Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2014 | 10:09
Fljótavík og refir.
Já refurinn á Hornströndum er friðaður og alls ófeimin við manneskjuna. Hann er uppspretta ánægju sérstaklega fyrir erlenda ferðamenn sem hafa aldrei komið í slíkt návíki við villt dýr.

Þarna var heil sex refa fjöskylda, mamman og yrðlingar hennar. Hún var að siða þá til greinilega.

Yrðlingarnir Voru gáskafullir og virkilega gaman að fylgjast með þeim.

Aha hér hefur einhver misst eitthvað, best að tékka á því.

Best að koma ekki of nálægt þessum mannverum, þær eru óútreiknanlegar.

Vissuð þið að karlar geta líka tekið til og þrifið? Ef maður bara gefur þeim tíma til þess hehe.

En það var litla Ásthildur sem þreif ofninn og gerði það vel.

Eitt aðalskemmtiatriðið var að hoppa í drápslækinn.





Já þetta var sannarlega gaman.


Þau brýndu gamla vasahnífinn hans afa alveg upp að hjöltum en þetta gátu þau dundað sér við löngum stundum.

Það er fallegt í Fljótavík þegar veðrið er gott.

Og þennan tíma var akkúrat stórsteymi og fullur máni.

Stórglæsilegur.

En nú er komin tími til að taka pásu. Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2014 | 11:40
Í Fljótavík.
Fljótavíkin er dásamlegur staður fyrir börn og unglinga en líka fyrir okkur hin.

Hvað ungur nemur gamall temur. Atli frændi að kenna krökkunum að kveikja upp í ofninum, sjónvarpinu sem við köllum svo.

Sem betur fer var ágætlega hlýtt í veðri, því við þurftum að spara eldinn. Við höfðum samt tekið með drumba sem Elli sagaði í fyrra í grisjun í garðinum okkar, og var drjúgur efniviður, en svo keyptum við líka niðursöguð jólatré frá hjálparsveitinni.

Og Daníel var ráðinn aðaluppkveikjarinn með aðstoð frá Óðni Frey.

Og svo þurfti að höggva í eldinn, og Daníel var duglegur við það. Ásthildur hjálpaði til.

Hún bar eldiviðinn inn.

Það var spilað, og leikið sér meðan rigndi, þá var notalegt inni.

Það var líka notalegt frammi í garðskálanum, sérstaklega eftir að gamla sófasettið var flutt þangað og svo var hægt að steikja sér sykurpúða við gasofninn

Og meðan hinir krakkarnir spiluðu...

dundaði nafna sín sér við að lita í krossgátubókina hennar ömmu.
Hún er nefnilega athafnakona alltaf að hjálpa til.

Og vitanlega þurfti að vaska upp.

Daniel og Óðinn fundu upp góða aðferð við að vinda handklæði, því þegar allt er blautt og enginn þvottavél er eins gott að vera ráðagóður.

Ásthildur fór á hverjum degi í göngutúr með afa, og safnaði kúskeljum sem hún ætlar að fara með til Austurríkis og sýna krökkunum í skólanum sínum.

En hvað ætli hafi vakið athygli krakkanna og líka hinna fullorðnu hér?

Góðir gestir litu við, Hálfdán Bjarki og Hálfdán hinn, flottir feðgar.


Við Ásthildur bökuðum pönnukökur, og Hanna Sól hjálpaði líka til.

Þær hurfu eins og dögg fyrir sólu í svanga maga.

Strákarnir reyndu að stríða minnsta manninum, en hann tók bara þátt í gríninu svo það var ekkert skemmtilegt

Það er líka heilmikið mál að grilla...teku allavega tvo karlmenn.

Eða jafnavel þrjá

Fyrstu dagana hefði veðrið mátt vera betra, en börnin tóku það ekki nærri sér.

Maður gat bæði hyggað sig inni eða farið út að sulla.

Og það voru sagðar sögur, bæði draugasögur og annað við hæfi.

Já eruð þið nokkuð orðin forvitinn hvað við erum alltaf að glápa á?

Hann er hérna ástæðan fyrir glápinu, heil fjölskylda gerði sig heimakominn hjá okkur og það var gaman að fylgjast með.

En nú er verið að stugga mér burt úr tölvunni af barnabörnunum, svo ég læt hér staðarnumið, en skrifa meira seinna. Eigið góðan dag elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.8.2014 | 11:33
Fljótavík, ferðasaga fyrsti hluti.
Þá erum við komin úr okkar árlegu Fljótavíkurferð. Fimm barnabörn fóru með í þetta skipti.

Atli frændi kominn og þá er hægt að fara að huga að öllum undirbúningi.

það var dumbungur þegar við lögðum af stað.

Eins og venjulega var stórt farþegarskip á Bugtinni, þetta of stórt til að fara alla leið inn í höfnina, en við erum á leið til Bolungarvíkur, þar sem bíður okkar bátur til að bera okkur til Fljótavíkur.
Haukur Vagnsson.

Þá er að bera dótið um borð. Og nú þurfa allir að hjálpast að.

Stórir og smáir.

Alltaf best að allir geri sitt.

Jafnvel þeir allra minnstu, og auðvitað þarf hver að finna sér verkefni við hæfi

Spáin var ekkert sérlega góð, en hver lætur sér það ekki í léttu rúmi liggja.

Þá er allt að verða komið um borð.

Og lúxus um borð, meira að segja vídeo um borð, svo krakkarnir gátu látið tímann líða fljótar.

Og tilhlökkunin leynir sér ekki, Fljótavík er draumastaður barnabarnanna minna

Þar byrja líka flest ævintýrin.

Spennandi að horfa á freyðandi öldurnar.

Stelpurnar mínar komnar alla leið frá Austurríki.

Gaman gaman.

Óðinn Freyr frá Noregi.

Daníel og Arnar frá Reykjavík og Njarðvíkum.

Báturinn hamaðist og hjó, vegna sjágangs, en Haukur hægði á ferðinni fyrir rastirnar, svo sjólagði yrði betra. Þ.E. fyrir Ritinn og Straumnesið.

Þau voru öll svo róleg og góð alla leiðina.

Þó var gott að leggja sig meðan versti veltingurinn var.

Já sjórinn getur orðið ansi kólgugrár norður við ballarhaf.

Og það var gott að hafa afa með.

En svo var að komast í land. Það var ákveðið að lenda í sandinum.
Það beið frændfólk okkar til að fara með bátnum til baka, þar sem ekki hafði verið hægt að fljúga vegna þoku.

Sem betur fer var nógur mannskapur til að taka á móti bátunum, því aldan var í stærra lagi.

Þetta fylgir því að fara norður á Hornstrandir.

Það þurfti bæði að koma fólki og farangri á þurrt land.


En þrátt fyrir kalsarigningu undu börnin sér vel í fjörunni.


Þetta tók drjúgan tíma, og eins gott að vita af kjötsúpu í fötu sem ekki var annað en að hita upp þegar við komum í bústaðinn.




Nauðsynleg öryggistæki eru alltaf tiltæk.

Úbbs nú lá nærri.

Og þá var að koma draslinu heim í bústað.

MMM rjúkandi kjötsúpa, notalegt.

Bara notlegheit framundan.

Sitja framan við eldinn og horfa á "sjónvarpð" fire eitt tvö og þrjú hehehe.

Já afslöppun. Þetta dugar í bili, en ég set inn fleiri myndir síðar. Málið er að hjá mér eru nú fjgur barnabörn og allir vilja komast í tölvur
En nú er sól úti svo þau eru að leika sér þar. En við fáum að sjá ýmislegt skemmtilegt frá þessari ferð, m.a. refi.
Eigið góðan dag elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2014 | 22:55
Lýðræði og það sem við þurfum að huga að.
Þetta mál tekur á sig sífellt vandræðalegri mynd. Verð að segja að það er tímabært að einhverjir taki þetta mál úr þeim farvegi sem það er (vandræðagangi) og geri eitthvað til að ljúka því á einn eða annan hátt.
http://www.visir.is/bladamadur-dv-tjair-sig--hvetur-radherra-til-ad-lita-ser-naer-vid-asakanir-um-politiska-leiki/article/2014140809812
Þeir sem fylkja sér um Hönnu Birnu og innanríkisráðuneytið vilja, og leggja upp úr því að DV sé sorpblað og að Reynir Trausta sé ómerkileg persóna. Það sem hér birtist segir að mínu viti aðra sögu. Maðurinn er í raun að verja sitt fólk, og setur sjálfan sig í skotlínuna hvað það varðar. Þarna þekki ég gamla vestfirska drengskapareðlið. Tek það fram að ég þekki vel til Reynis frá Flateyri bæði hans móður og bræður, sem eru gersemar og menn af gulli.
"Takið eftir þessu:Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja. Þannig ætlaðist hún til þess að hann tæki þátt í einhverju plotti til að forða henni frá pólitískum óþægindum, útskýrir Jóhann".
Er þetta sæmandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands? ég segi nei, þetta er bara ekki ásættanlegt og ég held að gert sér ráð fyrir því í stjórnarskrá Íslands að ráðherra geti ekki beitt sér á þannan hátt í samskiptum við landslýð.
Mér er á engan hátt illa við þessa persónu, og það kann vel að vera að hún sé hin ágætasta manneskja, en þetta dæmi gengur engan veginn upp. Og réttlætiskenndin í mér segir að svona bara geti ekki gerst. Við íslenskur almenningur getum ekki horft fram hjá þessu og látið sem ekkert sé. Það getur svo sem vel verið að mér verði hengt fyrir þessa afstöðu mína, en málið er líka að þar sem ég er komin á eftirlaun og á ekkert inni hjá ríkinu gefi mér ákveðna stöðu til að tjá mig um þessi mál af sanngirni og heiðarleika.
Svo bendi ég líka á að enginn úr stjórnarráðinu hefur treyst sér til að tala hennar máli, nema framsóknarmaddaman. Það segir algjörlega sína sögu um ástandið.
Svona er þetta bara, og því lengri tími sem líður frá því að Hanna Birna segi af sér, því alvarlegri áhrif mun þetta mál hafa á stjórnina og samstarfið. Ég hafði ákveðna samúð með þessu fólki framan af, en sú samúð og traust er óðum að víkja, því ef ráðamenn geta ekki kippt svona hlutum í lag, þó óvinsæl séu, því ólíklegra er að þeir geti tekist á við stærri vandamál.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.8.2014 | 21:21
Mýrarbolti, skemmtun og gott veður.
Já ég sit hér við dillandi tónlist frá bænum. Kiriama family og fleiri og seinna verður flugeldasýning. Það var svo sannarlega mikið um að vera á helginni, stuð í Tungudal og fjör í bænum.
Ég fór reyndar ekki inn í dalinn en skaust upp á veginn upp að göngum og tók nokkrar myndir af herlegheitunum.

Veðrið lék við okkur þessa daga.

Hér má sjá að það voru margir að fylgjast með, og flestir ískemmtilegum búningum. Mesta athygli vöktu þó jólasveinarnir, sem komu færandi hendi.

Mér telst til að þarna séu einir 7 vellir og það var keppt á þeim öllum í gær, en úrslitaleikir voru í dag.

Já þetta var örugglega hin besta skemmtun.

Fékk þessa lánaða hjá Eygló Jónsdóttur Valkyrju.

Já þetta er gaman.
En ég var nú samt mest að dunda mér í garðinum mínum, enda veðrið dásamlegt.

Og svo bara að njóta mín

Eins og fleiri, þessi fékk feita flugu í netið sitt í dag, og rúllaði henni upp med det samme

Krummi er búin að þyggja mat í allt sumar, reyndar eru þeir fjórir, pabbinn, mamman og tveir ungar, og stundum reyna þeir allir að sitja á staurnum, og foreldrarnir losna ekki við ungana, sem skrækja ógurlega til að fá mat.

Og nú er að fjölga í ungahópnum hjá mér, því fyrir liggur að fara í Fljótavíkina, og þangað vilja þau öll fara með ömmu og afa

Reyndar verða enginn svona tæki til taks í Fljótavíkinni, sem betur fer, þar þarf bara að leika sér úti, vaða og veiða.

Ljúka svo á skemmtilegum himnagalleríismyndum.

Njótið kvöldsins elskurnar, ég er að gera það svo sannarlega
![]() |
Jólasveinar kepptu í mýrarbolta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2014 | 19:17
Drullumall gott fyrir sálina og húðina líka.
Jamm drullaðu þér vestur

Tók þessar í fyrra.

Þessi hátíð og keppni er að byrja núna kl. tíu inn í Tunguskógi.

Og það er glampandi sól og blíða.

Hart barist. Og klæðnaðurinn flottur.

Ekki árennilega þessar vonandi keppa þær aftur í ár.

Það þarf víst ekki að taka því fram að þetta er heimsmeistaramót.

Drulla er örugglega góð fyrir húðina

Kerasis voru meðal keppenda og voru sigurstranglegir þeir verða aftur með í ár.

Hahahaha

Dóttir mín var að keppa í fyrra.

En ég get alveg sagt ykkur það þetta er bara drullugaman.
![]() |
Með uppskriftina að drullunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.8.2014 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2014 | 13:50
Meðvirkni, hræsni eða gunguskapur.
Daglega berast okkur hrottalegar fréttir af níðingsverkum ísraelsku stjórnarinnar á Gasa, og þeir eru heldur að bæta í en að minnka árásirnar á varnarlaust fólk. Og allt Hamas að kenna...... eða þannig afsaka þeir árásir á leikvelli, barnaskóla, sjúkrahús og bænahús, jafnvel þar sem þeim hefur verið tilkynnt að saklaust flóttafólk haldi sig.
Nú hafa nokkrar þjóðir mið Ameríku skipað heim sendiherrum sínum í Ísrael, til að láta álit sitt í ljós vanþóknun sína á atferli þeirra. En "lýðræðisríkin" á vesturlöndum horfa upp og niður, eða loka augunum, það má ekki styggja níðingana. Ég get rétt ímyndað mér hvernig þeir hefðu brugðist við ef þetta væru múslimar að ráðast á Ísrael, þá væri löngu búið að grípa inn í.
En nei, það má ekki slíta stjórnmálasambandi, það má ekki senda harðorðar ályktanir og það má yfirleitt ekki hrófla við þessu krabbameini sem ísraelsríki er þarna. Krabbamein er yfirleitt aðskotahlutur sem treðst inn þar sem hann á ekkert erindi og yfirtekur svo þann sem ráðist hefur verið á. Þeim var á sínum tíma sópað þarna undir teppið af vesturveldunum, án þess að hugsa það til enda.
En hversu lengi ætla ráðamenn í svokölluðum líðræðisríkjum, og sjálfskipaðar heimslöggur, þegar ráðist er inn í önnur lönd svo sem Írak, Afganistan og fleiri, að láta þetta viðgangast?
Það er eiginlega mál að linni, og að heimurinn fordæmi þessi dráp. Bandaríkjaforseti hefur lagt blessun sína yfir þessi ósköp og þar með tapað ærunni gagnvart fólki með samvisku.
Ætla aðrir forystumenn vestursins að gera það sama?
Núna strax á að taka í taumana og stöðva þetta stríð, ég veit að það er hægt, en þið þorið því ekki.
Það sem einkennir ráðamenn eru annað hvort gunguskapur, þora ekki að koma sér illa við herveldið Ísrael, sem ræður líka öllu meira og minna í Bandaríkjunum, hræsni með að fordæma verknaðinn svona til heimabrúks, og meðvirkni af því gyðingar áttu svo bágt meðan Adolf var og hét.
En nóg um það af því að veðrið er svo gott hér núna og friðurinn ríkir, ætla ég að setja inn nokkrar myndir út eigin garði, þið getið svo notið þeirra meðan murkað er lífið úr enn fleiti börnum og konum á Gaza... eða þannig. meina þetta auðvitað ekki, en þetta er mótallinn í ráðamönnum heimsins.

Er að planta út blómunum sem ekki seldust. Og fegra minn eigin garð með þeim.

Alejandra mín í heimsókn.

Það er sól núna dag eftir dag, sem betur fer, en eftir rigninguna er gróðurinn í góðu standi.

Blóm eru alltaf til yndisauka.

Þetta fyrirbæri hef ég ekki séð fyrr hér, bara í Noregi og svo í Austurrísku ölpunum, það er eins og skyjahula fossi niður dalinn. mjög sérkennilegt.
Hér fyrir neðan eru svo tvær myndir sem ég ræð ekki við að setja inn á réttan stað, það er stundum eins og ekki sé hægt að stýra wordinu hér, ég verð stundum ansi pirruð á því.
En auðvitað meinti ég ekki þessi ljótu orð til ykkar hér að ofan, ég var bara að gefa smá kinnhest, til að undirstrika hryllingin sem er að eiga sér stað í þessum rituðu orðum.
Eigið svo góðan dag, og við skulum öll senda hljóða bæn til barnanna á Gaza, Í suður Súdan og ættingja niðurskotnu flugvélarinnar frá Malasíu


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.7.2014 | 12:12
Til hamingju Haraldur.
Óska Hafnfirðingum til hamingju með nýjan bæjarstjóra, hann var bæjarstjóri hér fyrir nokkrum árum, og var virkilega fínn. Hann var hreinskiptin og bar hag starfsmanna sinna fyrir brjósti, til dæmir ef hann heyrði á þá hallað í sambandi við störf, þá kallaði hann starfsmanninn fyrir og bað hann um hans hlið á málinu.
Mórallinn á bæjarskrifstofunni meðan hann vann þar var með ágætum, og undirmenn hans yfirleitt ánægðir í vinnunni, þar er ekki alltaf sem það hefur verið svo á þeim vinnustaðnum og þekki ég töluvert til.
![]() |
Haraldur ráðinn bæjarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2014 | 11:53
Daglegt brauð.
Veðrið hér er dásamlega gott, það er hálfsól og hlýtt, í gær var hitinn mældur 20° án sólar, Þó ekki væri þess getið sérstaklega í útvarpi allra landamanna, því eins og allir vita "eiga" austfirðingar og norðlendingar góða veðrið. Það væri annars gaman að vita hvert hitastigið yrði á Akureyri ef hann væri mældur á útskaga beint á móti norðri? Það er nefnilega ekki sama hvar hitinn er mældur, hér í nokkur ár var hitinn líka mældur á Ísafirði og var þá hitastigið oft hærra en á Akureyri. Því miður var það aflagt. En nóg um það.
Hér eru nokkrar myndir úr garðinum mínum.

Lóðin mín er að verða einn frumskógur,sem gefur mikið skjól.

Þá getur verið notalegt að færa stólana bara bak við hús og njóta sólarinnar þar, þessi mynd er tekin í fyrradag.

Ég er nýbúin að taka þetta beð í gegn og gróðursetja. Er svona að mynda mig við að skreyta garðinn minn.

Já hér kennir ýmissa grasa skal ég segja ykkur.

Það sama má segja um mannfólkið, hingað koma oft skemmtilegir gestir, þetta par var að koma frá Hellissandi, hitti þar konu, og þar sem hann er áhugamaður um kúluhús, og er að hanna slík, reyndar bara gróðurhús, sagði hún honum frá mér, svo þau komu og kíktu við.

Virkilega gaman að spjalla, hann er frá BNA en hún frá Ástralíu. Og eru á puttaferðalagi um Ísland, umhverfisvæn og dugleg. Ég fæ aðeins meiri trú á bandaríkjamönnum þegar ég hitti fólk eins og hann.

Þau gáfu sér góðan tíma til að sitja og spjalla, hann sagðist örugglega ætla að byggja kúluhús, og við bundumst fastmælum um að hann myndi hafa samband þegar hann byrjaði á því verkefni.

Svo var bara eftir að kveðja, þau voru að leggja af stað til Hólmavíkur.

Hvað ungur nemur gamall temur, Sigurjón að ræða við afa, hann og mamma hans kíktu við líka.

Já það þarf að ræða málin stundum.

Og jafnvel æfa sig smá.

Þessi stöng var sett upp á sínum tíma fyrir Úlfin til að hanga, og strákarnir nota sér það litlu frændurnir. En aldrei stelpur skrýtið?

En Lotta er afar gestrisin og lætur sér þykja vænt um gesti og gangandi, nú er hún að þvo sér.

Vandlega það er meira en að segja það, svo loðin sem hún er þessi elska.

Já og svo þarf að slaka á eftir erfiðið.
En ég er á leiðinni út í góða veðrið á Ísafirði. Eigið góðan dag elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2014 | 19:32
Haldið þér kjafti herra forseti.
Það minnsta sem þú getur gert er að skoða það sem er að gerast á Gaza. Meðan þú lítur undan og gefur ísraelum skotleyfi á konur, börn og gamalmenni á Gaza ertu algjörlega ómarktækur í umræðu um mannréttindi.
Auðvitað eru viðbrögð aðskilnaðarsinna og rússa algjörlega óforkastanleg að öllu leyti og viðbjóðsleg, en þú er samt sem áður líka viðbjóðsleg manneskja að líta undan þegar fólk er drepið af illvirkjum í herliði Ísrael.
Og ekki bara það herra Óbama, heldur er fréttamennskan á pari við einræðisríki, þar sem þöggun ríkir og fréttir skrumskældar til að reyna að hafa áhrif á réttlætiskennd fólks.
Tildæmis hér:
http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2014/07/21/fra-bandariskum-sjonarholi/
Og hér:
https://www.youtube.com/watch?v=Em_PbN8nPPU&feature=player_embedded
Sem sagt það ríkir þöggun í landi "frelsisins og réttlætisins"
Skammastu þín bara og hættu að leika einhvern boðbera réttlætis þegar þú hagar þér eins og hentistefnumaður, lítur fram hjá því sem er að gerast í Ísrael, af því að það hentar ekki þínu réttlæti, en ert svo fullur vandlætingar út í rússa og aðskilnaðarsinna, sem heimurinn auðvitað fordæmir vegna glæpsins sem þeir eru að framkvæma.
Persona non grata á við um þig í þessu tilfelli, segi og skrifa. Þú ert svona um það bil að gera Bússana góða, og er þá heilmikið sagt. Og ég sam hafði trú á þér...... þú hefur fyrirgert henni svo sannarlega.
![]() |
Það minnsta sem þeir geta gert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2023943
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar