16.12.2007 | 15:45
Hugsum til þeirra sem eru að vinna að góðum málum í okkar samfélagi. Hugsum til Stígamóta, Sólstafa og Aflsins, ef við viljum styrkja gott málefni.
Ljótustu glæpir sem framdir eru, ef svo er hægt að segja, eru ofbeldisglæpir gagnvart öðrum manneskjum, nauðganir, misnotkun og sálarmyrðandi gjörðir. Það er hreinlega alveg hræðilegt að hugsa til þess hve sumt fólk getur verið illa innréttað, það ætti hverjum manni að vera ljóst þvílíkar hörmungar eru leiddar yfir fólk sem verður fyrir slíku, og sér í lagi börn sem eiga að vera vernduð af okkur hinum.
Grátlegt er líka hve vægir dómar eru við slíkum glæpum. Það er með ólíkindum og einhvern veginn hugsar maður að þeir sem dæma svona létt, menn sem fremja svona ljóta glæpi, hljóti sjálfir að vera þannig þenkjandi að þetta sé í þeirra augum ekki glæpur. Það er þeirra samviska sem verður að eiga við þá sjálfa. Ekki ætla ég að taka það á mig, en þeirra er skömmin.
Sem betur fer fyrir fórnarlömbin sem oftar en ekki hafa talað um að þau upplifi aðra nauðgun við dómsmeðferð og kæru, hafa verið stofnuð samtök til að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þessi samtök eru sem betur fer sterk, þó þau starfi að mestu leyti í sjálfboða vinnu og ótryggum framlögum. Stígamót þekkja allir, og þangað hafa margir leitað. En frá þeim hafa svo konur stofnað systurfélög úti á landi, á Ísafirði er félagið Sólstafir, og á Akureyri Aflið. Þessi systursfélög Stígamóta berjast í bökkum fjárhagslega. Því þó fólk gefi þar vinnuna sína flestir, þá er annað sem þarf að borga eins og húsnæði og rafmagn og það sem þarf til að hafa samastað fyrir fólk sem þarf að leita sér aðstoðar.
Þegar verkefnið Óbeisluð fegurð var í vinnslu á Ísafirði, var ljóst að aðstandendur hennar ætluðu að láta allt fé sem kæmi inn fara til Sólstafa, það var gert, og ég man þakklæti þeirra stúlknanna, þegar þeim var afhent féð, sem var um 500.000 þúsund krónur, talsvert fé, en ekki mikið til að dekka svo viðamikið verkefni sem Sólstafir hafa reynst.
Nú hefur líka heyrst að Aflið eigi í fjárhagserfiðleikum. Það er sorglegra en tárum taki að svona félgasamtök sem stofnuð eru af fólki sem sjálft hefur upplifað þessa hryllilegu glæpi, og vilja hjálpa öðrum, þurfi að ganga endalaust með betlistafinn í hendinni.
Því miður er rauninn sú, að það er mikið um svona glæpi. Það eru ótrúlega margt ungt fólk sem lendir í slíkum hremmingum, eða hefur kvalist í mörg ár vegna slíkrar lífsreynslu, og getur loksins fengið aðstoð og hjálp við að koma sínu lífi í lag. Mér finnst einhvernveginn að það hljóti að þurfa að styðja við bakið á svona hjálparstarfssemi. Ég sé til dæmis fyrir mér að við sektun gerenda í slíkum málum, sé sektin hækkuð og sú hækkun renni til þeirra félaga sem eru starfandi í landinu, og jafnvel sé gert ráð fyrir að slík samtök séu stofnuð í öllum byggðakjörnum landsins. Og að þeir brotlegu verði látnir greiða fyrir með hluta af þeim sektum sem þeir fá.
Meðan ástandið er eins og það er, og meðan dómarnir eru eins og þeir eru, og meðan sektirnar eru eins og þær eru, þá er ljóst að þau yfirvöld sem þessi mál heyra undir líta hreinlega ekki á það sem glæp að menn sýni svona framferði. Og þá er spurning hvað við almenningur í þessu landi getum gert til að ýta þeim í betri farveg. það er nokkuð ljóst að undirskriftalistar skila sáralitlu, þar sem það hefur verið reynt. Menn hlusta ekki á endalaus viðtöl við fórnarlömb, og hræðilegar sögur þeirra af slíkri upplifun. Oft mjög hetjuleg viðtöl við fórnarlömb, sem líða sálarkvalir við að ræða sína hræðilegu reynslu, einmitt til að vekja athygli á vandanum, en fyrir daufum eyrum þeirra sem hafa með málin að gera.
Þess vegna vil ég fara fram á það að fólk almenningur í þessu landi, samsami þá sem þannig koma fram, bæði dómara og lögreglu við þá sem fremja glæpina. Að við sýnum það allstaðar hvar sem er, að við lítum á gerendur og dæmendu sömu augum. Þeir séu sitt hvor endinn á sömu spýtu.
Einnig vil ég hvetja fyrirtæki og stofnanir til að hugsa til þess að gauka einhverju að þessum samtökum, í anda jólanna. Þetta starf er bráðnauðsynlegt og ennþá nauðsynlegra fyrir þá sök þar til bær yfirvöld líta ekki á þau sömu alvarlegu augunum og þorri almennings.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 16. desember 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2024212
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar