Saga frá Thailandi.

 Thailand 

Ef maður er thailendingur- eða kemur frá Mið –Ameríkuríkjum allavega sumum landanna þar, og á ættingja hér á Íslandi, þá standa málin þannig að þó þú viljir koma og heimsækja fjölskylduna þá er það bannað.

Þér verður að vera boðið til landsins. Þó þú sért foreldri manneskju sem býr á Íslandi og eigir þar barnabörn sem þú vilt gjarnan heimsækja og sjá.

Sem sagt Ísland er lokað land fyrir öllum thailendingum og mörgum þjóðum í Vestrinu.

Hvað þarf til að afi fái að koma í heimsókn. Eigum við að skoða dæmið svolítið?

Fyrst þarf að bjóða honum í heimsókn. Þá hefst ferli sem tekur langan tíma. Hann þarf að sýna fram á að hann eigi pening í banka a.m.k. 1000 dollara. Og síðan þarf hann að sýna að hann eigi 1000 dollara fyrir hvern mánuð sem hann ætlar að dvelja í landinu. Svo þarf hann allskonar pappíra og já.....sakarvottorð. Sakarvottorðið færðu bara einu sinni og svo ekki meir, þarna úti.

Fjölskyldan hér heima þarf að hafa mann á kaupi úti greiða honum um 80 þúsund karl fyrir að útfylla alla pappírana og gera umsögnina löglega, síðan þarf að borga fyrir þýðingu á skjölunum. Þetta er svo sent til Íslands, og tekur að því mér er sagt um það bil mánuð. Sennilega með sniglapósti. Þegar þetta er síðan sent út aftur, er það sett oní skúffu og geymt í c.a.þrjá mánuði til viðbótar. Og þegar það er svo dregið upp úr skúffunni, þá er sakarvottorðið útrunnið, og afi fær ekki að koma. Ef þið haldið að þetta sé vísindaskáldsaga þá er það bara alls ekki svo.

Það er alveg óvíst að þessi afi fái að sjá barnabörnin sín. Og svo er sennilega um alla hina thailensku afana og ömmurnar.

Svona lítur þetta úr á vef Útlendingastofu. Greip niður hér og þar. Þar er margt skrýtið í kýrhausnum. Og eftir því sem einn aðstandandi sagði voða lítið að marka sumt af því, og fer eftir hvaðan þú kemur.

Og þá er ég ekki að tala um Schengen.

 

Áritanir

Þann 25. mars 2001 gerðist Ísland aðili að Schengen-samstarfinu. Það er samstarf 15 ríkja og miðar að því að tryggja frjálsa för fólks innan Schengen svæðisins. Þetta eru auk Íslands, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Þýskaland, Belgía, Frakkland, Lúxemborg, Holland, Ítalía, Austurríki, Spánn, Portúgal og Grikkland.

Allir áritunarskyldir einstaklingar sem ekki hafa gilda Schengen áritun í ferðaskilríki sínu þurfa að sækja um vegabréfsáritun áður en komið er inn á Schengen svæðið og til landsins í viðkomandi sendiráði. Ísland hefur fjölda erlendra sendiráða sem eru í fyrirsvari fyrir landið.

Skilyrði fyrir vegabréfsáritun

Viðkomandi verður að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að geta fengið vegabréfsáritun.

Viðkomandi verður að hafa gilt vegabréf eða annað gilt kennivottorð sem viðurkennt er sem ferðaskilríki við komu til Íslands og annarra Schengen-ríkja og við brottför og gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir þann tíma sem vegabréfsáritunin, sem sótt er um, tekur til.

  • Viðkomandi verður að hafa heimild til að ferðast til baka til heimalandsins eða annars ríkis sem gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir gildistíma áritunarinnar.
  • Ekki má liggja fyrir ástæða til frávísunar eða brottvísunar skv. 18. eða 20. gr. útlendingalaga.
  • Viðkomandi má ekki vera skráður í Schengen upplýsingakerfið sem óvelkominn í einhverju af Schengen löndunum.
  • Viðkomandi fullnægir skilyrðum um vegabréfsáritun samkvæmt Schengen-samningnum.
  • Viðkomandi verður að hafa nægileg fjárráð sér til framfærslu meðan á fyrirhugaðri dvöl stendur og til að greiða fyrir ferð til baka til heimalandsins eða annars lands þar sem honum hefur verið tryggður aðgangur, eða vera í aðstöðu til að sjá fyrir sér á löglegan hátt.
  • Það mega ekki liggja fyrir ástæður sem varða utanríkisstefnu eða almannaöryggi sem mæla gegn því að veita vegabréfsáritun.
  • Viðkomandi verður að yfirgefa Ísland/Schengen svæðið þegar áritunin rennur út. Ef að Útlendingastofnun telur að viðkomandi muni dvelja lengur á landinu en áritun segir til um, getur viðkomandi verið synjað um áritun.

 

 

 

Leiðbeiningar vegna umsóknar um vegabréfsáritun.

Vegabréfsáritun er m.a. gefin út fyrir ferðamenn, fjölskylduheimsóknir, opinber erindi, viðskiptaheimsóknir og námsferðir.

Viðkomandi verður að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta fengið vegabréfsáritun. Sjá nánar hér.

Umsókn um vegabréfsáritun

Þau gögn sem þurfa að fylgja umsókn um vegabréfsáritun eru:

Ferðaskilríki

Umsækjandi verður að hafa gilt og viðurkennt ferðaskilríki við komu og brottför til og frá Íslandi og annarra Schengen-ríkja. Ferðaskilríkið verður að gilda a.m.k. þrjá mánuði fram yfir þann tíma sem vegabréfsáritunin sem sótt er um tekur til. Umsækjandi verður einnig að hafa heimild til að ferðast til baka til heimalandsins eða annars ríkis sem gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir gildistíma áritunarinnar. Þau kennivottorð sem viðurkennd eru sem ferðaskilríki í stað vegabréfs við komu til Íslands og brottför eru að finna í viðauka 2 í reglugerð um útlendinga.

 


Dvalarleyfi fyrir aðstandendur

.Nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara eða annars norræns ríkisborgara, sem búsettur er hér á landi, eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum eða búsetuleyfi geta samkvæmt umsókn fengið dvalarleyfi, enda liggi ekki fyrir atvik sem greinir í c-lið 1. mgr. 11. gr. útlendingalaga, auk þess sem framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði skal vera tryggt, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr. laganna.

Nánustu aðstandendur í skilningi 1. mgr. eru:

 

a.

Maki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri.

Ef sá sem aðstandandinn leiðir heimild sína af er giftur fleiri en einum aðila er einungis heimilt að veita fyrsta maka dvalarleyfi.

b.

Samvistarmaki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri.

c

Sambúðarmaki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri og geta sýnt fram á að hafa búið saman í skráðri sambúð eða sambúð sem er staðfest með öðrum hætti í að minnsta kosti tvö ár og hyggjast búa áfram saman.

Eingöngu skal veitt dvalarleyfi til eins sambúðarmaka og er skilyrði útgáfu leyfis að hvorugur aðilanna sé í hjúskap eða staðfestri samvist.

d.

Barn ef báðir foreldrar hafa eða munu fá gilt dvalarleyfi sem getur myndað grunn fyrir búsetuleyfi eða hafa búsetuleyfi hérlendis.

e.

Barn þegar annað foreldri hefur gilt dvalarleyfi hér á landi sem getur myndað grunn fyrir búsetuleyfi eða er með búsetuleyfi. Það foreldri sem býr hér þarf að fara með forsjá barnsins. Ef forsjá er í höndum beggja foreldra skal liggja fyrir vottfest samþykki þess foreldris sem búsett er erlendis.

f.

Ættmenni viðkomandi eða maka hans að feðgatali og á þeirra framfæri.

 


Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri án maka eða sambúðarmaka. Til staðfestingar á aldri, ólögræði og hjúskaparstöðu umsækjanda þurfa öll gögn og nauðsynleg fylgigögn að hafa borist Útlendingastofnun fyrir 18 ára afmælisdag umsækjanda. Forsjármenn skulu sækja um fyrir hönd ólögráða einstaklinga.

Boðsbréf - Tilgangur dvalar

Umsækjandi skal leggja fram boðsbréf/staðfestingu frá fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi þar sem fram kemur tilgangur ferðar.

Ef um heimsókn til ættingja er að ræða þarf að koma fram hver skyldleiki/tengsl gestgjafa og umsækjanda er auk þess sem viðkomandi sendiráð/Útlendingastofnun getur óskað eftir því að umsækjandi leggi fram vottorð til sönnunar á fjölskyldutengslum.

Ef tilgangur dvalar er að heimsækja unnustu/unnusta óskar viðkomandi sendiráð/Útlendingastofnun eftir því að fram komi í boðsbréfi hve lengi umsækjandi og gestgjafi hafi þekkst og hvort þau/þeir/þær hafi hist.

Í sumum tilfellum óska erlendu sendiráðin eftir því að boðsbréf séu staðfest af sýslumanni á Íslandi og utanríkisráðuneytinu áður en þau eru lögð fram með umsókn.

 

Staðfesting á fjölskyldutengslum

Ef tilgangur ferðar er að heimsækja ættingja búsettan á Íslandi skal umsækjandi leggja fram vottorð sem staðfestir fjölskyldutengslin.

Það var nefnilega það. 

 Jamm svo er nú það.  Ég hugsa að það sé erfiðara að koma til Íslands en að fara gegnum hið fræga nálarauga.  Ég veit að svipaðar spurningar eru settar fram í Bandaríkjunum en það er bara plagg sem maður fyllir út eftir bestu samvisku í flugvélinni fyrir lendingu.  Annarsstaðar hef ég ekki orðið vör við svona hræðslu við ferðamenn.  Og hef ég þó víða farið.

Og svo svona til gamans í lokin:



Rúmlega 90% ríkisborgara EES búsettum á Íslandi með dvalarleyfi tengt atvinnuþátttöku

22.2.2007

 

Árið 2006 fengu 5391 ríkisborgarar evrópska efnahagssvæðisins útgefin dvalarleyfi eða um 43% af öllum útgefnum dvalarleyfum á Íslandi. Af þeim fjölda eru rúmlega 90% ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa dvalarleyfi tengdri atvinnuþátttöku hér á landi.


Bloggfærslur 19. mars 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2023476

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband