirnar, heldur hefur skapast það ástand í sjávarbyggðum að fólk getur hvorki lifað eða dáið, situr í verðlausum húsum. Það fær ekki einu sinni lán út á húsin sín, af því þau eru ekki á stórReykjavíkursvæðinu. Byggðirnar eru að blæða út vegna þess að þær eru sveltar. Úff Ásthildur ! Ég verð alltaf reið þegar ég hugsa um þessi mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggfærslur 23. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar