Spurt með von um svar.

Mér þykir vænt um Framtíðarlandið og ég gekk í samtökin fljótlega eftir að þau voru stofnuð.  Mér finnst frábært þegar grasrótin bregst svona við valdníðslu stjórnvalda. Og ég vona svo innilega að ég geti verið áfram í samtökunum. 

En það er bara ýmislegt að bögga mig í því sambandi, og af því að ég vil hafa það sem sannara reynist, þá ákvað ég að ganga hreint til verks og spyrja mína ágætu félaga í samtökunum spurninga til að fá svör.  Og ég vona að svörin verði þannig að ég geti sæl og ánægð haldið áfram að vera stoltur félagið í samtökunum.  Þetta voru spurningarnar sem ég sendi inn til Framtíðarlandsins;

 

Ágætu félagar í framtíðarlandinu, ég gekk í samtökin vegna þess að ég heillaðist af þeim krafti og góðu málefnum sem þau börðust fyrir.  Þegar svo var farið að tala um framboð leist mér ekki alveg á blikuna, vegna þess að þó ég sé alveg á því að vernda náttúru landsins og mér hafi algjörlega ofboðið framganga stjórnvalda í Kárahnjúkavirkunarmálunum og öðrum stórvirkjunum og álversæðis, þá er ég í stjórnmálaflokki sem ég hef valið mér út af öðrum góðum málefnum.  Ég sá því fram á að þurfa að segja mig úr samtökunum.  Sem betur fer varð ekkert úr því.  En síðan hafa verið að heyrast raddir um skörun milli ykkar og Íslandshreyfingarinnar – lifandi lands.Meðal annars hef ég séð að félagar í þeirri pólitísku hreyfingu  segja að sá flokkur byggi á kenningum Andra Snæs. Þetta hefur sett bakslag í mig.  Ég vil spyrja ykkur í einlægni hvernig þessum málum sé háttað.Hvar skarast Íslandshreyfingin og Framtíðarlandið ?  Eru félagar í Framtíðarlandinu að vinna sem félagar í hreyfingunni fyrir Íslandshreyfinguna ?Er Framtíðarlandið nokkurskonar óformleg bakland Íslandshreyfingarinnar ?Er það tilviljun að Framtíðarlandið fór af stað með sína undirskriftaherferð um leið og Ómar kynnti sitt framboð ? Úr þessu þarf ég að fá skorið svo ekki verði um villst. Ég er pólitískur andstæðingur Íslandshreyfingarinnar, og þau hafa opinberlega sagt að þau vilji ekkert með minn flokk hafa,  svo þetta þarf þetta að vera á hreinu fyrir mér..Það þarf líka að vera alveg á hreinu gagnvart öðrum landsmönnum sem eru í hreyfingunni, en eru í öðrum stjórnmálaflokkum.  

Til þess að eyða allir svona óvissu verðið þið að gefa út yfirlýsingu um að Framtíðarlandið sé ekki á nokkurn hátt tengt Íslandshreyfingunni.  Ef það er ekki gert, mun ég líta svo á að hér sé á ferðinni laumuspil sem ég get ekki sætt mig við.   

Með kveðju Ásthildur Cesil.

Ég vona að ég móðgi engann  þegar ég bið um þessi svör.  Og ég vona líka að svörin verði þannig að ég geti verið áfram í þessum frábæru samtökum.  Sem alltof sjaldan gerist að fari af stað, og fái fólk með sér.  En það á bara ekki að blanda stjórnmálum inn í svona grasrótarhreyfingu, þá fer allt einhvernveginn á verri veginn.  Því vona ég innilega að ég sé bara gamalt rótarhorn sem sjái skrattan í hverju horni, og fái að vita að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því.  

Svona er ég nú bara, það er nú það. 


Til stuðnings hetju. Hér þarf hröð handtök vinir.

Kæru vinir ég ætlaði ekki að blanda saman veru minni hér og á Málefnunum.  En þetta mál þolir enga bið.  Þetta innlegg hennar Krissu snart mig djúpt.  Og ég geri orð hennar að mínum.  Hér má engan tíma missa.  Hér þarf að láta verkin tala.  Megi ljós og kærleikur fylgja Ástu í veikindum hennar. 
Ég bið ykkur að leggja þessu máli lið.    
QUOTE(krissa68 @ Mar 27 2007, 23:06) *
Ég fékk þetta sent áðan og langar til að vekja athygli ykkar á þessu.
Mörg munum við líklega eftir því fyrr í vetur er Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, einstæð, þrítug þriggja barna móðir kom fram í Kastljósinu og sagði frá baráttu sinni við krabbamein. Áður hafði Ásta vakið athygli fyrir bloggskrif sín þar sem hún tjáði sig af einstakri bjartsýni og hreinskilni um veikindi sín.

Í lok síðasta sumars greindist Ásta Lovísa með krabbamein í ristli og í kjölfar þess var ristillinn fjarlægður. Við tóku erfiðar lyfjameðferðir sem því miður skiluðu ekki tilætluðum árangri og greindist Ásta með alls 10 meinvörp í lifrinni. Síðan þá hefur Ásta farið í ótal lyfjameðferðir sem því miður hafa ekki náð þeim árangri sem til var ætlast. Læknavísindin hér heima hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til Ásta geti fengið bót meina sinna. Prófuð hafa verið ný og ný lyf en allt kemur fyrir ekki. Meinvörpin halda áfram að stækka og krabbameinið tryggir bólfestu sína í líkama Ástu Lovísu.

Í dag fékk hún afar slæmar fréttir og bloggaði þá þetta:
QUOTE
Fréttir !!!
Enn og aftur fékk ég ekki góðar fréttir... Þessi barátta ætlar að reynast mér ansi erfið . Á þessum stutta tíma eða á aðeins ca 5 vikum hefur ÖLL meinvörpin náð að stækka þrátt fyrir lyfjameðferð. Það er rosa slæmt á ekki lengri tíma. Það sem er verst við þetta allt er að ég er búin að prufa öll nýjustu lyfin á markaðnum og á aðeins þessu gömlu eftir. Við vitum það flest að nýju lyfin eru oftast betrumbæting á þeim gömlu. Ég er hætt í lyfjameðferð hér heima og næsta skrefið er að koma mér út sem fyrst. Það er bara ekki annað hægt í stöðunni... Því miður *GRÁT*.

Ég fékk samt líka góðar fréttir. Góðu fréttirnar eru þær að öll önnur líffæri eru hrein. Eitlarnir sem að höfðu verið að sýna stækkun .. Hafa ekki stækkað neitt núna. Það er því ólíklegt að það sé krabbi í þeim.. því þá hefðu þeir átt að fylgja stækkuninni á öllu hinu.

Þetta er rosalegt sjokk samt sem áður. Það er sárt að vita að með þessu áframhaldi og ef ekkert fer að gerast til að draga úr þessu hröðu þróðun þá er vitað mál að ég á ekki langt eftir. Mér finnst það virkilega sárt og ég er virkilega hrædd. Núna líður mér eins og ég sé að kafna og það sé ekkert sem að geti hjálpað mér að ná andanum aftur. Úffff... Ég hata stöðu mína í lífinu núna !!!

Ég er ekki í góðu skapi núna... Ég gæti setið hér leeeengi og ausað út en ég ætla ekki að gera það. Ég ætla ekki að leyfa reiðinni að ná tökum á mér núna þannig að ég ætla ekki að hafa þetta neitt lengra.
Enn og aftur er sorgarferlið komið í gang og nú er að syrgja þessar fréttir þar til ég sé sólarglætuna að nýju.

Bið að heilsa ykkur í bili

Kv Ásta Lovísa
 

Hún talar um að næsta skrefið sé að koma henni út sem fyrst. Þar á hún við út til New York í mjög sérhæfða lyfjameðferð sem enn er að vísu ekki komin reynsla á. Þessi lyfjameðferð er hins vegar síðasta hálmstráið í von um bata fyrir þessa ungu þriggja barna móður sem berst fyrir lífi sínu. Meðferðin kostar gríðarlega fjármuni, og hefur verið talað um 4-5 milljónir í því sambandi sem sjúklingurinn þarf að greiða úr eigin vasa. Ásta Lovísa hefur ekki verið viljug að biðja um stuðning og þess vegna ætla ég kona út í bæ að senda þetta á vini og vandamenn og biðja þá vinsamlegast um að hafa Ástu Lovísu í huga, biðja fyrir henni og börnum hennar, senda fallegar hugsanir og þeir sem eru aflögufærir mega gjarnan leggja inn einhverja fjárhæð á reikning sem faðir Ástu Lovísu stofnaði henni til handa en reikningsnúmerið er: 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469

Kæra fólk!
Fyrir þessa ungu hetju gæti þetta verið spurning um líf eða dauða. Stöndum saman og reynum að gera allt sem við getum til að leggja í púkk.

Þið megið svo endilega senda þetta áfram til vina ykkar, vandamanna, vinnufélaga og allra sem geta veitt stuðning á einhvern hátt í hvaða formi sem er.


Bloggfærslur 28. mars 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2023476

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband