Alveg dæmigerð lítilsvirðing fyrir gróðri landsins.

Þetta er algjörlega eins og er bara allstaðar í okkar þjóðfélagi.  Gróðurinn er einskis virði.  Það var fyrir nokkrum árum hér á Ísafirði sem átti að segja göngustíg meðfram veginum frá miðbænum inn í fjörð.  Fyrir neðan Miðtún gróðursetti ég fyrir mörgum árum grenitré sem eru orðin stór og stæðileg.  Ég komst svo að því að göngustígurinn átti að fara einmitt þar sem trén stóðu, en ekki fyrir ofan þau, þar sem var nóg plássið.

Ég brást hart við og ræddi bæði við Vegagerðina og tæknideild bæjarins, en þeir vísuðu hvor á annan þeir ágætu forsvarsmenn þar.  Það endaði með að ég fór með þetta í Bæjarins besta og fór mikinn.  Það varð svo til þess að þeir lögðu ekki í að taka trén, heldur lögðu stíginn ofan við trén, með ofurlitlum sveig, sem þeir höfðu ætlað sér að sleppa við.

Í dag eru allir ánægðir með þetta.  En að maður þurfi að standa höggreiddur til að verja gróður í okkar annars gróðursnauða landi er alveg með ólíkindum. 


mbl.is Skarð rofið í Þjóðhátíðarlundinn án vitneskju borgaryfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drukkinn veiðimaður.

Þessi frétt er skondin af því að hún endaði vel.  En það hefði alt eins geta orðið sorgarsaga.  Hákarlinn á samt sem áður alla mína samúð.  Þarna er hann í mestu makindum að veiða sér í matinn og er þá veiddur sjálfur..... og af drukknum veiðimanni. 

Af hverju það var aðalmálið er ekki ljóst.  Svona svipað og "aðkomumaður lendir í slagsmálum", eða "tailenskur piltur stingur mann með hníf".  Aukaatriðin verða að aðalatriðum og svo framvegis....


mbl.is Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að blogga

Jamm ég er ennþá að bíða eftir því að sjá hvað er svo miklu betra að vera á bloggi en á spjalli.

Sorrý ég er svoddan kjáni að það er búið að tala svo mikið um málleysingja og hve þeir séu hættulegir umhverfi sínu og ómerkilegir. 

En ég sé bara ekki muninn.  Jú hér kemur fólk fram að mestu undir sínu eigin nafni, og jú það er takmörkun á sóðaskapnum, samt sem áður þá fíla ég einhvernveginn ormagryfjuna mína alveg í botn.  Þó hún sé full af sjálfskipuðum besservisserum sem fara hamförum yfir minnstu yfirsjón. 

En þetta er fólkið mitt, og þau hafa kennt mér alveg óskaplega mikið gegnum tíðina öll sem eitt hvert á sinn hátt.  Sum eru algjört yndi, önnur flokkast undir tröll, en þau þroska mann og gefa manni vit til að takast á við veröldina. 

Málefnin.com eru frábær.  Alveg eins og Moggabloggið er alveg frábært líka.  Þá er þetta á sinn hátt ólíkt en svo frábærlega  líkt samt sem áður.  Við erum öll manneskjur og hvort við komum fram undir eigin nafni eða nikki þá bara erum við við sjálf, getum ekki leynst. 

Þannig að við erum bara við, hvort sem við erum nafnlaus eður ei. Þá skiptir það bara engu máli, heldur hvað við viljum koma á framfæri, hvað við erum tilbúin til að gefa af okkur sjálfum, og hver við erum, hvort sem við viljum gefa það upp opinberlega eða ekki. 


Bloggfærslur 16. febrúar 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband