16.4.2007 | 22:45
Olíuhreinsunarstöð ... og vísa til BNA fyrir innflytjanda.
Strákurinn minn frá El Salvador hefur búið hér í 6 ár. Hann á hér kærustu og tvö börn, og hefur tekið að sér með kærustunni tvö önnur, sem sé fjögurra barna faðir. Hann á hús og er í góðri vinnu. Honum var boðið til Bandaríkjanna í vor, af fyrrverandi atvinnurekanda sem ætlaði að fá hann með sér í smá business. Nema hvað, hann fór suður fyrir skemmstu til að reyna að fá Visa til Bandaríkjanna. En ónei, hann gat ekki fengið neitt slíkt, því hann er .... bara hvergi. Hann er ekki neitt. Hann er ÞETTA FÓLK eins og konan sagði í fréttunum í kvöld. Nema bara að hann er það á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar en ekki í boði Frjálslynda flokksins. Samt hefur hann búið hér og starfað í 6 ár..... Persona non grada. Er þetta hægt Matthías ? Spyr sú sem ekki veit.
Jamm enginn mun hneykslast á þessu, af því að það eru ekki réttu aðilarnir sem þar eiga sök. Eða er ef til vill bara hægt að hengja bakara fyrir smið. Er ekki einhversstaðar í öllu systeminu hægt að kenna Frjalslynda flokknum um þetta ? Þeir eru jú sökudólgarnir með stóru ESSI NOT ?
Svo er annað. Þýskur vinur minn sem hefur mikið unnið að orkusparandi húsnæði ásamt sinni ektakvinnu sem er arkitekt, sagði við mig. Þið hér á Íslandi eruð algjörlega háð olíu. Ha sagði ég, við erum með allt heita vatnið og vatnsorkuna.
Já sagði hann, en hér myndi ekki einu sinni þrífast álver ef það væri ekki olía. Hingað kæmu enginn skip, engar flugvélar og þið væruð algjörlega skorin frá öllu ef það væri ekki olía.
Vá hugsaði ég. Öll þessi umhverfisvæna orka sem við höfum og við erum alveg stökk ef olía er ekki fyrir hendi. Og nákvæmlega það er eins og hann sagði. Ef það væri ekki olía, þá myndi ekki berast hingað skip með hráefni, við myndum ekki koma afurðunum frá okkur, og við gætum ekki gert út á fisk. Hvar værum við stödd þá. Og hversu mikils virði er þá öll orkan okkar hreina og .... ódýra.. ef við hefðum ekki menguðu olíuna til að bera okkur allt sem við þurfum við að eta ? Þegar stórt er spurt .... þá verður stundum lítið um svör.
En þetta er allt í lagi með mig. Pirringurinn er ennþá oní tjörninni vafinn inn í laufblaðið. Bara svona hugleiðingar vegna frétta um vestfirska olíuhreinsunarstöð og mengunina sem af henni verður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.4.2007 | 13:09
Með sól í sinni.
Ég settist í hádeginu fram í garðskálann minn. Í dag er fallegt veður og sólskin. Það glampaði á sólina í tjörninni, og niðurinn frá styttunni í vatninu er róandi, sakúrakirsuberjatréð brosti til mín.
Ég hugsaði um reiðina, óréttlætið og sannleikann. Og ég fann hvernig tilfinningarótið hjaðnaði niður. Ég er of andlega sinnuð manneskja til að láta aðra hafa svona áhrif á sálina í mér. Ég á að vita að maður á aldrei að taka inn á sig það sem aðrir hugsa og gera. Það má ekki láta einhverjar krækjur slæmra hugsana festast í sér. Það leysir engan vanda og hjálpar engum heldur. Ég ætla ekki að sitja uppi með karma eða slitrur af tilfinningum annara.
Ég ætla að fela almættinu að bera þessar byrðar fyrir mig. Ég pakkaði reiðinni saman og setti hana í stórt laufblað, batt utan um hana og renndi henni ofan í tjörnina. Það er alveg öruggt að ég á eftir að þjóta upp aftur, en þá er bara að taka á honum stóra sínum.
Maður verður fyrst og fremst að vera sjálfum sér næstur, við ráðum ekki hvernig aðrir haga sínu lífi, almættið gaf okkur frjálsan vilja, og réttinn til að nota hann. Það er svo í okkar valdi hvort við vinnum á jákvæðan hátt eða neikvæðan. Það er alveg rétt sem Ingibjörg sagði á blogginu sínu, við löðum að okkur það sem við hugsum um. Ég vil hafa fallegar góðar hugsanir í kring um mig. Vil heyra uppbyggileg orð og kærleika. Það veitir mér gleði.
Hvað er betra en fallegt veður, glatt hjarta og góðar hugsanir ? Er það ekki toppurinn á tilverunni, og svo þar að auki að eiga alla þessa frábæru vini, bæði hér hjá mér, og svo ykkur sem hér komið við og segið svo margt fallegt. Ég er rík kona.
Óður til eiginmanns.
Er ég horfi inn í augun þín,
undur blíð þau eru ástin mín.
Þú þolinmóður þraukar mömmu hjá.
Þekkir alla galla til og frá.
Við lifað höfum saman langa tíð.
í ljúfri sælu, stundum var þó stríð.
Þú vissir að börn og bú var ekki allt.
En leyfðir mér að lifa þúsund falt.
Því ég vil lifa lifa lifa
lífinu lifandi.
Ég elska þig og einnig börnin mín
og innst inni þá er ég bara þín.
En geysimargt samt glepur huga minn,
og Guð einn veit hvað verður næsta sinn.
Og þar með er ég rokin út í hið yndislega veður, glöð í hjarta og í miklu betra skapi. Eigiði góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 16. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar