Pálmasunnurdagur - og erfidrykkja.

Amma ! sagði litla skottan mín frá El Salvador hún hringdi í mig í gær, viltu koma og heyra ég er að syngja í kirkjunni á morgun kl.  ellefu. 

Alejandra

Og þegar til kom þá átti ég þarna þrjár yndislegar barnadætur sem sungu í barna- og unglingakór Ísafjarðar.  Ingibjörg Gunnlaugsdóttir hefur æft kórinn og þetta er þvílíkt skemmtilegur kór.  Með félögum allt frá 6 ára og upp í svona 12 sennilega.  Þær,  þetta voru allt stelpur, sungu alla sálmana, prestur var séra Stína og þó ég sé ekki kristinn, þá var þessi samkoma alveg aldeilis frábær.  Ung stúlka spilaði ljómandi vel á harmoniku, og svo sungu börn úr kirkjuskólanum með undirleik Árnýjar Herbertsdóttur. 

Þetta var svo sannarlega gott fyrir sálina, svona burt séð frá þessu hefðbundna kirkjutali.  En séra Stína er góð manneskja og flott.  Pabbi minn fékk hana til að koma með sér til Fljótavíkur fyrir tveimur árum, þannig var að móðir hans hafði alið síamstvíbura, sem hafði verið leyndarmál í fjölskyldunni alla tíð, svo þegar var farið að skipuleggja enn eitt ættarmótið og ég var í nefndinni, þá komst ég að þessu.  Stóð upp á samkomunni og sagði að það væri alltaf talað um 12 systkini, en í raun og veru hefðu þau verið 14, þar sem þessir tvíburar hefðu fæðst að vísu andvana.  en þau væru eigi að síður í fjölskyldunni.  Eftir þetta var faðir minn hugsi og eftir þetta, ákvað hann að halda minningarathöfn um þessi börn.  Ég er eini maðurinn sem veit hvað þau voru sett Íja mín, sagði hann.  Og það kom í ljós að þau hefðu verið sett í bæjarlækinn, þau voru fyrirburar sagði hann afsakandi og árferðið slæmt.  En séra Stína blessaði yfir staðnum, við settum kross þar.  Og svo héldum við erfidrykku í sumarhúsinu okkar þarna í eyðibyggðum Ísakalda lands, þar sem afi og amma höfðu búið allan sinn aldur. 

Ég held að pabba mínum hafi liðið betur eftir að þetta var gert.  Tvær litlar sálir sem fengu viðurkenningu ættarinnar á því að þau höfðu komið í þennan heim, þó þau hefðu aldrei átt möguleika á því að dvelja hér.  Hver vill ekki fá viðurkenningu á tilvist sinni ?  Hvað vitum við svo sem um það.  En nú stendur hvítur kross á "leiðinu" þeirra og minnir ættingjana á að þau voru til.  Heart


Bloggfærslur 1. apríl 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband