Vor í kúlunni og Brandur fær fisk.

Jamm nú eru Sakúrakirsuberin farin að blómstra og reyndar rósamandlan líka auk kamillufrúarinnar kirsuberin knúppa og perutréð er alsett knúppum líka.

 vor í kúlu Sakúrakirsuberin.

IMG_4049 Camilían mín skartar sínu fegursta núna.

IMG_4050 Ef vel er að gáð má sjá knúppana á perutrénu.

Svo var fiskur í soðið og Brandur er alveg vitlaus í ýsu. 

Brandur Nammi namm segir hann og teygir sig í fiskinn. 


Fyndni og öfugmæli.

Bloggað úr Blaðinu í dag.

 

Þrír menn sátu í saunaklefa.

Ég er algjörlega sniðgenginn í vinnunni, sagði miðaldra hvíti karlmaðurinn.  Ég er alltaf neðstur í röðinni, og um daginn var kona sem var nýbyrjuð að vinna í fyrirtækinu ráðin yfirmaður minn.

 

Já sagði íþróttahetjan.  Við erum að spá í að hætta að taka þátt í landsleikjum,  því alltaf ef kvennaliðið er að spila á sama tíma, þá er öll umfjöllunin um þær.  Við höfum svo sem verið að spá í að láta mynda okkur nakta til að ná athyglinni.

 

Ég verð nú að segja sagði biskupinn að ég er orðin viss um að kristinn trú er það hættulegasta sem komið getur fyrir í löndum Islam.

 

Ef einhverjum finnst þetta ekki vera öfugmæli þá heitir hann Snorri G. Bergsson. 


Fréttir af Ástu Lovísu.

Ég fór að tékka á Ástu Lovísu og hvar hún væri stödd í sínu ferli.  Það er sem betur fer góðar fréttir af henni samanber bloggið hennar.  Læt síðustu færslur hennar fylgja hér með.  Við skulum hugsa fallega til hennar.  Og annara sem eiga um sárt að binda.  Til dæmis aðstandendur sjómannsins sem drukknaði fyrir austan. Heart

http://www.123.is/crazyfroggy/

 

Info

Ég heyrði í doksanum mínum í dag. Hún er búin að vera að reyna á fullu að ná í doksann þarna úti og náði svo loks í ritarann hans.
Læknirinn úti ætlar að gefa sér einhverja daga til að fara betur yfir myndirnar mínar með fleiri krabbameinslæknum.
Vonandi þarf ég ekki að bíða neitt rosa lengi eftir því.
Ætla rétt að vona að hann fari ekki að hætta við heldur sé frekar að meta hvaða meðferð henti mér best.
Í dag hef ég verið frekar róleg yfir þessu öllu.... sem betur fer.
Ég fer í lyfjameðferð hér á landi á morgun eða hinn .. Betra að gera það fyrst ég er að bíða.

Í dag skellti ég mér í heilun og í nudd.. Ohhh það var ekkert smá næs. Þurfti svooooo á þessu að halda til að halda geðheilsunni.
Líkaminn minn er víst allur í vöðvabólgu og hnútum þannig að það bíður mín mikil vinna og píning ... Jamm það kostar víst það ef ég ætla að komast í betra lag .
Núna er ég frekar aum eftir átökin ... hehehe... og búin að ná mér í sæng og kodda og ætla að skríða upp í sófa.

Þannig að ég kasta kveðju á alla línuna.........

Kv Ásta Lovísa

  

Asta Lovisa

Góðar fréttir ... :)

Þá er doksinn þarna úti búinn að hafa samband. Ég fer annað hvort út á sunnudaginn næsta eða þar næsta. Það fer eftir því hvort öll pappírsvinnan náist fyrir sunnudag... Það þarf víst að fylla út af því ég er ekki frá USA.
Guuuð hvað mér er létt... Ég var farin að hafa áhyggjur af því að hann væri hættur við . Þannig að NY er það .

Þetta eru ekki einu góðu fréttirnar sem ég hef að færa. Ég bað læknirinn minn um að kíkja á myndirnar mínar sem að voru teknar á skírdag þegar ég veikstist síðast. Hún hafði ekki séð þær því hún var ekki læknirinn sem var á vaktinni á deildinni þegar ég kom. Ég einhvern veginn trúði ekki alveg þessari ótrúlegu stækkun á svona stuttum tíma og vildi fá að heyra það frá mínum lækni líka.
Hún kíkti á myndirnar mínar í dag... Hún staðfesti að það hefði verið stækkun til staðar á þessum stutta tíma en ekki svona svakaleg.
Úffff þessi dagur er bara búin að vera æðislegur og bara allt að gerast.
Loksins loksins loksins loksins fékk ég þannig dag . Ástan er ekkert smá glöð og ánægð í dag !!!

Hamingjuknús á línuna ........

Kv Ásta Lovísa


Bloggfærslur 13. apríl 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband