Kristinn H. Gunnarsson

Ég sem formaður kjördæmisráðs Frjálslyndaflokksins í Norðvesturkjördæmi átti góðan fund með Kristni H. Gunnarssyni og félögum mínum í kjödæmisráði auk nokkurra stuðningsmanna Kristins.  Við hittumst á sunnudaginn var, þar bauð ég honum annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.  Honum hafði þá einnig boðist fyrsta sæti í öðru kjördæmi.

Hann vildi því fá umsagnarfrest.  Hann hringdi svo í mig í gær og tilkynnti mér að hann myndi taka annað sætið í Norðvesturkjördæmi.

Ég er afskaplega ánægð með að fá Kristinn í okkar raðir.  Hann er öflugur stjórnmálamaður og það verður gott að fá þessa tvo sterku menn inn hér.  En Guðjón Arnar mun leiða listann. 

Það er nokkuð öruggt að kvótakerfið verður sett á oddinn í kjördæminu, því þar brennur mikið á byggðunum að leiðrétta þá byggðaröskun sem orðið hefur vegna flutnings kvóta úr byggðalögunum vítt og breytt um kjördæmið.

 

Sigurjón Þórðarson sem var í öðru sæti hefur flutt sig um set, og mun fara í Norðausturkjördæmi, vegna fjölda áskorana frá fólki þar.  Sigurjón hefur vaxið  mjög sem þingmaður, vinnusamur og dugmikill.  Það er því eftirsjá af honum héðan, en ég er viss um að honum gengur vel fyrir austan.  Ég óska honum góðs gengis á nýjum slóðum.

Kristinn H. Gunnarsson býð ég velkomin í okkar hóp. 


Bloggfærslur 20. febrúar 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband