24.2.2007 | 16:30
Að gefa líf.
Ég var að koma ofan úr gróðurhúsi. Þar eru sumarblómin að gæjast upp úr moldinni, græn og hlakka örugglega til að verða stór og falleg blóm sem fólk vill setja í garðana sína. Bíða þess að verða prikluð í stærri potta og fá tækifæri til að vaxa og dafna. Ég var líka að taka græðlinga og stinga í mold. Valdi fallegustu einstaklingana frá því í fyrra til að nota í nýjar plöntur, þetta er auðvitað ekki rasismi af því að um fánu er að ræða en ekki menn hehe...
En það er ótrúlega gefandi að fást við að græða upp og gefa líf. Maður reynir líka að hlú að þeim plöntum sem eiga bágt eftir veturinn. Þau eru tekin upp úr gömlu pottunum og fá nýja mold og eru snyrt og fá svo gott atlæti. Þau sem ekki hafa almennilega náð sér eru sett á hitaborð með lýsingu og smá kærleikshjal svo þau drífi sig nú að vaxa. Já það er nefnilega heilmikil sálfræði í umönnun plantna. Alveg eins og dýra og manna. Það er sagt að plöntur finni til, og hafi tilfinningar.
Ég las einu sinni um plöntur sem komu upp um morðingja í BNA það var bara ekki tekið mark á vitnisburðinum. En það voru gerðar rannsóknir á þessu. Það var sett ofbeldi á svið i herbergi þar sem voru nokkar plöntur. Síðan voru þeir með einhver mælitæki sem mældu spennu í plöntunum. Í hvert sinn sem hinn meinti ofbeldismaður kom inn í herbergið sýndi mælirinn þessa spennu, en ekki ef einhver annar kom inn. Svo að það eru fleiri Silent Witness til en ómálga börn eða dýr.
Það er líka sagt að grænmeti æpi þegar það er skorið, það er bara á svo hárri tíðni að við heyrum það ekki. Ekki frekar en óp maðksins þegar hann er þræddur upp á öngul. En sagt er að hundar heyri þá tíðni. Hvað svo sem satt er í þessu, þá er ýmislegt sem við skiljum ekki og vitum ekki, þó við þykjumst nú vita ýmislegt.
Og þeir sem segja að plöntur geti ekki hreyft sig eru á algjörum villigötum. Því þær geta það. Þær geta snúið blöðum sínum í birtuna. Og þegar maður snýr þeim á annan veg, líður ekki langur tími uns yfirborð blaðanna snýr aftur út í birtuna.
Ég heyrði líka af bandarískri tilraun í skóla, þar sem börn voru með plöntur. Einn hópurinn talaði fallega og vel til þeirra, en annar formælti þeim. Sagt var að þær plöntur sem fallega var talað til hafi dafnað betur en hinar. Þetta getur alveg verið satt. Því það er svo margt milli himins og jarðar sem er til hliðar við okkar daglegu skynjun. En það má helst ekki ræða það. Og mjög svo auðvelt að rakka það niður og gera grín.
Í gamla daga var harðlega bannað að tala um skyggnigáfu, og börn sem voru þannig voru lamin ef þau minntust á að sjá eitthvað sem aðrir sáu ekki. Þetta hefur örugglega verið einn angi af þeirri hræðslu sem háir mannskepnunni. Best að tala sem minnst um það sem maður skilur ekki.
En maður á ef til vill eftir að ræða meira um þetta efni seinna. Það er skyggni og álfa og huldufólk. en að mínu mati þá er þetta allt saman raunverulegt og allt í kring um okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 24. febrúar 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar