Fundur XF, gestir og barnabros.

Ég var að koma af frábærum fundi á Hótel Ísafirði. Opin fundur hjá Frálslynda flokknum.  Þar voru Kristinn H. Gunnarsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Guðmundur Hagalínsson framsögumenn.  milli 40 og 50 manns mættu á fundinn og var spurt um margt.  Þarna voru mest rædd sjávarútvegsmál, þar sem Guðjón útskýrði hvernig frjálslyndir ætla að snúa ofan af núverandi kerfi, án þess að kollsteypa hér öllu.  Kristinn talaði um innflytjendamálin á mjög skilmerkilegan hátt og hina ýmsu annmarka sem eru á þeim málum nú þegar hjá ríkisstjórninni.  Afskaplega fróðlegt erindi.  Og svo talaði Guðmundur um tryggingamál og aðbúnað öryrkja og aldraðra.  Hann hefur reynslu af því hvernig búið er að þessu fólki í dag, og það voru sláandi dæmi sem hann kom með.  Það var mikil stemning og góð stemning á fundinum.  Ég var óvænt beðin um að vera fundarstjóri, sem formaður kjördæmaráðs, og sagði auðvitað strax bara já.  Og held að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel hehehe...

Veðrið hér er svolítið vill, rok en sól. 

Svo er ég að fara að undirbúa kvöldmat.  Ég er búin að bjóða þýskum vinum mínum í mat, ætla að gefa þeim hangiket og uppstúf með grænum baunum.  Þau elska lambakjöt, en ég er ekki viss um að þau hafi mikið fengið að smakka það reykt.  Við ætlum að eiga ánægjulega stund hér í kúlunni, og nú er heitt í garðskálanum, þar sem sólin hefur hitað hann upp og hægt er að loka vindinn úti.  Þess hefur þó ekki gerst þörf, og allt galopið út úr dyrum, því hér er hlýtt og notalegt þrátt fyrir vindinn.

Svo að lokum sonur minn og tendadóttir komu hér við í hádeginu með litlu Cesil mína, hún hefur stækkað heil ósköp og komin uppfyrir meðalþyngd barns sem fætt er á réttum tíma, en þessi elska kom auðvitað mánuði fyrir tímann.

IMG_4071 Svona fallegt bros fékk hún amma Heart


Leit að orðum. Til gamans.

Eg dundaði mér einhverntímann að gera svona vísur þar sem allar ljóðlínur vísa á sama orðið í mismunandi merkingu.Þetta er ef til vill alveg óhæft og ef til vill of erfitt, því mörg orðin eru ekki notuð lengur, eða gleymd.  Ég á nokkur fleiri erindi.  En það væri gaman ef einhver gæti fundi út hvað hér er átt við.  Ef menn hafa ekkert annað við tímann að gera þ.e.a.s. 

Víst er notað um vitlausan mann.

Með varpi segir sögu trega. 

Með snúningi ég sigur vann.

Svo má hlusta á notalega.

  

 

Aldinni á irpunafn.

Að vera á er mikils virði.

Er sem algjört fenjasafn.

Og afskaplega þung er byrði.

 0

Hérna hanga fiskar tveir.

Hákarls- líka beitu veiðin.

Þar í æðstu sælu komsat þeir.

Og þunn er matarsneiðin.

0.

Bæti hér við einni léttari.

0

Á því eflaust fórstu flatt.

Fá henni drukkið getur.

Flís úr timbri fínu datt.

Í ferð á sjó ei gengur betur.

 Einhver ?

IMG_4133


Bloggfærslur 14. apríl 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband