11.2.2007 | 22:03
Mitt eigið óargadýr.
Ég fékk bólu á ennið. Fyrir ofan gagnaugað. Ég fylltist skelfingu, og fékk mér stækkunargler og skoðaði hinu meginn hvort þar væri hnúður líka.
Þegar ég fór í bæinn fannst mér allir stara á mig, mér leið eins og ég væri að breytast í varúlf.
Hvernig ætli fólk bregðist við því ef ég fæ nú allt heila klabbið, horn, hala og klaufir. En svo reyndist þetta bara vera venjuleg bóla.
Ég er samt að hugsa um að spyrja vini mína sem ekki eru í Frjálslynda flokknum hvort þau sjái einhverjar breytingar á mér. Það getur nefnilega verið að fólkið í flokknum sé allt í álögum og sjái ekki hvað er að gerast í kring um það. Viti ekki að það er að breytast í óalandi og óferjandi ruslahauga og rasista.
Úbbs ! það væri mjög slæmt mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.2.2007 | 16:13
Dagurinn í dag.
Hann var hálf skrýtin. Sonur minn hringdi í mig kl. hálf sjö í morgun og tilkynnti mér að tengdadóttirin hefði misst legvatnið og væri komin inn á spítalann. Þar sem ég hef fengið leyfi til að vera viðstödd fæðinguna fór ég strax niður á spítala. En þar var allt tíðindalaust. Litla skottið var ekkert tilbúið til að koma strax. Þó hún hafi sent þessi skilaboð. Ég fór því heim og bíð spennt eftir kallinu sem kemur vonandi fyrr en seinna. Og ég hlakka til. Hún verður númer 16 af barnabörnunum, góð tala svona í aðdraganda söngvakeppni sjónvarpsins, það er svona heiðurssæti Íslands í Evrovisionsögu okkar.
Fæðing lítils barns er alltaf gleðileg, þau eru kraftaverk náttúrunnar. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég eignaðis mitt fyrsta barn, einmitt þennan son, mér fanns ég vera stórkostleg manneskja að hafa afrekað þetta, og ég byrjaði á að telja fingur og tær og skoða þetta litla furðuverk sem ég hafði komið í heiminn.
Mín elskulegu barnabörn hef ég fengið héðan og þaðan. En blóðskyld mér eru orðin sjö. Og hef ég verið viðstödd fæðingu fjögurra þeirra. Það er svo yndislegt að fá að vera með frá byrjun. Upplifa kraftaverkið aftur og aftur. Sá þau taka fyrstu sporin út í lífið eða á maður að segja stóra ferðalagið burtu frá mömmu.
Sum þessara barna eru langt að komin eins og alla leið frá El Salvador. En það skiptir bara engu máli hvaðan ég hef fengið þau, ég elska þau öll jafnt. Og þegar ég heyri þau kalla á mig "amma" eða gjarnan "amma í kúlu" þá syngur mitt hjarta af gleði. Sú ást er fölskvalaus og nærir mann alveg inn að hjartarótum.
Jamm Amma í kúlu bíður spennt, en þó er bara tæpur mánuður síðan lítil dama fæddist út í Vín, og sú ber nú nafnið mitt.
Barnabörnin mín eru yndislegust af öllum manneskjum sem ég þekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 11. febrúar 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 14
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2023478
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar