15.4.2007 | 22:10
Hvenær linnir ofbeldinu ?
Jamm Egill Helgason hann gerir það ekki endasleppt við Frjálslynda flokkinn. Þetta er ákaflega athyglivert af "hlutlausum" þáttastjórnanda. Var að hlusta á Silfrið í dag. Þarna fær hann til liðs við sig fólk sem eru yfirlýstir hatursmenn Frjálslynda flokksins, hafa ekki farið dult með illan hug sinn til þess flokks. Ræðir fram og til baka og svo................................................... auðvitað kemur að uppáhalds umræðuefninu sínu Frjálslyndum og innflytjenda umræðunni. http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=31652&ProgType=2001&ItemID=28565&progCItems=1
þar er vitanlega allt skrumskælt og flokkurinn níddur niður án þess að þar sé nokkur til að bera af sér ósóman. Mér þætti gaman að vita hvernig aðrir myndu bregðast við slíku ofbeldi ? Vill einhver lenda í svona einelti af manni sem telur sig vera gúrú þáttastjórnenda í íslensku sjónvarpi. Ég er viss um að ef fólk setti sig í þau spor okkar, þá sjá menn þvílíkt ofbeldi hér er á ferðinni.
Í gær birtust þrjár góðar greinar í Morgunblaðinu frá Frjálslyndum um málefni innflytjenda, ein frá Guðjóni Arnari, sem er giftur konu frá Póllandi um 20 ára skeið, önnur frá Lýð Árnasyni lækni og svo frá Kristni H. Gunnarssyni, þar sem þeir taka sitt hvorn pól í hæðina um innflytjendur. Ég hvet sannleikselskandi fólk og aðra sem vilja berjast gegn einelti, að lesa þessar greinar og spyrja sig, hvort við eigum skilda þessa meðferð í fjölmiðlum án þess að fá hönd við reist. Sérstaklega fannst mér áhugaverður hæðnishlátur fyrrum félaga okkar Margrétar yfir skítnum í ummælum viðmælendanna, sem reyndar höfðu valtað yfir hana sjálfa á allann hátt og sýnt henni megnan dónaskap, svo eftir var tekið.
Þetta er konan sem tók undir hvert orð í vitna viðurvist, við Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson á sínum tíma eftir viðtöl við þá í Silfrinu og bréfi Jóns Magnússonar, hver fyrirsögn setti allt á annan endann, þ.e. áður en flokkurinn fór að fara upp í skoðanakönnunum.
Mig grunar að hún hafi hugsað sem svo að nú gæti hún tekið við. Ótrúlega ómerkileg framkoma við samstarfsmenn sína. Og reyndar hefur hún sýnt ótrúlega ómerkilegan karakter undanfarið. Ég bjóst aldrei við þessu af henni, sem ég leit mjög upp til og taldi vera framtíðarforingja flokksins. En svo bregast krosstré sem önnur.
Hún mun að öllum líkindum uppskera eins og hún hefur sáð til. Sneri baki við fólkinu sem trúði á hana og vildi henni vel. Þegar það sama fólk vildi leiðbeina henni og gefa góð ráð, þá var snúið við þeim bakinu með hroka. Vinir mínir úr öðrum flokkum hafa boðið mér svo mikið, sagði hún.
Enda sé ég núna á listunum sem hafa komið í ljós að við vorum aldrei nógu góð fyrir Margréti, við vorum bara almúgafólk sem vildum vinna fyrir almenning í þessu landi. Nú er hún í hópi selebritís, glæsifólkinu og fræga fólkinu. Þar á mín heima. Og það er hennar réttur.
Hún getur alveg róið á mið fallega og fræga fólksins, við hin ætlum að halda áfram að ræða við almúgan í landinu, sem er ekki frægt og flott heldur bara jónar og gunnur þessa lands, bæði þau íslensku og þá sem eru af erlendu bergi eru brotnir og hafa komið hingað til okkar,og eiga fullann rétt á að fá þá þjónustu og aðbúnað sem þeim ber. Þar erum við á heimavelli og erum stolt af því.
Og okkar rödd mun hljóma, og við munum halda áfram að berjast fyrir því að því fólki sem hingað kemur verði tryggður sá aðbúnaður og þær mótttökur sem þau eiga skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2007 | 20:38
Óbeisluð enn og aftur.
Var að koma af fundi með forsvarsmönnum óbeislaðrar fegurður og samkeppendum mínum. Það var mikið hlegið, og mikið gaman. Þarna verða heilmikil skemmtiatriði, leikþáttur eða tveir, söngur, glens og gaman. Og svo er Dóri kynnir, Halldór Jónsson, hann er með skemmtilegri mönnum. Svo eigum við að sýna................................................ nei ég má ekki segja meira hehehehe.... sumt er einfaldlega leyndarmál.
En þarna verður flottur matur og skemmtun fyrir aðeins 3.800 kall, þar er skid og ingenting. Ég held samt að menn verði að fara að panta sér miða, því það er heilmikil eftirspurn skilst mér.
Ég er að hugsa hvort ég eigi að koma fram svona ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.4.2007 | 02:15
Ánægjulegt kvöld.
Átti frábært kvöld með vinum mínum. Áhugaverðar umræður um málefni innflytjenda þar sem þau hafa hug á að flytja til Íslands, en þessi ágæta vinkona mín sem er virtur arkitekt í Þýskalandi fékk viðvörun frá þýskri konu hér, sem sagði henni að "diploma" svo sem eins og arkitekt fengist ekki viðurkennt hér á landi fyrir útlendinga. Það er nefnilega svo að útlendingar sem vilja koma hingað fá ekki viðurkennda menntun sína. Skrýtið, ég sem var farin að halda að það væru bara við í xF sem værum rasistar.
En ég ætla ekki að vera með kaldhæðni. Ég bauð vinum mínum upp á grafin lax í forrétt, svo var hangilæri með uppstúf grænum baunum og rauðkáli, sem var vel þegið, og ís í eftirrétt.
Börnin nutu sín í heita pottinum, meðan við fullorðna fólkið brögðuðum á hangiketinu.
Páskaunginn lét líka stóra rullu, þar sem Britt hin þýska er dýravinur hinn mesti.
Þarna er mamma hennar og bróðir að hlú að páskaunganum sem er eins og vera ber lítill ungi.
Smá skýjamynd á þessu yndislega degi.
Stubburinn er boðinn í heimsókn í endaðan júlí, og þau vilja svo taka hann með sér, þegar þau koma aftur í byrjun ágúst. Veit ekki hvort ég þori að senda hanna svona aleinan út. En það er ef til vill hægt að kaupa gæslu fyrir svona stubb. Hann hefur komið heim til þeirra og þekkir til, svoleiðis að það er í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 15. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar