13.3.2007 | 16:58
Hér talar Einar Hreinsson.
Set hér inn grein Einars Hreinssonar sem hann birtir í Bæjarins Besta á Ísafirði. Mjög margir Ísfirðingar eru honum algjörlega samstíga um þessa skoðun.
Einar Hreinsson | 13.03.07 | 16:17
Kraftar Morgunblaðsins viðnám Vestfirðinga
Rangfærsla 1
Af frásögnum af fundinum að dæma var stjórnvöldum að flestu leyti kennt um og flestar þær hugmyndir og kröfur, sem viðraðar voru á fundinum, gengu út á aukin ríkisútgjöld eða ríkisafskipti af einu eða öðru tagi til að rétta hlut Vestfjarða.
Rangt er að stjórnvöldum sem eru alþingi, ríkisstjón og einstakir ráðherrar, var ekki að mestu leyti kennt um núverandi stöðu byggðar og atvinnulífs á Vestfjörðum, heldur alfarið. Til fundarins var boðað til að ræða aðkomu, orð og efndir einmitt þessara aðila að tilveru Vestfirðinga. Hið þróttmikla atvinnulíf sem einstaklingsframtakið vissulega stendur undir víða í landshlutanum var ekki til umræðu sérstaklega, enda efni í annan fund og sérstakrar skoðunar út af fyrir sig, þar sem lansdmönnum væri gerð grein fyrir því að Vestfirðingar eru engir sveitarómagar og sjá mikla framtíð í því að lifa hér og starfa og takast á við margvíslega verkefni, þar með talið að græða fé. Hér býr kraftmikið fólk og svo hefur verið alla tíð.
Fundurinn var að ræða þau skilyrði sem þessum einstaklingum eru sköpuð til að byggja upp og reka þróttmikið atvinnulíf á Vestfjörðum. Skilyrðin sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að einstaklingarnir og einstaklingsframtakið fái notið sín. Skilyrðin sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að ... meginstefið í innanlandsstefnunni verði bundið við hlut einstaklingsins. Og svo hægt sé að tryggja ... sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, svo þeir geti verið ... kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi eins og skrifað stendur í Sjálfstæðisstefnunni eins og hún er nú birt á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins.
Rangfærsla 2
Rangt er að flestar þær hugmyndir og kröfur sem viðraðar voru á fundinum gangi út á aukin ríkisútgjöld og aukin ríkisafskipti til að rétta hlut Vestfjarða. Engin slík hugmynd né krafa var þar sett fram. Einungis var farið fram á að við þegar yfirlýstar aðgerðir byggðastefnunannar verði staðið. Afgreiðsla á þeim kröfum eru sannarlega ríkisafskipti af þeirri einföldu ástæðu að ríkisútgjöld þarf að ræða við ríkið. Það mál getum við ekki rætt við annan aðila. Enginn á fundinum hvorki nefndi né ýjaði að auknum ríkisafskiptum af frelsi einstaklinganna til að njóta sín í því að byggja upp öflugt atvinnulíf eða aðhafast hvaðeina sem það frelsi annars gefur tilefni til. Hafi greinarhöfundur lesið það af frásögnum þá er farið rangt með, eða hann les mál manna með gleraugum frasatrúarmann frjálshyggjunnar.
Rökleysan
Í umræddri forystugrein stendur ennfremur: Það er út af fyrir sig ekkert, sem segir að ekki megi færa einhverja starfsemi hins opinbera út á land, sérstaklega ef um nýja starfsemi er að ræða. Fjarskiptatæknin hefur gert fólki kleift að vinna ýmis störf hvar á landinu sem er og það á vafalaust ekki sízt við í opinberri þjónustu. Hitt er svo annað mál, að opinber störf munu aldrei verða undirstaða byggðar eða atvinnulífs í neinu landi eða landshluta. Lífvænleg byggðarlög byggjast á þróttmiklu atvinnulífi, sem einkaframtakið stendur undir.
Hér er okkur boðið upp á þá röksemdarfærslu að opinber störf standi ekki undir byggð í neinu landi eða landshluta. Í fyrsta lagi hefur því ekki verið haldið fram af hálfu Vestfirðinga að opinber störf ættu að standa undir byggð, hvorki hér né annars staðar. Við gerum einugnis kröfu um að opinberum störfum, sem eru ekkert annað en þau störf sem þegnarnir hafa sammælst um að greiða fyrir sameiginlega sé réttlátlega skipt niður á byggðirnar í landinu.
Hvaða störf standa undir byggð á höfuðborgarsvæðinu? Eru þau opinber störf sem þar eru unnin ekki undirstaða neinnar annararar starfsemi? Eiga þau engann hlut í þróttmiklu atvinnulífi einstaklingsframtaksins? Eru þeir einstaklingar sem þau vinna ekki hluti af byggð? Þurfa þeir ekki húsnæði, fæði og klæði? Hefur starfsemi stofnana eins og Háskóla Íslands og Fiskistofu svo dæmi séu tekin engin margfeldisáhrif ?
Við höfnum þessum málflutningi og förum fram á að sami greinarhöfundur freisti þess að útskýra hvers vegna ekki má færa hluta þessara starfa út á land. Hvaða náttúrulögmál segir til um það að nánast öll sameginlega rekin starfsemi þjóðarinnar þurfi og geti hvergi annarsstaðar verið en í Reykjavík? Slíkt náttúrulögmál er ekki þekkt hér fyrir vestan. En við þekkjum annað náttúrulögmál sem segir að allir gæti sinna hagsmuna. Ef greinarhöfundur hefði til þess kjark og heillindi ætti hann að viðurkenna það að flutningur opinberra starfa út á landbyggðina sé andstæður hagsmunum Reykvíkinga og nærsveitunga þeirra. Hann ætti að standa sitt stríð eins og maður, í stað þess að bera á borð þær rökleysur að opinber störf standi ekki undir neinu og nánast að halda því fram að í þeim störfum sé ekki lifandi fólk!
Rangfærsla 3
Framtíð byggðar á Vestfjörðum er ekki undir miðstjórnarvaldinu í Reykjavík komin, þótt það geti hjálpað til að skapa skilyrði fyrir öflugt atvinnulíf.
Framtíð byggðar á Vestfjörðum er einmitt undir misðstjórnarvaldinu í Reykjavík komin, vegna þess að það hjálpar ekki til. Þvert á móti berst það gegn öflugu atvinnulífi á Vestfjörðum og öllu lífi utan höfuðborgarsvæðisins yfirleitt og hefur lengi gert. Miðstjórnarvaldið í Reykjavík er margþætt og illt viðureignar eins og allt miðstjórnarvald. Það birtist í margvísilegu formi, þar með talið í forystugreinum Morgunblaðsins. Það birtist í allri opinberri stjórnsýslu, á þingi og í borgarstjórn, og það smýgur um allar opinberar stofnanir þjóðarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins stendur m.a. eftirfarandi:
Lýðræðið var í öndverðu stefna, sem takmarka átti ríkisvaldið. Ná skyldi valdinu frá valdhöfum, hvort sem það voru kóngar eða keisarar, höldar eða hertogar, og koma því til fólksins. Það skýtur því skökku við, þegar svo er komið, að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafa jafnvel enn frekar ráð þegnanna í hendi sér, en einvaldarnir forðum. Þess vegna leggur sjálfstæðisstefnan áherslu á, að sjálfstæðisbaráttan getur aldrei tekið enda. Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár. Ef t.d. þessar stofnanir fólksins, þing og sveitarstjórn, gleyma hvaðan vald þeirra er runnið og fara að haga sér eins og opinberar stofnanir hafi sjálfstæðar þarfir, þá þarf nýtt átak í lýðfrelsisbaráttunni. Frelsi verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll.
Við Vestfirðingar erum einmitt þessa dagana að lesa þennan texta, ásamt boðskap annara stjórnmálaflokka. Og heyrist mér á máli manna að þeim kunni að fjölga ört sem verði á þeirri skoðun að nú þurfi ...nýtt átak í lýðfrelsisbaráttunni. Sjálfstæðisbarátta Vestfirðinga er ekki ný af nálinni, og hluti hennar er samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þessari baráttu lýkur aldrei. Ef óvarlega er á málum haldið geta hér orðið átök sem valdið geta meiri skaða en þegar er orðinn.
Einar Hreinsson.
Kt. 041154-2259
Urðarvegi 28,
400 Ísafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.3.2007 | 13:20
Sóli skín á mig í dag.
Og alla hina ísfirðingana og nágranna. Það er bara yndislegt þegar veðrið er svona gott. Og við sem þekkjum sólarleysið yfir háveturinn fögnum sérstaklega, því við vitum hve grátt og leiðinlegt það getur verið að sjá sólina bara í hillingum og fjarlægð.
Svona veður eykur manni von og lífsþrótt. Við verðum tilbúnari að berjast fyrir tilveru okkar. Og við munum sigra. Áfram Vestfirðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggfærslur 13. mars 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2023476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar