Minnig um hetju.

Elskuleg vinkona mín Bergþóra Árnadóttir er látinn.  Hún bjó síðustu æviárin í Dúkkuhúsinu sínu í Danmörku, með sambýlismanni sínum dönskum og kettinum sínum.

Ég vil minnast þessarar kjarnakonu í nokkrum orðum.  Ég kynntist henni fyrst þegar ég var að vinna að plötunni minni.  Það var einmitt hún sem kom því öllu af stað, þekkti alla sem til þurfti og kom mér í samband.

Hún bjó þá á Bergþórugötunni upp í hanabjálka sem henni þótti svo vænt um með þáverandi maka sínum Þorvaldi Inga Jónssyni.  Það var oft glaumur og gaman í eldhúsinu hjá henni og mannmargt.  Oft var það líka í heimsókn Anna Pálína Árnadóttir sem nú er látinn einnig.

Bergþóra var hjartahlý og góð manneskja, sem stundum virtist hrjúf, en svo sannarlega var hún vinur vina sinna. 

Lögin hennar munu lifa áfram því hún var besti kventrúbator sem við áttum.  Og sennilega verður langt þangað til henni verður skákað.

Ég man fyrst eftir henni í Vísnavinum.  Hún var oft í sviðsljósinu og vakti mikla athygli fyrir lögin sem hún samdi við ljóð listaskálda.  Hún samdi þó sjálf marga góða söngtexta. 

Þegar fyrrverandi eiginmaður hennar og faðir barnanna Jón minn sem hún kallaði  oftast fór skyndilega úr þessum heimi, varð það henni mikið áfall.  Henni þótti alltaf vænt um þann mann þó þau ættu ef til vill ekki samleið.

Bergþóra var einstök manneskja, og þegar hún greindist með krabbamein, þá vildi hún ekki fara í geislameðferð, heldur kaus að taka hákarlalýsi.  Hún var sannfærð um að það gerði henni gott. 
Það má segja að þannig hafi allt líf hennar verið, áföllin í lífi hennar voru mörg. Hún slasaðist illa í bílslysi, náði aldrei fullri heilsu á ný eftir það, en hún lét það ekki aftra sér frá að spila og syngja, það var hennar líf.  Meðan ég get haldið á gítarnum, syng ég og spila sagði hún og hló.

Bergþóra stóð líka fyrir ýmsum uppákomum, greiddi götu erlendra trúbatora hingað til lands, og túraði með þeim um landið og vann mikið í Skandinavíu. 

Einnig ferðaðist hún líka með félögum sínum í Vísnavinum.

Einu sinni kom hún akandi vestur á trabant sem hún hafði málað með allskonar blómamyndum.  Þannig var Berþóra uppfull af lífi og allskonar uppátækjum. 

Ég vil minnast hennar sem frábærrar konu, sem af þvílíku æðruleysi tókst alltaf á við það sem varð á vegi hennar.  Hún mátti þola allskonar mótlæti og sorgir.  En öllu tók hún af þeirri reisn sem alltaf fylgdi henni. 

Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska. Bergþóra er farin, Guð tók hana til sín, því hann þurfti að fá hana yfir til að gleðja englana. 

Mín kæra vinkona, þú verður alltaf í huga mér.  Og ég veit að þú ert ánægð þar sem þú ert.  Þú varst alltaf tilbúin til að taka breytingum og því sem lífið gaf þér.  Það er einstakur eiginleiki og ég hef alltaf dáðst að þér sem manneskju, og sérstaklega hvernig þú tókst alltaf á við erfiðleikana eins og þeir væru bara smámál. 

Þú varst ákveðin í að vinna þennan óvin.  En stundum tekst manni ekki það sem lagt er upp með.  Óvinurinn verður sterkari.  En ég er viss um að þú fórst sátt við allt og alla. Þannig var þín lífsins saga.  Þú lést aldrei bilbug á þér finna.  Hnarreist hefur þú lagt á hið hinsta haf.  En þú hefur örugglega tekið gítarin með.

Það verða aðrir sem rifja upp söngferil hennar. En ég er hér með diskinn hennar lífsbókin Og læt hér fylgja með það sem þar stendur á baksíðu.

 

Bergþóra Árnadóttir ólst upp við söng og hljóðfæraslátt frá blautu barnsbeini. Hún byrjaði ung að semja lög við ljóð íslenskra skálda, en fystu hljóðritanir með henni komu út á safnplötuna Eintak og á níunda áratugnum kom síðan hver platan á eftir annari.  Samtímis var Berþóra jafnan á ferð og flugi, starfaði með ýmsum tónlistarmönnumog hélt fjölda tónleika innan lands og utan.  Árið 1987 kom úr platan “ í seinna lagi” en skömmu síðar fluttist Bergþóra búferlum til Danmerkur og hefur starfað það síðan. Eftir alvarlegt umferðaslys varð hún að snúa sér að öðrum viðfangsefnum, en lög og ljóð hefur hún engu að síður haldið áfram að semja þótt ekki hafi orðið af úrgáfu þeirra enn sem komið er.

 

Helstu hljóðritanir Bergþóru eru:

Eintak(1977) Almannarómur, með hljómsveitinni Hálft í hvoru (1982) Bergmál (1982) Afturhvarf (1983) Ævintýri úr Nykurtjörn, ásamt Aðalsteini Ásberg (1984) Það vorar, ásamt Grahan Smith (1985), Skólaljóð 1 (1986) og í

Í seinna lagi (1987).

Einnig eru einstök lög eftir Bergþóru á allmörgum hljómplötum, bæði í flutningi hennar og annara listamanna.  Samtals er hér umað ræða hátt í 100 hl´joðritanir.

Lífsbókin geymir úrvalslög Bergþóru frá árunum 1977 – 1987. Útgáfan er tileinkuð 50 ára afmæli hennar 15. febrúar 1998. Gamlir vinir og velunnarar hrintu verkinu í framkvæmd.

 

Inn í umslaginu um plötuna eru árituð orð frá henni;

Elsku Íja mín.  Ég kom kl. 13.20 og hitti fuglana, gerði mig heimakomna og tók myndir, sem ég sendi þér við tækifæri. Húsið er æðislegt eins og fólkið sem í því býr.  Við sjáumst síðar, þín vinkona Bergþóra.

 

Nú set ég Lífsbókina á fóninn og ætla mér að hlusta á þig ljósið mitt.  Megi allir góðir vættir vaka með þér og vernda.  Þú varst hetja.

 


Árshátíð G.Í. 2007.

Var að koma af árshátíð Grunnskólans á Ísafirði og skemmti mér konunglega.  Ætla ekki að hafa um það  mörg orð, en hér koma nokkrar myndir. Þetta var aldeilis frábær skemmtun.  það var lögð áhersla á fjölmenningarsamfélagið, nokkur lönd heimsótt, Pólland og Bretland, Thailand og svo var tunglið ekki skilið útundan.  Auk þess var farið um öll norðurlöndin.  En sjón er sögu ríkari.

 IMG_3537Thailenskur dans með tilþrifum.

IMG_3528Pólskur söngur.

IMG_3541Ísland fær að sjálfsögðu að fljóta með. IMG_3555Flottir geimfarar.

IMG_3548Tiger Wood í fullum skrúða.

IMG_3583Vaxmyndasafn Madam Tussaud.

IMG_3598Bítlatónleikar og svo auðvitað breska knattspyrnan.

IMG_3600Í höllu drottningar.

IMG_3616Strákar spila á glös, seinna nota þeir glösin í eitthvað annað hugsa ég.

IMG_3627Olsen brothers.

IMG_3640Rock Haleluja.

IMG_3652Bobby Socks. 

IMG_3676Astrid Lindgren keppti fyrir hönd Svíþjóðar.

IMG_3709Sæt saman.

IMG_3723Það er bjart yfir Ísafirði með alla þessa yndælu og hæfileikaríku krakka, þeirra er framtíðin. 

Ég skemmti mér allavega alveg rosalega vel.  Takk fyrir mig.


Tónleikar lyfta sálinni í hæstu hæðir.

Fór á tónleika í kvöld hjá Stórsveit Vestfjarða og jasskvartett Bolungarvíkur.  Í sal menntaskólans á Ísafirði.  Ég er alveg í skýjunum yfir þessum konsert.  Þarna fengum við rokk, jass og blues beint í æð frá frábærum listamönnum.  Sérstaklega þýskri konu Íris Kramer sem býr í Bolungarvík og hennar ektamaka Hrólfi Vagnssyni, sem ég hef alltaf haldið mikið uppá ásamt öðrum Vagns systkinum.  Þvílíkur hvalreki allt þetta góða fólk er sem kemur hér og auðgar músik líf okkar hér með sinni þekkingu og frábærum hæfileikum. 

Eftir kvöldið í kvöld er ég alveg komin á það að við eigum að einblína á listina sem okkar aðal.  Leiklist, og tónlist.  Við eigum svo margt frábært fólk, sem við getum státað af nú þegar á heimsmælikvarða.  Og við getum gert ennþá betur við að draga hingað hæfileikaríkt fólk.  Listin á sér engin landamæri.

Takk fyrir mig Íris Kramer og þið öll hin sem gáfu mér frábært kvöld.  Og svona von um eitthvað dásamlegt í framtíðinni, hún er okkar ef við bara viljum. Konsert

Villi vali og Íris í góðum fíling.

 

Konsert2

Stórsveitin

 

Konsert4

Allt í fárbærri stemningu

 

Lífið er músik.... eða þannig. Takk kærlega fyrir mig.


Bloggfærslur 16. mars 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2023476

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband