26.2.2007 | 16:51
Nafnið mitt, gott veður og fiskur á hvolfi.
Já það er sól og blíða hér á Ísafirði, en ekkert rosalega mikil mengun sem betur fer. Hér ættu allir að geta labbað heim úr vinnunni án þess að eiga á hættu að detta niður dauðir.
En ég notaði tækifærið og tók mynd af legsteininum hans afa míns, liður í að reyna að fá nafnið mitt leiðrétt. Með þessari mynd ætla ég að senda Hagtofunni bréf og fá leiðréttingu á þessari fáránlegu stafsetningu.
'Eg er með heilmiklar áhyggjur af einum fiskinum mínum, hann er búin að vera veikur lengi. Ég setti hann í bala og læt hann hafa heitt vatn a.m.k. tvisvar á dag. Honum finnst gott að fara í hlýjuna og syndir alltaf þangað sem ég helli heita vatninu niður í balan hans. En þessi elska syndir á hvolfi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Þetta er Koj hann er með sár á síðunni, en hann var orðin veikur áður en hann fékk sárið. Slasaðist þegar verið var að ná honum upp úr fiskatjörninni. Er einhver hér sem getur ráðlagt mér hvað er best að gera. Þeir hafa dáið nokkrir í vetur. Sumir segja að þeir séu einfaldlega of gamlir, en aðrir segja mér að koj geti orðið nokkra tugi ára gamlir. Þeir eru sennilega um 10 ára þessir. Þá datt mér í hug að af einhverjum orsökum hefði Permasect komist í vatnið, en þá hefðu þeir allir átt að deyja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.2.2007 | 01:16
Allt það góða sem þú vilt að aðrir gjöri þér.
Hafið þið lent í því að vera nákvæmlega sá aðili sem hefur það í hendi sér að laga allt og gera gott úr öllu í kring um ykkur.
Og þegar sú aðstaða kemur upp, að þið vitið að þið eruð nákvæmlega rétta manneskjan á rétta staðnum, sem getur bjargað málunum. En það krefst þess að þið takið rétta ákvörðun, og standið sterk og þurfið að sannfæra fullt af fólki um að þetta sér rétta ákvörðunin. En vitið jafnframt að allt getur brugðist til beggja vona.
Og finna svo að allt hefur farið á þann besta veg sem til er.
Þannig hafa tveir síðustu dagarnir verið hjá mér. Mér líður vel inn í mér, því þannig fór það núna hjá mér.
En ég nýtti mér líka andlega leiðsögn. Kallaði fram allt það góða og virkjaði það afl sem okkur býðst, ef við bara viljum biðja um það, og leyfa því að hjálpa okkur.
Þess vegna líður mér vel nákvæmlega núna. Ég stend uppi sem sigurvegari, fyrir mér sjálfri, og sennilega flestum sem hlut eiga að máli. Ég er stolt af sjálfri mér og finn að ég gerði það eina rétta, og það sem mér bar.
Vonandi kemur eitthvað gott út úr því. Og já örugglega. Það er þessi tilfinnig um að hafa breytt rétt, og þessi yndislega tilfinnig inn í mér að það virkaði allt saman rétt. Kærleikurinn og réttlæti náðu fram að ganga og nú sit ég og mér líður svo vel, af því að allt það góða sem maður gerir kemur til manns tífalt til baka.
Við erum stundum skrýtnar manneskjurnar. Harðasti töffari getur verið viðkvæmasta blómið, en töffaragangurinn er vörnin hans. Og svo er það, að sá sem maður heldur að sé viðkvæmastur reynist þegar allt kemur til alls, sá sterkasti í hópnum. Þannig komum við sjálfum okkur og öðrum sífellt á óvart. Þegar við náum að virkja þann kraft sem í okkur býr. Og þorum líka að tala um hann og deila honum með öðrum. Í dag var ég sigurvegari, og þegar ég fer í holuna mína(rúmið), þá er það með gleði í hjartanu og sálinni. Gleði þess sem veit að hann hefur með æðri hjálp og samvinnu góðs fólks gert eitthvað gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 26. febrúar 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 14
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2023478
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar