Hvað er réttlæti ?

Réttlætið.

Ég hef verið að velta fyrir mér þessu hugtaki. Líka réttlætiskennd og rétti mínum … og annara.

Þetta eru falleg orð og gefa góða mynd inn í manni.

En getur verið að þessi réttlætiskennd hafi aðra hlið á sér, sem er ekki eins sýnileg ?

Getur verið að til dæmis "múgæsing" jafnvel "dómstóll götunnar"sé hin hliðin á réttlætiskenndinni ? 

Og skyldi það geta verið að áróðursmeistarar nútímans hafi gert sér grein fyrir þessu og nýti sér réttlætiskennd okkar til að ná fram vilja sínum ?

Það er til dæmis hægt að sjá þetta í víðara samhengi ef maður lítur til ríkisstjórnar BNA, hvernig byrjuðu þeir innrásina í Írak ? Jú með því að höfða til réttlætiskenndar þjóðarinnar, hve Saddam væri vondur maður, og hve hættulegur hann væri okkur sjálfum og öðrum. Alveg þangað til fólkið var komið með þetta á hreint, réttast væri að útrýma helvítinu.

Þetta er saga frá annari heimsálfu. En ég held að við getum alveg séð þetta fyrir okkur allstaðar hér í okkar litla samfélagi líka.

Ég kynntist Austurrískum blaðaljósmyndara í sumar. Hann var vellaunaður ljósmyndari, svo uppgötvaði hann að eigin sögn að aðeins örfáir menn áttu og ráku fjölmiðla heimsins, og þessir örfáu menn höfðu í hendi sér og nýttu sér það að hafa stjórn á því hvað við hugsuðum og hvernig við hegðuðum okkur.

Þá hætti hann og hefur einbeitt sér að fyrirlestrum og líka að aðstoða fólk sem af einhverjum ástæðum lendir illa í pressunni. Fólk sem reynir að koma með óvinsælan sannleikann upp á yfirborðið, þann sannleika sem ekki fellur inn í þá mynd sem gúrúar nútímans vilja að við þekkjum.

Hann segir að allir helstu atburðir heimsins séu "fake" eins og hann orðaði það. Helförin, segir að rannsóknir sýni að það standist ekki að notað hafi verið allt þetta gas sem sagt er að hafi verið gert. En það sé þaggað niður.

911 til séu myndir sem sýni svart á hvítu að arabar hafi þar hvergi komið nærri.

Ferðin til tunglsins hafi aldrei verið farin. Heldur farið fram í kvikmyndaveri meistara Cubricks. Segir að það sé ljóst ef skoðaðar eru myndir frá þessum atburði að ljós og skuggar sýni að þetta geti ekki hafa farið fram á tunglinu.

Allt eru þetta mál sem eru tilfinningaþrungin og mjög eldfim umræða. Auðvelt að koma inn "réttlætingu" fólks á því hvað er vont og hvað er gott í þessu. Skynsemi komist ekki að. Það sé hreinlega vel hönnuð atburðarrás búin til og matreidd ofan í okkur almúgan. Hvað vitum við svo sem.

Ég hef séð þetta svolítið hér hjá okkur undanfarið. Ég er alveg viss um að það er í gangi maskína sem býr til staðlaðar ímyndir fyrir þá sem eru óþægilegir eða beinlínis hættulegir þeim sem vilja ráða.

Þetta er bara svona tilfinning hjá mér, ég get lítið fest fingur á hana en ég er viss að hún er samt sem áður til staðar.

Mér dettur til dæmis í hug Ingibjörg Sólrún, gott dæmi um mjög vinsæla manneskju sem andstæðingar hafa alla tíð verið hræddir við. Undanfarið hefur verið markvisst unnið að því að gera hana ótrúverðuga, umsnúa öllu sem hún segir og gera lítið úr henni. Ég er ekki samherji hennar og í byrjun fór hún í taugarnar á mér. En ég verð að segja að ég dáist að hvað hún er sterk og fylgin sér, þrátt fyrir allan kjaftaganginn og meira að segja hefur hennar eigið fólk, sumir hverjir tekið undir þetta allt saman. Þó hef ég hvergi séð neitt frá henni sem er ekki skynsamlegt og sýnir að hún vill vel.

Annað dæmi er Frjálslyndi flokkurinn sem sömu aðilar hafa illan bifur á. Það gafst tækifæri til að búa til úr flokknum þjóðernissinnaðan öfgaflokk þó hvergi sé hægt að benda á neitt slíkt hvorki í málefnahandbók flokksins né orðum forystumanna hans.

Áróðursmeistararnir mega vera ánægðir með árangurinn.

Ég var að tala um réttlætiskennd. Hún er tvíeggja sverð. Ef við viljum raunverulegt réttlæti, þá kostar það bara heilmikið.

Það kostar að við þurfum að skoða málin og kynna okkur hvað er í gangi, en hlaupa ekki eftir þeim sem hæst galar.

Við getum ekki leyft okkur að láta reiðina yfirtaka réttlætiskenndina og fara sjálf ofan í þann pitt að fordæma jafn mikið eða meira þá sem um er rætt.

Við skulum aðeins vara okkur á matreiðslumeisturum kjötkatlanna. Seiðurinn sem þar er bruggaður getur reynst okkur hættulegur ef við ætlum að hlaupa upp til handa og fóta með það sem við heyrum, en nennum ekki að kynna okkur til hlítar.

Í æsku heyrði ég alltaf að "vinstrimenn" kæmu sér aldrei saman um neitt, þeir væru sundurleitur hópur sem gæti ekki stjórnað.

Þetta með hægri og vinstri er svona orðatiltæki sem loðir við enn í dag. Og núna í merkingunni stjórn og stjórnarandstaða.

Besta vopn sem við getum gefið þessari ríkistjórn er nefnilega það að við berjumst innbyrðis. Að réttlætiskennd okkar sé saumuð ofan í hvert handtak okkar sjálfra, svo að við gleymum að horfa í stærra samhengi á samfélagiðl.

Hvernig væri nú að snúa þessu örlítið við. Skoða og lesa hvað fólk er að segja. Og meta sjálf hvað sagt er og gert.

Ég hef grun um að þessi barátta í vor verði ansi leirug og andstyggilegt enda er mikið í húfi. Ef til vill meira en við gerum okkur grein fyrir hjá sumum allavega.

Við eigum ekki að láta segja okkur hvað við hugsum. Við eigum að líta til allra átta og móta okkar eigin skoðanir. Það er hið eina og sanna lýðræði.

Eina réttlætið er það að við tökum upplýsta ákvörðun byggða á því sem við höfum kynnt okkur sjálf. Jafnvel með því að spyrjast fyrir.

Það er nefnilega stundum hægt að segja vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.

Þess vegna eigum við að vinna heimavinnuna okkar og sjá til þess að enginn plati okkur til þess að þjóna heimatilbúnum velmatreiddum "sannleika".

Lýðræðið kostar nefnilega þegar til alls kemur bara alveg heilmikið.


Bloggfærslur 15. febrúar 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband