Læri - tækifæri, fimm fiskar og heitur pottur i einum hrærigraut.

Ésú mettaði fimm þúsund manns með nokkrum fiskum og brauði.  Nú væri gott að hafa uppskriftina.  Ég keypti nefnilega læri til að hafa í matinn fyrir litlu fjölskylduna mína.  Það erum við hjónin og stubburinn. 

 

En ég á börn og barnabörn sem hreint og beint elska gamaldags lærið sósuna og hrásaladið hennar ömmu í kúlu, svo nú hafa þau öll meldað sig í mat.  Og ég get auðvitað ekki sagt nei.  Hver getur sagt svoleiðis við yndisleg börn, barnabörn og tengdabörn hehehe....

En þetta læri verður bara að duga.  Set bara fleiri kartköflur í pottinn og geri meiri sósu.  Hefði átt að kaupa ís á eftir fattaði það nú ekki.

karl1 Tilbúið í ofninn, dálítið fært í stílinn hehehe...

Flugfiskar Fimm fiskar á mitt borð. LoL

 

Þetta er dálítið kuldalegt, en það getur samt verið gaman að leika sér hjá ömmu.

börn í baði Þar kennir nefnilega ýmissa grasa, eða snjóa, eða vatna.


Ég væri sennilega ekki til.

Hér var pólskur bílstjóri að biðja um vinnu, sagði maðurinn við mig.  Svo heppilega vill til að það er laust starf fyrir bílstjóra.  Sonur hans er að vinna hérna, og hann langar til að sameina fjölskylduna.

 

Við fórum svo í laugina með stubbinn um kvöldið.  Og þá hittist svoleiðis að þessi hamingjusama fjölskylda var það saman kominn afinn, amman, pabbinn og mamman og börnin.  Þau léku sér glaðlega í boltaleik.  Greinilega ánægð með að geta verið saman.

Þá leitaði hugur minn til annara afa og amma, sem eiga ekki sjens á að koma hingað ekki einu sinni í heimsókn.  Vegna reglugerðafargans, sem sýnist vera gert til að varna þeim komuna.  Og það er bara vegna þess að þau búa annars staðar á jarðarkúlunni. 

IMG_0539

IMG_2143

Gott fólk sem á hér ættingja og vini.  En fær ekki einu sinni að koma og dvelja hjá sínum nánustu um stundarsakir.  Og ég varð reið inn í mér.  Alls ekki  út í glaðværu pólverjana, því ég samgladdist þeim innilega.  Heldur að við skulum gera svona upp á milli fólks eftir búsetu. 

Ég er ákveðin í að gera mitt til að fá þessu breytt.  Og ég ætla mér að gera það gegnum það afl sem ég hef ítök í.  Aflið sem hefur byrjað umræðuna um aðbúnað og réttindi innflytjenda, Frjálslynda flokkinn.  Og ég ætla ekki að hætta að ræða um þetta, fyrr en fólk áttar sig á því, að við verðum að breyta þessu.  Landið fer ekki á hvolf, þó við tökum mannsæmandi á móti aðstandendum nýrra íslendinga, sem hafa kosið að setjast hér að.  En það er okkur til skammar hvernig við högum okkur í þessum málum. 

IMG_3764 

Tek það fram að þessi litli snáði og systir hans, eru barnabörn mín.  Þau eru íslendingar, en ef þessi lög hefðu verið í gildi þegar pabbi þeirra kom hingað.....  Þá væri  Það væri eins og með bréfið hans afa, Ef afi hefði ekki skrifað bréfið og amma svarað bænum hans í vil............. Heart


Bloggfærslur 25. mars 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2023476

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband