10.4.2007 | 23:15
Kosningaslagur - eða hanaat ?
Nú er allt að fara á fullt í pólitíkinni. Mér þykir alveg nóg um allan hamaganginn. Það eru gerðar skoðanakannanir og svo er gengið út frá þeim sem úrslitum kosninga, og frambjóðendur látnir svara fyrir niðurstöðurnar. Er þetta rétt nálgun?
Af hverju er ekki meiri tíma eytt í málefnin spurði minn ekta maki. Væri það ekki nær ? Og ég er sammála honum. Væri ekki nær að gefa fólki tækifæri á að segja hvað það vill gera eftir kosningar, heldur en þessi hraðaspurningamáti, og að reyna að fá fólk til að segja eitthvað krassandi. Etja fólki saman eins og í hanaslag ?
Mér finnst þetta ógeðfeld nálgun. Og ég er alveg viss um að ég er ekki ein um þá skoðun. Það er verið að trylla fólk, og fá upp hasar. Er mönnum alveg sama hvað flokkarnir vilja gera ? Er það orðið aukaatriði.
Og svo er lagður dómur á fólkið. Þessi er bestur, þessi er ömurlegur, þessi stóð sig verst.
Ágætu samlandar ég segi nú bara, hvar er skynsemi ykkar, hér eiga að fara fram kosningar um hverjir eiga að stjórna landinu okkar næstu fjögur árin. Er það eitthvað X-faktor eða júróvisjón í ykkar augum. Finnst ykkur virkilega skipta mestu máli hvernig fólkið er klætt eða hversu flott það er? Slíkt er komið beint frá henni Ameríku og þykir ekki par fínt. Hverslags dans er verið að bjóða okkur upp á. Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa góð mál, og vilja vel, en komast ekki í gegnum vinsældarkeppnina ? Eða haldið þið virkilega að sætasta stelpan á ballinu sé endilega best hæf til að stjórna og ráða ?
Nei ég segi nei. Við þurfum ... og aldrei meira en einmitt núna að vanda valið vel, og gera upp hug okkar. Skoða stefnuskrár og viljayfirlýsingar. Skoða hvað flokkarnir vilja gera okkur til hagsbóta, þá skiptir fjandann engu máli hversu flottir menn eru í tauinu, hvernig bindin eru á litinn, eða hvort menn brosa ekki nóg. Þið eruð meira og minna veruleikafyrrt, og ég held að það sé einmitt verk fjölmiðlanna, að æsa ykkur upp úr öllu valdi til að skapa stemningu og fjör. Haldiði virkilega að það sé það sem við þurfum á að halda núna á þessum síðustu og verstu? Ég segi nei. Við þurfum að fá að vita hvar raunverulega mun verða í spilunum eftir kosningar.
Í mínum huga er það enginn spurning að sú velferðarstjórn sem gæti orðið ef núverandi stjórnarandstaða sigrar kosningarnar, er það besta sem gæti orðið hér. En það er bara mín skoðun. Ég bið ykkur að skoða í alvöru hvað ykkur finnst best í stöðunni, við erum að tala um framtíðina og hvað getur orðið til betri eða verri vegar. Erum við ánægð með ástandið eins og það er ? Eða finnst okkur kominn tími til að breyta. Það er málið sem við þurfum að hugsa um núna. En ekki láta spana okkur í hanaslag, þar sem sú ákvörðun nær aldrei upp í heilabúið á okkur, heldur situr í brjóstkassanum og imbakassanum og útvarpinu. Gætið að ykkur, hér er alvara á ferð en ekki skemmtiþættir.
Annars verð ég að geta þess svona í lokin að stubburinn er algjörlega búin að spilla páskaunganum. Hann hoppar og gaggar allan daginn, nema þegar hann er tekinn upp og gælt við hann. Hver vill ekki láta spilla sér þannig ?
Stubburinn og páskaunginn að horfa á sjónvarpið.
Stubburinn og unginn að læra saman.
Annars hringdi lítil stubba í mig í dag, amma, ég get því miður ekki séð ungann, því ég er að fara suður. En ég hef verið að hugsa um þetta hvort er það strákur eða stelpa ?
Ég veit það ekki elskan mín, svaraði ég.
Sko amma, ef þetta er stelpa, þá vil ég að hún heiti Lína, en ef það er strákur, þá á hann að heita Hnoðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.4.2007 | 12:45
Sól, snjór og gott veður.
Fallegur dagur á Ísafirði, fyrsti vinnudagur eftir stóra helgi. Og Ísafjörður heilsar íbúum sínum með hreinleika og fegurð.
Íbúðarhúsið mitt umvafið hvítum snjó.
Og sólin vill gæjast upp fyrir Ernirinn.
Gleðikveðjur og góðar óskir frá Ísafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 10. apríl 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar