21.4.2007 | 17:13
Skoðanakannanir.
Ég er farin að hafa þá ískyggilegu tilfinningu að við höfum fundið upp hjólið, fundið hina einu og sönnu aðferð til að ráða yfir þjóðinni. Einhverjir, ekki endilega stjórnmálamennirnir heldur þeir sem gera skoðanakannanir eða kaupa þær.
Það er farið að gera skoðanakannanir á öllu mögulegu og ómögulegu, það voru a.m.k. þrjár slíkar í hádegisfréttum. Og þeim var meira að segja skipt niður í ekki bara karla og konur heldur líka flokka og karla og konur í viðkomandi flokkum. Hvað á þetta skoðanakannanafargan eiginlega að ganga langt ?
Víst geta skoðanakannanir verið skoðanamyndandi, sérstaklega fyrir fáfrótt fólk sem bara fylgir næsta manni. Og svona endalausar kannanir um allt mögulegt, lögregluher, matarverð, hvort grasið sé grænna hér eða þar, eða hvort manni líki við skattkerfið eru að mínu mati komnar algjörlega út fyrir öll velsæmismörk.
Mér líður eins og við séum mötuð á upplýsingum sem eiga að koma okkur öllum á sömu skoðun á hinum ýmsu málum. Hvenær kemur könnun um hvenær við fötum í rúmið, hversu oft við höfum kynmök við makan, eða bara hversu oft við förum í bað ? Síðan er þessu safnað saman, til að fyrirtæki geti vita hvað þau eigi að framleiða mikið af sjampói eða getnaðarvörnum ? Þjóðfélagið er hreint út sagt vaðandi í þessum endalausu könnunum.
Og hvað er lagt til grundvallar, við vitum að það er hægt að fá allskonar útkomur úr skoðanakönnunum, allt eftir því hvernig er spurt. Eins og til dæmis þessi; hvaða flokk myndir þú kjósa ef þú kýst ekki Sjálfstæðisflokkinn?
Við vitum að sumir stjórnmálaflokkar kaupa sér skoðanakannanir, og þá eru þær kannanir miðaðar við útkomu sem hugnast viðkomandi flokki. Þ.e. þeir sem á annað borð hafa efni á slíku. Hvenær byrja kannanir um drykkjusiði okka, hvaða drykk myndir þú kaupa ef þú keyptir ekki Kók ?
Við búum í mötunarsamfélagi. Við erum á hverjum degi mötuð á allskonar upplýsingum um hvernig við eigum að haga okkur og hvað við eigum að gera. Þeir sem ekki vilja dansa með, eru taldir einstrenginslegir og afturhaldsseggir. Það þurfa allir að dansa í takt, hvert svo sem dansinn dregur okkur. Ekki hugsa of mikið sjálf/ur, það hentar ekki þeim sem vilja stjórna. Dansandi stefnulaus þjóð er óskaþjóð neyslusamfélagsins, svo það sé hægt að draga okkur á asnaeyrunum endalaust telja okkur trú um að þetta sé það besta fyrir okkur. Og það sé óþarfi að breyta neinu, því við séum hamingjusamasta þjóð heims, og hér sé allt í sem mestum blóma og sóma.
Ef einhver mjóróma rödd bendir á að það sé nú einhver fátækt til, eða fólk sem ekki hefur það eins gott og aðrir, þá er það bara píp í afturhaldsseggjum. Enginn hefur það eins gott og hinn íslenski almúgamaður. Og allir græða. Bankarnir, tryggingarfyrirtækin, verslanirnar, sægreifarnir stjórnmálamennirnir engar áhyggjur þarf að hafa þar. Samt læðist að manni sá grunur að þegar einn græðir þá hlýtur einhver annar að tapa. Það er ekki hægt til lengdar að allir hver og einn einasti græði. Einhverjir hljóta að þurfa að borga fyrir herleg heitin. Það skyldi þó aldrei vera að breiðu bökin í okkar ríka góðærisþjóðfélagi væru einmitt þeir sem minnstan þátt eiga í þessu velferðarþjóðfélagi. Og síðan og ekki síst reikningurinn sendur inn í framtíðina, til barnanna okkar og barnabarnanna. Þau munu fæðast sem þrælar neyslu og bruðls okkar sjálfra.
Þjóðólfur Greipsson, fæddur 3. apríl 2020, hann fær við fæðinguna, sendan reikning frá forfeðrum sínum upp á 50 milljónir, sem hann þarf að hafa greitt upp fyrir 40 ára aldur. Hann fær númerið 1313 þræll númer 150630.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.4.2007 | 11:24
Dagurinn í dag.
Dagurinn í dag er svolítið úfin og æstur. Ég held að hann spái líka meira roki seinna í dag.
Veðrið hefur mikil áhrif á okkur allavega mig. Þegar sólin skín verður maður einhvernveginn svo léttur í lund og bjartsýnn, en þegar dimmt er og drungi yfir öllu verður maður ósjálfrátt orkulaus. Grenjandi rigning getur haft mjög góð áhrif á mann ef það er hlýtt. Veðrið í dag er svo sem ágætis vorveður, ef maður er að hugsa um gróðurinn. Það er alltaf betra fyrir hann ef smá úrkoma er með næðingnum. Þurr vindur er það versta fyrir plöntur og tré, það þurrkar upp vatnsbúskapin í plöntunni og kallar fram kal.
En þetta veður er svo sem allt í lagi, því ég ætla upp í gróðurhús að vinna. Nú er ég að huga að kryddplöntunum. Salvíu, Fáfnisgrasi rosmarin og slíku. Ég er líka að hugsa um að sá blómkáli grænkáli og öðrum káltegundum. Það er ennþá of snemmt að sá fyrir saladinu. Þetta þarf allt að vera útspekulerað, svo það sé tilbúið á réttum tíma.
En ég vona að þið eigi öll góðan laugardag og ennþá betri sunnudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 21. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar