9.3.2007 | 22:29
Bara að láta vita...
Botti litli dó í dag. Hann átti að fara í þriðju meðferðina, en var látinn áður en til þess kom. Prakkarinn fer samt í aðra meðferð á morgun til öryggis, annars er hann miklu frískari.
Og til aðforðast allan misskilning þá er hér átt við fiska Koj en ekki spendýr.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans, vinsamlegar gefið öllum í kring um ykkur knús og bros. Það myndi hafa glatt Botta litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.3.2007 | 15:03
Ekki fyrir mig.
Ég veit ekki hvað það væri sem fengi mig til að fljúga inn í svona óveður. Ef til vill aðeins eitt og það er að ég ætlaði að fremja sjáfsmorð.
Flughræðsla þjakar mig alveg rosalega. En þetta eru hetjur.
![]() |
Flogið inn í ofsaveður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.3.2007 | 12:05
Föstudagur snjór og baráttuandi.
Jamm í dag er föstudagur, hann er frekar úfin hér á Ísafirði, en ekki samt svo að það er búið að fljúga. Föstudagar eru ágætir, þá er vinnuvikan búin og við tekur helgin sem maður hefur sjálfur til ráðstöfunar svona í flestum tilfellum. Í kvöld er ég boðin í mat til fjölskyldunnar minnar frá El Salvador, Isobel Diaz er mjög góður kokkur og galdrar fram allskonar skemmtilega rétti frá sínum heimahögum. "Babusas" finnst mér rosalega góðar. Litlar pönnukökur úr maísméli fylltar með dásamlega krydduðu grænmeti og kjöti. Það er annars alveg sama hvað hún eldar það er allt svo gott og skemmtilega kryddað. Ég á því von á góðu. Það stóð til að fara inn í Reykjanes, en verður sennilega ekki vegna rysjóttrar tíðar. Svo það verður bara slakað á heima hjá sér, og sinnt gróðri, sáningu og priklun. Allaf lengist dagurinn hjá okkur, og nú er orðið vel bjart um áttaleytið. Þetta er allt að koma. Og þegar snjórinn hylur þá verður allt bjartara. Hann er nú svolítið á hreyfingu blessaður, vill hrynja niður úr fjöllunum, og niðri í bæ er honum hrúgað upp og ekið með hann í burtu. Enn eru samt fjallháir snjóhaugar hér og þar um bæinn til mikillar gleði fyrir ungviðið, þessir haugar eru þaktir hlæjandi börnum. Sumir elska snjóinn meira en aðrir. Hann gleður samt aðra líka þó á annann hátt sé, því mokstursmennirnir fá meiri aur í vasan við að koma honum í burtu. Bændur og búalið gleðjast yfir að hann hylji tún og akra, svo minni hætta er á kali. Blóm og tré kúra undir hvítri sæng og kuldaboli nær ekki til þeirra meðan snjórinn hylur jörð. Allt helst þetta í hendur. En nú er sum sé föstudagur og vonandi verður helgin ykkur öllum notaleg. Ég ætla að mæta á fund í Hömrum á sunnudaginn til að sýna stuðning við mitt fólk í baráttu fyrir tilveru bæjarins míns. Við verðum öll að standa saman og sýna að okkur er full alvara með að vilja vera hér áfram. Það er kraftur í Vestfirðingum, en það er ekki nóg ef hendur okkar eru sífellt bundnar á bak aftur. Við þurfum að leita leiða til að geta verið sjálfbær og sjálfum okkur nóg. Ég er viss um að við getum gert ýmislegt ef við leggjumst öll á eitt. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.3.2007 | 02:12
Svo er nú það.
Hremmingar og stemmningar
Stuttri heimsókn til London lokið. Þetta var frábær ferð og ég naut þeirra forréttinda að vera með stórum og skemmtilegum hópi kvenna.
Mér sýnist ég ekki hafa misst af miklu í pólitíkinni hérna heima síðustu tvo sólarhringa. Framsóknarflokknum hefur tekist að snúa upp á handlegginn á samstarfsflokknum vegna auðlindaákvæðisins. Alltaf áhugavert að sjá menn hrökkva upp af værum blundi rétt fyrir kosningar.
Frjálslyndi flokkurinn á ekki sjö dagana sæla. Nú hefur leiðtogi þeirra á Akranesi yfirgefið flokkinn og það hlýtur að teljast áfall, sama hvernig Magnús Þór bölsótast. Hann veit ósköp vel og viðurkenndi raunar í samtali við Skessuhorn- að Karen Jónsdóttir sótti það mjög stíft að kona frá Akranesi skipaði 2. sæti á lista Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi og Magnús Þór studdi þá tillögu. En svo sneri hann við blaðinu þegar Kristinn H. Gunnarsson gekk til liðs við flokkinn og segir núna að pólitískt landslag hafi breyst. Þetta sætti Karen sig auðvitað ekki við. Hringlandahátturinn í Magnúsi Þór hefði hins vegar ekki átt að koma nokkrum manni á óvart.
Frá öðrum hremmingum Frjálslynda flokksins var sagt í fréttum RÚV í gær.
Frétt RÚV er svohljóðandi:
Iðnþing: Frjálslyndum úthýst
Engum fulltrúa Frjálslynda flokksins er boðið að taka þátt í iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem haldið verður á föstudaginn í næstu viku. Á þinginu munu m.a. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, koma fram sem álitsgjafar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er Illugi Gunnarsson. Þingið ræðir hvernig velsæld verður áfram tryggð á Íslandi. Í bréfaskriftum milli frjálslyndra og Samtaka atvinnulífsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að samtökin hafi við skipulagningu þingsins gert ráð fyrir að Margrét Sverrisdóttir kæmi fram fyrir hönd frjálslyndra en hún sé nú gengin úr flokknum og ekki sé hægt að breyta dagskrá þingsins.Margrét er vænsta kona. En hún hefur einfaldlega ekki komið hreint fram og skaðað flokkinn ótrúlega mikið með því. Vegna þess að það eru svo margir sem trúa bara því sem þeir vilja trúa. Mér þykir þetta sorglegt.
Það sem varð til þess að ég ákvað á sínum tíma að lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór i varaformanninn var einmitt það að Margrét gat einfaldlega ekki gert upp við sig hvað hún vildi. Og þetta voru erfiðir tímar og formaðurinn þurfti á ákveðnum stuðningi að halda. Ég hélt einhvernveginn að menn settu málefnin og hag flokksins ofar sínum eigin metnaði. Þannig myndi ég gera allavega. En í þessu tilfelli var það ekki rauninn.
Á þessum tímapunkti þar sem allt virðist snúast um feminisma og kvenfrelsi, þá segi ég að ég er jafnréttissinni og hvað sem kynferði líður, þá er það bara þannig að allt hefur sinn vitjunartíma líka frami kvenna og karla. Það þarf einfaldlega að skoða hvað er í stöðunni og velja það sem heppilegast er. Það var gert að mínu mati, sumir báru einfaldlega ekki gæfu til að una niðurstöðunni. Því miður.
Ef þetta gerir mig að karlrembusvíni, kvenrembusvíni nú eða einhverskonar svíni, þá verð ég einfaldlega að lifa við það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 9. mars 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2023476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar