Sól i fjörbrotum og bær við ystahaf.

Já þessi dagur var fallegur að venju.  Úlfur er að æfa Tai Cwan Do eða hvað þetta heitir.  Amma taktu mynd sagði hann í gær, þegar hann hafði fengið aurana fyrir búningnum.

IMG_0295

Stoltur drengur.

IMG_0303

Smá sýnikennsla fyrir ömmu í þessari ágætu íþrótt hverri ég kann ekki nafnið á.

IMG_0299

Svona á að gera.

IMG_0298

Þetta er alvarlegt mál sko.

IMG_0301

Veit ekki hvort ég er að setja þetta inn í réttri röð. Smile

IMG_0309

Hér kemur hróp.

IMG_0308

Og manni er kennt að bera virðingu fyrir andstæðingnum, nokkuð sem margir mættu tileinka sér.

En sum sé það var fallegur dagur í dag.

IMG_0310

Sólin náði aðeins að lyfta sér yfir lægstu fjöllinn í nokkrar mínútur.

IMG_0311

Úr því varð mikið sjónarspil.

IMG_0313

Eins og sjá má.

IMG_0314

Kubbinn með sínar álfaborgir og búðir ljómar. 

En við ákváðum að fara í sund í Bolungarvík í dag.  Við förum venjulega í sund á Suðureyri, þar sem aðstaðan er mjög fín að mínu mati, en vatnsrennibrautinn heillaði unga manninn, svo það var haldið áleiðis til Bolungarvíkur.

IMG_0320

Litirnir yfir fjöllunum voru einhvernveginn lillableikir.

IMG_0323

Ég hef alltaf dáðst að Bolvíkingum, þeir eru afar duglegir og sterkir eins og fjöllinn í kring um þá.

En líka þykir mér vænt um þá, fyrir að vera nágrannar okkar út við ysta haf.

IMG_0324

Hér lúrir bærinn undir fjöllunum, bolafjall þar hæst.

IMG_0325

Hér ökum við inn í plássið.  Þetta eru eini bærinn hér vestra sem er með götuljós.  Og hér er margt á uppleið, duglegur bæjarstjóri og félagar hans í bæjarstjórninni hafa lyft grettistaki í málefnum bæjarins og er það vel.

 

IMG_0327

Sundhöllinn er bara hin glæsilegasta og rennibrautinn er æðisleg segir stubburinn.  Heitupottarnir eru notalegir, og það er flott að horfa upp á fjöllinn allt í kring. 

IMG_0329

Það er farið að rökkva í bænum.

IMG_0330

Við komum auðvitað við í sjoppunni og fáum okkur ís, hvað annað áður en haldið er á Óshlíðina.

IMG_0331

Það er komið rökkur þegar við komum heim.  Og nú er búið að kveikja upp í grillinu og þeir afgarnir eru að steikja kjöt.  Notalegt laugardagskvöld í faðmi litlu fjölskyldunnar. 

Eigum við ekki að gera aftur eins og síðast, sagði Úlfurinn, fá okkur te og hunang saman í kvöld og rabba saman. Heart

Eina sem skyggði á gleðina var að fjölskyldan mín frá El Salvador kom með bréf frá apparatinu um að þau uppfylltu ekki skilyrði til að verða íslenskir ríkisborgarar.  En þau gætu beint ósk sinni til Alþingis, það var reyndar sá prosess sem Össur var búin að segja mér að gæti komið upp.  Svo ég er róleg yfir því.  Við sjáum hvað setur. 

En sem sagt notalegur dagur, og notalegt kvöld í vændum. 


Bloggfærslur 10. nóvember 2007

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2024213

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband