Það sem ég vildi sagt hafa.

Jæja það er ennþá hvasst úti, og rigning og sól allt í bland.  Ég er ein í kofanum, stubburinn er í afmæli og afi hans að syngja við opnun reiðhallar á Þingeyri.  Eða réttara sagt á Söndum í Dýrafirði, þar verður örugglega sungið Ríðum Ríðum rekum yfir sandinn. 

En ég er á leiðinni upp í gróðurhús að prikla.  Það er afskaplega róandi og gaman.  Gott fyrir sálina.

Stundum held ég að við íslendingar séum dálitlar risaeðlur í okkur.  Við erum ekki lengra komin út úr moldarkofunum en að sitja á bæjarburstinni og mæna út í túnfótinn, þangað sem okkur langar.

IMG_6653

 

 Við erum óttalegir þrasarar um keisarans skegg stundum,  og mér finnst á tímum eins og við greinum ekki aðalatriði frá aukaatriðum.  Við erum oft smásálarlegri en fólk frá öðrum löndum.  Ef til vill er það smæðin sem gerir það.  Eða löngunin til að vera stór og merkileg. 

Hér áður og fyrr til dæmis þurftu menn sem komu út úr skápnum hommar og lespíur að flýja til annara landa, því þeim var ekki vært hér á landi vegna fordóma.  Vinur minn Hörður Torfason hefur sagt okkur sögur af því hvernig hann var flæmdur úr landi á sínum tíma, þessi öðlingur.  Reyndar hafa tímarnir breyst og við færst nær nútímanum hvað þetta varðar, sem betur fer.  En það eru ennþá nokkrar risaeðlur í veginum.  Ein þeirra er umræðan um útlendinga.  Hún er núna jafnmikið tabú og homma umræðan var á sínum tíma. 
Menn eru útmálaðir og kallaðir öllum illum nöfnum ef þeir tala um þau málefni.  Jafnvel þó þar sé skynsamlega mælt og af hófsemi.  Þar er ég ekki að tala um æsingarköll og upphróp.  Heldur umræðuna eins og hún ætti að vera. 

Það er eins og fólk fari í baklás og setji tappa í eyrun.  Mér finnst þessi hræðsla svolítið skrýtin.  Hvað er svona hættulegt við að ræða þau vandamál sem geta sprottið í þjóðfélaginu ?

Ég held að þeir sem verst láta í þessu, séu sjálfir dálítið í gruggugu vatni og ekki alveg vissir um sinn eigin hug, alveg eins og þeir sem eru inn í skápnum, óvissir um sína kynhneigð ráðast gjarnan að hommum með offorsi. 

Þetta eru bara mál sem þarf að ræða af skynsemi og ró.  Það er ýmislegt sem þarf að huga að, skoða og laga.  En það verður ekki gert með því að æsast upp og vilja stoppa alla umræðu.  Og á þeim forsendum að umræðan veki ugg hjá erlendu fólki.  Af hverju ætti hún að gera það ?  Það fólk sem hér hefur komið, og er í samfélaginu, finnur viðmót þess fólks sem það umgengst.  Það lætur ekki neina umræðu hrófla við sér hef ég trú á.  Og ef menn eru hræddir við að umræðan geri fólk að rasistum, þá held ég að það sé líka á villigötum.  Fólk lætur ekki umræðu breyta hug sínum, gagnvart fólki sem það umgengst.

Umræðan dregur ef til vill rasistana út úr skúmaskotunum. Gerir þá sýnilega og er það ekki bara betra að vita hvar þeir eru ? Þeir verða ekkert áheyrilegri fyrir það. 

Venjulegt fólk eins og ég til dæmis fagna því að fá hingað fólk annarsstaðar að,  ég held að það sé stimplað inn í þjóðarsálina, vegna smæðar okkar og legu landsins, að fjölga óviðkomandi fólki til að auka blóðblöndun. 

Mér er sagt að á smástöðum hrífist ungt fólk af aðkomumönnum, það sé í eðli þeirra vegna þessarar blóðblöndunar.  Okkur sé eiginlegt að leita út fyrir eigin flokk til mökunar.  Það myndar heilbrigðari þjóð. 

En nú er þetta orðið aðeins og langt.  það sem ég vil segja er þetta: við eigum að elska og virða hvort annað hvaðan sem við komum.  Og við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.  Allir eiga að hafa sama rétt til að lifa í friði.  Því miður þá er raunveruleikinn annar, og sennilega ómögulegt að laga það.  En við getum allavega reynt.  Og fyrsta skrefið til þess er að vera óhrædd við að ræða um hlutina eins og þeir eru.  En ekki eins og við viljum að þeir séu.

Afmæli2


Bloggfærslur 31. mars 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2023476

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband