Veður.

Datt þetta í hug í morgun.

Napur vindur næðir,

nístir merg og bein.

Yfir gróður æðir,

og ísakaldan stein.

Hafið blágrænt bærist

báran rísa má.

Á toppum fuglinn færist

á ferð um úfin sjá.

Fjöllin ill'um farinn

fögur tignarleg,

björt og snævibarinn,

banvæn flóð um veg.

 

Allt ég þetta eygi

út um gluggann minn.

Á þessum dramadegi

dýrð samt innra finn.

Æðurinn hann elskar

úfið sjávarfans

Kúrir undir kröppum

köldum öldudans.

Mávur ofar mari

mjög svo svífur hátt,

frjáls um loftið fari

fugl með geðið kátt.

 

Þó úti allt áfram æði

og ýfi manna þel.

Þá inni gefst nokk næði

sem nýtist býsna vel.

 

 000

 

Enn syrtir aftur

og ísingin fer,

á gluggann minn góða

grámylan ber.

Grár vindur með vetrarins hríðir.

 

Suðvestan sinningur

sest nú að mér.

grípur mitt geðslag og

glottir með sér

gamnar og, tryllir og stríðir.

IMG_3790  IMG_3791   IMG_3792

Vonandi eigið þið góðan dag.  Ég í Heuringen

IMG_2867

 

 

 


Bloggfærslur 21. mars 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2023476

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband