Ferming og útúrdúr.

Við tókumst á hendur að fara suður til að vera við ferminguna hennar Júlíönu Lindar Skaftadóttur.  Þetta er ekki besti tími í heimi, en ég er svo heppinn að einn frændi minn, systursonur er í vinnu hjá okkur alvanur á kassan í Samkaupum og var tilbúin að vera í sölunni einn dag fyrir frænku sína.

Takk Hreinsi minn.

IMG_1626

Það þarf að passa upp á þessar elskur, vökva og gæta að.

IMG_1630

Þóra frænka mín kom í heimsókn með Grétari sínum.

IMG_1633

Mér þykir rosalega vænt um hana.

IMG_1634

Þetta er Snæfellsnesið, við lögðum af stað strax og ég var búin að loka stöðinni. 

IMG_1635

Himnagalleríið galopið með drottninguna í baksýn.  Fallegra getur það ekki orðið.

IMG_1637

Við hittum Tobba Tinnason, hann átti að fara í klippingu daginn eftir.

IMG_1638

Hér eru þau svo fermingarbörnin okkar, þau voru þrjú sem fermdust þennan dag í Neskirkju.

IMG_1641

Stoltir foreldrar og afar og ömmur. Fjölskyldan okkar er dálítið svona..... nei við skulum ekkert vera að spá í það, okkur kemur öllum vel saman og það skiptir máli.

IMG_1642

Allir foreldrarnir, ég ætlaði nefnilega að segja margslungin, og nær yfir næstum allan hnöttinn.Smile

IMG_1648

Presturinn var ungur og sætur, frekar líkur Skafta mínum.  Ég verð samt að segja það að í hvert sinn sem ég fer í kirkju því fráleitari verður boðskapurinn mér. Ekki það að ég veit að flestir prestar eru gott fólk og vill vel. Það er bara þetta.... sem ég fæ ekki saman, til dæmis lagði þessi elska mikið upp úr Föður syni og heilögum anda, sem hann sagði að hefði fengið nýja merkingu hjá sér sem varð til þess að hann fór þessa braut.  Fyrir mér er hinn "algóði"faðir líka morðingi, eða var það ekki hann sem drap alla frumburði í Egyptalandi?  Sonurinn,  Ég er sannleikurinn og lífið.  Það eru að koma fram allskonar sagnir um að hann hafi ekki látist á krossinum, heldur hafi verið samið um frelsi honum til handa og þetta hafi allt verið sett á svið.  Og hann svo flúið með brúði sína til Frakklands.

Heilagur andi, jú það er inn í manni ljós sem skín, sem maður getur ræktað og fundið, en það hefur eiginlega mest með mann sjálfan að gera, og hvernig maður tekur á sínu lífi.....eða þannig.

IMG_1649

En börnin eru börn, saklaust ungviði sem á allt lífið fyrir sér, og það er gott að þau rækti með sér fegurðina og hamingjuna.  Þess óska ég þeim öllum til handa.  Líka þeim öðrum sem fermdust þennan dag, eitt barnabarn í viðbót sem við komumst ekki til Eva Rut, gæfa og gengi fylgi þér ljúfan mín. Heart

IMG_1664

Svo falleg hún Júlíana Lind. Heart

IMG_1668

Presturinn....

IMG_1669

Og sonurinn.  Smile

IMG_1670

Tinna og Skafti, að ferma elsta barnið sitt, og þau eru hátíðleg og alvarleg á svip.

IMG_1671

Eru þeir ekki samt líkir?LoL

Ég tók líka eftir því í kirkjunni að það var risapláss allstaðar nema hjá kirkjukórnum, honum var holað á smábletti aftan við orgelið.  Það hefði nú mátt hugsa betur fyrir kórnum sem er stór hluti af þjónustunni.... eða það finnst mér.

IMG_1676

Feðgarnir.  Fyrir utan þessi smáatriði, þá var messan falleg og allt fór vel fram, börnin yndisleg og allt það.

IMG_1679

Pilsaþytur hjá mæðgunum.

IMG_1680

FLottar saman og Alejandra með.

IMG_1681

og Daníel.

IMG_1684

Þau eru fermingarsystkin og uppeldissystkin, eins og ég sagði við erum fjölbreytt fjölskylda.

IMG_1689

Afinn og amman líka.

IMG_1690

Amma í kúlu sagði litla Sólveig Hulda, komin alla leið frá Noregsi Heart

IMG_1697

Óðinn Freyr sem ekki vill láta taka af sér mynd og Sólveig Hulda og Bjargey sem báðar eru systur Júlíönu, en samt ekki systur LoL

IMG_1701

Júlíana með litlu systrunum sínum.

IMG_1702

Þessi litlu kríli eru frábær.Heart

IMG_1703

Sætar systur.

IMG_1704

Frænkurnar og vinkonurnar.

IMG_1719

mamma númer tvö. Heart

IMG_1720

Veislan var mjög flott, hér skera þau kökurnar.

IMG_1728

Bjössi bróðir Skafta og Marijana.

IMG_1746

Ágústa María systir Júlíönu og Gríms.

IMG_1754

búin að næ sér í Túlípana smekkmanneskja.LoL

IMG_1756

Grímur flottur.

IMG_1757

leikur við litlu systur.

IMG_1769

Heart

IMG_1771

Skafti, Tinna og börn.

IMG_1778

myndarlegir feðgar.

IMG_1779

með afa og ömmu.

IMG_1782

vinir og félagar.

IMG_1783

afi og amma.

IMG_1784

Badda mágkona mín og Jóna Símonía en hún saumaði búningin hennar Júlíönu meistarasaumur.

IMG_1785

Bjössi okkar með yngri soninn Davíð Elías.

IMG_1803

við afi og Júlíana. Takk innilega fyrir okkur þetta var frábær ferming og flott veisla. Heart

IMG_1807

hér erum við komin í garðinn hennar Böddu mágkonu. algjör paradís í Mosó.

IMG_1813

henni finnst betra að hafa kóngulær í garðinum en flugur, og ég er sammála henni.  Þessi mynd er samt ekki fyrir viðkvæma LoL

IMG_1814

Lóa með bráð sína að fara með hana í holuna sína til að borða nammi namm Cool

IMG_1817

Badda er líka fim í höndunum og hefur prjónað þennan fallega telpukjól.

IMG_1816

Hjá Nonna bróður og Böddu fengum við þessa líka fínu humarveislu sem Nonni eldaði og rosagóða humarsósu.  Takk Nonni minn.

IMG_1820

Hér látum við staðar numið ég á eftir að segja frá meiru.  Til dæmis fórum við á sýninguna hans Einars Þorsteins og fleira.  En nú þarf ég að þjóta elskurnar eigið góðan dag. 

 


Lítill ungi og mannlega hliðin á pólitíkus.

Ég fór í fermingu til Reykjavíkur um hvítasunnuna, til að vera viðstödd fermingu Júlíönu Lindar sonardóttur minnar, hverrar ég hef fylgst með frá því að hún kom í heimin, þar sem ég var viðstödd fæðingu hennar og hef svo þar fyrir utan fylgst náið með henni alla barnæsku og unglingsár. Heart

Ég ætla reyndar að fjalla um það aðeins seinna, en koma öðru að nákvæmlega núna.

IMG_1771

Það kemur síðar... fljótlega, en það er svolítið sem brennur á að koma til skila.

Málið er að við erum dómhörð íslensk þjóð, og látum fólk heyra það óþvegið, en gleymum stundum að þó forsjársmenn hagi sér illa, þá er samt þarna fjölskylda sem engist sundur og saman yfir því sem við látum frá okkur fara í reiði eða því sem okkur finnst vera réttlátt.  Og ég ætla ekki að réttlæta þær gerðir sem sumt fólk hrasar á, heldur einungis benda á að allt sem við látum frá okkur fara hversu óþægilegt það er, og hversu oft réttlætanlegt það er, þá er það bara þannig að á bak við hvern slíkan er saklaus fjölskylda sem þjáist fyrir misgjörðir eins af þeirri fjölskyldu, og við sem þjóð ættum að vera oft málefnalegri og beina athyglinni frekar að gjörðum en að manneskjum.

IMG_1645

Í þessu tilfelli voru þrjú börn til fermingar, tvö sem voru mér kær, þ.e. mín elskulega Júlíana Lind og svo Grímur sem er uppeldirbróðir hennar, og svo ein dama til.

IMG_1662

Og ég sá reyndar engan greinarmun á þeim föður og svo þeim feðrum sem fylgdu okkar börnum til fermingar.  Hann var jafn stoltur og mikill pabbi eins og hinir.

IMG_1665

Stundum þurfum við að gera greinarmun á pólitíkusi/útrásarvíkingi eða fjölskylduföður, og virða að þetta fólk er líka með tilfinningar og kærleika til þeirra sem þeim er næst.  Og reyna að skilja þar á milli.

IMG_1687

Og þó okkur mislíki gjörðir manna, þá þurfum við að muna að þarna eru börn og fjölskylda sem ekkert hefur gert af sér, þarf ef til vill að þjást vegna þess hvernig foreldrar hafa skapað sér sinn lífstíl.

IMG_1686

Reynum að aðskilja einkalíf fólks og svo það sem það gerir þar fyrir utan.  Til hamingju með dótturina Tryggvi Þór, og megi hún vaxa og dafna og verða sú fyrirmynd sem við öll viljum börnum okkar.

IMG_1856

Við verðum líka að hlú að því sem að okkur kemur.  Þessi ungi bara kom inn í kúluna óforvarendis.  Amma sagði Úlfur það er komin gæsarungi inn í garðskálann.  Nei Úlfur sagði ég það getur ekki verið. Þetta hlýtur að vera þrastarungi eða eitthvað slíkt.  Amma, sagði Úlfur, nei hann er með sundfit og allt. Og ég hugsaði með mér, og er ekki ennþá búin að skilja hvernig þetta litla dýr komst inn í garðskálann.  Ég hallast að því að krummi hafi stolið honum úr hreiðri niður í fjöru og misst hann hér fyrir utan og unginn komið sér í skjól.  Allavega er hann hér.

IMG_1862

Hann fellur vel inn í krakkahópinn, og eltir okkur öll, er farin að borða og drekka, þau voru að vísu búin að kenna honum að borða Doritos eftir fyrsta kvöldiðLoL en svo keypti ég sardínur í dós og svo borðar hann ost og drekkur vel af vatni.  Þannig að þessi elska ætlar sér greininlega að lifa af.

IMG_1863

Getur einhver sagt mér hvaða tegund þetta er? Við viljum gjarnan vita það.

IMG_1865

Þar sem hann virðist vera alveg ákveðin í að þetta sé fjölskylda hans, og hér ætlar hann að vera.

IMG_1866

Við þurftum að hlú að öllu lífi, hvort sem okkur finnst þau ekki þurfa á því að halda eður ei.  Við þurfum að vera allt umvefjandi og fyrirgefandi, en láta samt vita þegar okkur mislíkar.  Þetta er hið nýja skipulag og forskrift að nýja Íslandi.

Næst ætla ég að fjalla um ferminguna og veisluna sem á eftir kemur, en þetta er eitthvað sem ég vil koma á framfæri NÚNA. 

Eigið góðan dag. Heart


Í dag er ég glaður í dag vil ég gefa.

Nú fer veðrið örugglega að lagast.  Ég finn það á mér að það er að hlýna.  Fuglarnir voru hættir að syngja og hænurnar sátu upp á sínum prikum, en nú eru þau farin að haga sé eðlilega aftur.  Vonandi hef ég rétt fyrir mér.  Það er komið nóg að hausti herra Veðurguð. 

Og svo þar á ofan eru Skafti minn Tinna og börnin að koma og ég hitti þau sem er rosalega ánægjulegt. Heart

Og svona til að segja ykkur þá á ég von á einu barnabarni í viðbót.  Bára mín ætlar að eiga í desember.  Og ég er rosalega ánægð með það líka til hamingju Bára mín, Bjarki, Hanna Sól og Ásthildur.  Ásthildi leiðist samt biðin, hún er búin að bíða svooooooo lengi eftir barninu.  Annars er hún sjálf með þrjú börn í sínum maga sem bíða eftir að komast út, og þau rífast stundum LoL

Það sem þessu barni getur dottið í hug.  Heart

Annars hef ég það fínt ég er í gróðarstöðinni minn frá eitt til sex virka daga og tvö til fimm á laugardögum.  Ég er afar ánægð með að vera þarna og taka á móti fólkinu sem hefur komið ár eftir ár eftir ár, eins og gamlir kunningjar, og svo er spjallað og ráðlagt.  Þetta er lífið.  Allir svo ánægðir og lika þakklátir fyrir að geta komið og keypt blómin sín hjá mér.  Þau segja að þau lifi betur og lengur en annarsstaðar.  Ég veit það auðvitað ekki en mín blóm eru allavega meðhöndluð frá fræi eða græðling til söluplöntu með ástúð og kærleika.  Það er yndislegt að sjá þau vaxa og dafna og verða svona falleg og stór. 

Ég finn að stressið er alveg farið og ég uppgötva að ég hef eiginlega allan tíma í heiminum.  ÉG sem var alltaf að flýta mér frá einum stað til annars, og fannst ég aldrei komast nógu hratt, því það þurfti að skoða þetta, gá að hinu og gera helst tvennt í einu.  Nú get ég meira að segja lúrt fram til níu á morgnana, ef ég vil og dundað mér í mínum eigin garði áður en ég sinni garðplöntusölunni.  Reyndar hef ég ekki haft mikinn tíma aflögu fyrir minn garð ennþá, en það kemur.

Þetta er bara yndislegt.  Við eigum að gera okkur tíma fyrir núið, en ekki vera endalaust að hlaupa eftir framtíðinni.  Því hún kemur svo sannarlega, á meðan við eyðum dýrmætum tíma til að hlaupa á eftir henni sem við gætum notað til þess að njóta hér og nú. 

En ég er glöð og svo ánægð og þetta er einmitt lífið sem á svo vel við mig. 

Eigið góðan dag elskurnar og líka gleðilega hátíð sem að höndum fer. 

 

 

Vor.

 

Nú lifnar allt og grasið grær

 

gleymist vetrartími.

 

Allt það grimmt sem var í gær

 

ég gref í hugans rými.

 


 

Eftirvænting ást og þor

 

eykst á þessum tíma.

 

Víst er komið langþráð vor

 

vafið ástarbríma.

 

 

 

Skýjaglenna við oss skín

 

Skokkar lamb í haga.

 

Sálin blessuð sértu mín

 

um sumarlanga daga.

 

Ásthildur 2005Heart


Stubbar út um allt.

Elskulegu Ísfirðingar, sérstaklega þið sem reykið og sérstaklega þið sem reykið og vinnið í stjórnsýsluhúsinu, ykkur finnst eflaust ekkert tiltökumál að fara út að reykja, og sennilega hugsið þið með ykkur að einn sigarettustubbur skipti ekki svo miklu máli að læða í blómakerin fyrir utan húsið.  Málið er elskurnar að þessi eina sigaretta er ekki bara ein, heldur kemur sú næsta og næsta og svo framvegis.  Og auðvitað haldið þið að þetta skipti ekki nokkru máli.  Það er nefnilega þess vegna sem ég set þetta á blað.  Í morgun þegar ég bað húsvörðin að setja út kerin svo ég gæti plantað í þau blómum fyrir hvítasunnuna, tjáði hann mér að hann ætlaði ekki að setja kerin út í sumar, ég hváði við.  Hann sagði, þessi ker eru bara notuð öskubakkar.  'Eg sagði hva!! það getur nú ekki verið svo slæmt.......... 

IMG_1625

Þangað til ég fór að hreinsa beðið fyrir utan Vís, sem hafði verið sett út, þetta er úr einu keri sem er ekki mjög stórt.  Og ég get sagt ykkur að þetta er svo sannarlega ógeðfelt.  Stubbar eyðast nefnilega ekki, og syndirnar koma svo í ljós á vorin þegar farið verður í að hreinsa og laga kerin fyrir sumarið til að setja niður sumarblómm, ÞIÐ VITÐ ÞESSI SEM EIGA AÐ GLEÐJA AUGU OKKAR YFIR SUMARIÐ.

Húsvörðurinn ákvað samt að setja kerin út, og nú vil ég biðja ykkur einlæglega að setja ekki stubbana í blómakerin, þau eru nefnilega fyrir blómin.  Meira að segja eru svona stubbahylki beggja vegna við inngang stjórnsýsluhússins.

Versta kerið er samt þetta fyrir utan hamraborg.  Þar virðast menn bara nota þetta ker sem á að vera til prýði til þess að drepa í.....

Það verður sennilega fært annað ef þessu linnir ekki.

En eigum við nú ekki heldur að reyna að halda þessum stubbum þar sem þeir eiga heima í stubbahólkunum, eða bara í ruslinu en ekki í blómakerjum bæjarins.

Með bestu kveðjum og ósk um gleðilegt sumar.

Ásthildur Cesil.  Cool


Sjálfstæði þjóðar.... hvernig virkjum við almenning?

Það er verið að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og tillögur Jóns Bjarnasonar.  Það eru heitar umræður og ekki bara það heldur eru stórútgerðarmenn með ofsafengnar auglýsingar um hvað allt fari til fjandans ef við höldum okkur ekki við sama kerfi og nú er.  Minnir mig reyndar rosalega mikið á Icesave og Kúpu norðursins og hve allt myndi fara til fjandans ef við samþykktum ekki Icesave eitt tvo og þrjú.  Við vitum öll hverju sá hræðsluáróður skilaði.

Ég vil ráðleggja L.Í.Ú. að spara peningana sína og hætta þessum hræðsluauglýsingum, þær falla algjörlega um sjálfar sig í hinum dreyfðu byggðum landsin, þó ef til vill einhver 101 íslendingur sem hefur ekki komið nærri sjó en að fara niður á Reykjavíkurhöfn á sjómannadag eða jafnvel fara á lúxustónleika í Hörpunni kunni að trúa þeim.

Elskurnar haldið virkilega að við úti á landi sem erum komin yfir fimmtugt séum búin að gleyma því sem gerðist þegar frjálsa framsalið var leyft?  Haldið virkilega að við séum búin að gleyma því að það hrundi samfélagið í flestum sjávarbyggðum, og margir misstu vinnuna húsin urðu verðlaus og margir hrökkluðust burt, þeir sem komust hjá því að fara máttu una því að helfrost varð á verði íbúða, þjónustuaðilar voru farnir Og alt í kalda koli. Og haldiði að við höfum ekki haldið þessu á lofti við niðja okkar?

Það er því hlægilegt í því ljósi að þið reynið að telja okkur trú um að ef þið fáið ekki að blóðmjólka þjóðina áfram með gjafakvóta sem ykkur var færður fari allt til helvítis og jafnvel lengra. Eins og sjósókn leggist af ef þið fáið ekki vilja ykkar framgegnt.  Hlægilegt.

Þið hafið gegnum allan þennan tíma nú um 30 ár haft sem gefins þjóðareign og notað hana sem ykkar eigin.  Blóðmólkað smáútgerðina og drepið niður fjöldan allan af smábátaútgerðarmönnum, haldið kvótaverði í háum hæðum, og sumir ykkar aldrei migið í saltan sjó, en eigið kvóta til að LEIGJA þeim sem virkilega vilja gera út og hafa sitt lifibrauð af sjómennsku.  Þið hafið meira að segja selt hvorum öðrum til að halda kvótaverðinu uppi, þetta minnir á þrælahald og leigubændur í den, nema að allt þetta er í skjóli stjórnvalda sem þykjast ekki geta snúið þessu við. 

Ykkur væri nær að spara þessar ömurlegu auglýsingar ykkar og reyna að snúa niður yfir 500 milljarða skuld sem þið eigið því fé hefur endalaust verið tekið frá útgerðinni og sett í eitthvað allt annað, mér kemur í hug stórhýsi í Reykjavík klætt með dökku gleri, glæsihöll bogabyggð sem stendur sem vitnisburður um bruðl útgerðar norðan heiða.  Hefði nú ekki verið nær að byggja nýrri skip eða reyna að nota peninginn í að endurnýja græjur og útbúnað skipa en að byggja hallir?

Þið eruð það sem kallast aumkunarverðir í tilraunum ykkar til að hræða almenning til að snúa sér að því að hjálpa ykkur að viðhalda þessu kerfi sem eftir því sem ég kemst næst er um 80% þjóðarinnar mótfallinn.

Þó svo að sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum takist að drekkja þessu frumvarpi Jóns Bjarnasonar bæði því stóra og smáa, þá hafa þeir núna grímulaust sýnt þjóðinni hvaða hagsmuna þeir hafa að gæta.   Og sem betur fer vona ég að fljótlega þegar þessi ríkisstjórn hrökklast frá, þá hafi menn þá visku til að bera að gefa L.Í.Ú  Framsókn og Sjálfstæðisflokknum frí.  Það er nefnilega komin tími til að gefa þessum ömurlega fjórflokki frí.  Og virkilega fara að huga að öðrum stjórnmálaöflum, sem koma til með að bjóða fram í næstu kosningum.  Brjóta upp klíkuskapinn og virkilega gefa öðrum tækifæri.  Það er alveg komin tími á það.

'Eg og miklu fleiri erum orðin hundþreytt á svikum, lygum, samhyggð fjórflokksins, og hvernig þeir reyna að setja saman leikfléttur til að smala sínum köttum eins og vinkona forsætisráðherrans sagði einhverntíman í vetur. 

En til þess að svo megi verða þurfa þeir sem hugsanlega hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi að styrkja stöðu sína með því að standa saman og berjast fyrir þjóðina.  Hagsmunir hennar liggja ekki í ESB né L.Í.Ú.  Þeir liggja hjá þjóðinni sjálfri og dugnaði hennar og þrautseigju við að takast á við þá erfiðleika sem við okkur blasa.  Það er bara komið að því að við getum ekki lengur kastað atkvæði okkar á glæ með að kjósa þenna gjörspillta fjórflokk.  

Á 200 ára afmæli frelsishetjunnar frá Hrafnseyri skulum við almenningur á Íslandi vera menn til að snúa þessu við og segja eins og hann forðum; VÉR MÓTMÆLUM ALLIR.

PIC00005[1]


Til hamingju með daginn sjómenn.

Sjómannadagurinn er sérstakur dagur til heiðurs sjómönnum.  Þeir eru hetjur hafsins og hafa fært okkur landkröbbum lífsgæði og björg í bú gegnum árin.  Sem betur fer er aðbúnaður þeirra betri í dag en hann var hér á árum áður, og margur sjómaðurinn hefur ekki komið aftur heim úr róðri.  Það hefur verið söknuður tregi og tár á mörgum heimilum gegnum tíðina. Sem betur fer gerist það æ sjaldnar með betur útbúnum og stærri bátum. 

Samt er það svo að þeir hafa verið sviptir frumrétti sínum til að draga fisk úr sjó, þar sem óprúttnir kvótagreifar hafa hrifsað til sín auðlindina með undirferli og með því að kaupa sér alþingismenn til að greiða fyrir því að þeir njóti arðsins sem þjóðin á öll.  Hendur margra sjómanna hafa verið bundnar á bak aftur og þeim bannað að veiða fiskinn í sjónum.  Óréttlætið er himinhrópandi og ótrúleglur seinagangur og úrtölur við að laga þessi sjálfsögðu mannréttindi.  Sem er meira að segja í fyrsta kafla stjórnarskrárinnar að ekki megi skerða. 

Við erum sennilega öll samsek með því að verðlauna þessa spillingargemsa á alþingi og gefa þeim endalaust færi á að hygla þeim sem gefa þeim fúlgur í vasa. 

En ég ætla svona í tilefni af þessum sjómannadegi að segja litla sögu sem Eiríkur Finnur Greipsson sagði í afmælinu hennar systur minnar.  Hann sagði hana svo skemmtilega að salurinn lá hreinlega í hlátri.  Ekki ætla ég mér að gera það, en ætla að tipla á því sem hún fjallaði um.

maí 2010 041

Hér er Eiríkur að segja söguna með aðstoð Magga Helga sem var með í ævintýrinu.

en það var svoleiðis að þeir ákváðu að útbúa sér bát sem færi hratt, svo þeir kæmust fljótt til Fljótavíkur, þaðan sem þeir eru báðir ættaðir. Til liðs við sig fengu þeir bróður Sævars sem er Kjarnorkueðlisfræðingur, og hannaði hann tryllitækið.

Nr.1

Þetta sýnist frekar vera eldflaug en bátur, enda kjarnorkueðlisfræðingur sem hannar.

Nr.3

Svona lítur þetta út, þeir prófuðu það víst fyrst inn í bílskúr, þar sem þeir sprengdu hljóðmúrinn og fyrirbærið skaust út með tilheyrandi hávaða og allar rúður í 100 m. fjarlægð hristust svo fólk hélt að það væri komin jarðskjálfti eða eitthvað álíka.

Nr.4-1

Lagt af stað í prufutúr.

Nr.5

Svo var gefið í....

Nr.6

OG sett á fullt, þar með sprengdu þeir líka hraðamúrinn og hljóðmúrinn, svo fólk vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.  En þeir eru sem betur fer lifandi ennþá þessir prakkarar, og meira að segja er báturinn ennþá til. En eitthvað hefur kjarnorkueðlisfræðingurinn misreiknað kraftinn.

IMG_2908

Þetta er næsti bær við, einn frændinn hann er flugmaður, og hefur smíðað svoleiðis tryllitæki sjálfur.

IMG_2909

Gaman er á góðri stund gleði lífs að njóta.

IMG_2910

Hér er hann svo kjarneðlisfræðingurinn Björgvin og Elli Skafta í góðum fíling.

IMG_2940

Hrikalega montin amma Heart

IMG_2988

Tvær sætar og fyrrverandi nágrannar Lóa og Munda.

IMG_2980

Vá hér er sannarlega sungið af tilfinningu LoL

IMG_1615

Þessi litli ófleygi þrastarungi hefur dottið úr hreiðrinu og kom sér í skjól í kúlunni auðvitað.  Við settum hann fyrst í kassa, en svo ákváðum við að leyfa honum bara að leika sér í garðskálanum, og strax var komin þrastarmamma til að mata hann.  Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, ég fann einu sinni ófleygan unga í einum skrúðgarðinum, og tók hann heim fann yfirgefið hreiður og setti hann upp í eitt tréð í garðskálanum, um leið voru komin þrastarhjón sem fæddu hann þar til hann koms sjálfur á strik.  Eftir það í mörg ár komu þau af og til inn um bréfalúguna til að ná sér í hitt og þessa, ber og slíkt þau voru aufúsugestir hjá mér. Heart

IMG_1622

Þessi mynd var tekin nú rétt áðan.

IMG_1624

Svo og þessi.

En innilega til hamingju með daginn sjómenn og fjölskyldur Wizard

 


Fimmtugsafmæli og brúðkaupsafmæli.

Þið haldið ef til vill mínir ágætu vinir að ég sé farin til Langbortistan, flúin og farin.  En svo er ekki, ég einfaldlega er að drukkna í vinnu við að koma Garðplöntustöðinni minni í gang, ætla að opna á morgun kl. 13.00 kl. eitt.  Það er margt sem þarf að gera og skipuleggja, áður en komist er í gang.  Fólk er orðið dálítið óþolinmótt og vill fara að kaupa plönturnar sínar, sérstaklega nú þegar sjómannadagurinn er á næstu grösum.

En þetta er allt að koma, Alejandra mín hefur verið afar dugleg að hjálpa mér, en ég ætla að hafa hana í vinnu, þangað til hún kemst í vinnuskólann.  Hún er bæði rosalega dugleg og samviskusöm, hefur hlotið fyrirmyndar uppeldi. 

En ég fór í rosalega skemmtilegt afmæli síðasta laugardag, mágur minn Sævar varð fimmtugur og svo áttu þau systir mín brúðkaupsafmæli.  ( okkur var tjáð af veislustjóra að hann hefði verið svo framsýnn að halda giftinguna á afmælisdaginn sinn, svo hann myndi ekki gleyma honum LoL  Þetta var veisla aldarinnar fyrir mér, ég skemmti mér konunglega, og mér skilst á fólki sem ég hef rætt við að allir séu sama sinnis.

maí 2010 015

Því miður gleymdi ég myndavélinni er stalst í myndavél sessunautar míns hennar Jónu, og svo ætlaði Lóa Kristjáns að senda mér myndir, ég set þær hér inn þegar þær berast.  Og Davíð minn sendu mér svo myndirnar af tryllitækinu, ég ætla að slíta söguna út úr Eiríki Finni svo fleiri megi njóta en gestir afmælisins.  Óborganleg saga. LoL

maí 2010 016

Dóra systir mín með æskuvinkonu sinni henni Mundu, þær tvær eru jafnvel tengdari en systur.

maí 2010 018

Það var farið í spurningaleik þar sem svara þurfti nokkrum spurningum um þau hjónin, ég var fyrir öðru liðinu á móti kjarnorkueðlisfræðingnum Björgvini Hjörvarssyni frænda mínum LoL

maí 2010 019

Eiríkur Finnur er einn sá mesti brandarakarl sem ég hef heyrt í. Og hann segir sögurnar svo að maður kafnar úr hlátri, hér er hann með dómarana í spurningaleiknum þau Sævar og Dóru sem áttu auðvitað að vita öll svörin, þar sem spurningarnar voru einmitt um þau tvö.

maí 2010 020

Og ég get sagt ykkur svona í trúnaði að það voru ekki þessi frábæru hjón ein sem tóku bakföll af hlátri, því salurinn lá bókstaflega.

maí 2010 023

Við Björgvin máttum velja með okkur fjórar manneskjur og hér eru liðinn í startholunum að hringja bjöllu, sá sem tapaði átti að drekka einn bjór.

maí 2010 035

Það var fullsetinn bekkurinn og allir skemmtu sér hið besta.

maí 2010 037

Og hér færa frændur Sævars honum smíðagræjur, hann er nefnilega smíðameistari og ætlar að byggja sér sumarhús í Fljótavík, svo honum veitir ekki af réttu græjunum.

maí 2010 039

Full klæddur og Vernharð frændi hans les honum pistilinn.

maí 2010 040

Flott systkin, Sævar og Selma.

maí 2010 042

Hér eru þau Sævar og Dóra, ásamt bestu vinkonum Dóru, Jónu og Mundu.

maí 2010 045

Veislan fór fram í Arndardal þar sem Úlfur Ágústsson og konan hans hafa komið sér upp þessum frábæra veitinga og skemmtistað í gömlum fjárhúsum og hlöðu, afskaplega vinsæll staður, þar hafa líka verið leiksýningar á vegum L.L. og Elvars Loga, og allskonar uppákomur, afmæli og skemmtanir.

maí 2010 047

Og ræður voru haldnar, hér er frænka okkar Thelma Elísabet að heiðra Dóru frænku sína, og gerði það afar skemmtilega.

maí 2010 048

Og hér er svo dóttir Dóru Sunneva allt múligmanneskja, sem hélt þrumandi bráðskemmtilega ræðu.

Það voru auðvitað fullt af karlmönnum sem héldu ræður, en það var tekið á myndavél Lóu, sem ég vonast til að sendi mér sínar myndir..... Elsku Lóa mín. Smile

maí 2010 052

Stubbaknús í fjölskyldunni Heart

maí 2010 055

Sunneva Dóru dóttir, Sævar, Dóra og Davíð sonur Sævars.

maí 2010 056

Frænkur og vinir sem gott er að eiga að.

maí 2010 057

Vinkonurnar þrjár, de tre musketera, prakkarar af Guðs náð allar.

maí 2010 058

Maturinn var æðislegur, svínastein svo lungamjúk að hún bráðnaði upp í manni, maturinn var frá Vesturslóð, og eiga þau þakkir skilið fyrir æðislega góðan mat.  En seinna voru bornar fram hnallþórur Dóru, systir mín er orðin fræg fyrir sínar frábærlega góðu brauðtertur sem gerð voru góð skil, því nóg var að drekka eins og hver vildi, og þá er gott að borða eitthvað saðsamt og gott þegar á líður.

maí 2010 064

Skemmtilegt hljóðfærasafn er þarna hjá þeim Siggu og Úlfi.  Og umhverfið notalegt.

maí 2010 066

Svo var þessi frábæra hljómsveit, þeir komu saman fyrir þetta afmæli og gigguðu, og það var algjört  dúndur.

maí 2010 068

Flottir og kunnu svo sannarlega að gigga.

maí 2010 070

Gestrirnir skemmtu sér hið besta.

maí 2010 071

Og að lokum dönsuðu gestgjafarnir þessar elskur.

maí 2010 073

Sjáið bara hvað þau eru innilega ástfangin.  Elsku Dóra og Sævar innilega takk fyrir mig.  Ég ætla líka að biðja Lóu að senda mér sínar myndir, og Davíð myndirnar af "apparatinu" og Eirík Finn að reyna að festa á blað söguna sem hann sagði um það allt, þegar veislugestir næstum dóu úr hlátri, mig langar að endursegja hana hér. Annars takk öll fyrir frábært kvöld.  Það sló svo sannarlega í gegn. WizardHeart


Kvótamál- Jón Kristjánsson og Kristinn Pétursson.

Nákvæmlega núna þegar fiskveiðistjórnunarkerfið er það sem mestu máli skiptir, og 101 elítan er að segja sína meiningu og láta ljósið sitt skína, og blessaður bóndinn Jón er að reyna að semja eitthvað samkrull til að gera breytingar, þá vil ég endilega benda á þær tvær persónur sem mest og best hafa rætt um þessi mál, báðir þekkja vel til og báðir hafa mikið til síns máls.  Og það er MEÐ ÓLÍKINDUM AÐ RÍKISSTJÓRNIN Í ÞESSARI KREPPU SKULI EKKI EINU SINNI HLUSTA Á ÞESSA TVO, fyrir utan fleiri sem hafa þekkingu á eins og Guðjón Arnar og Sigurjón Þórðarson.

Þetta eru mennirnir Jón Kristjánsson sem stýrði fiskveiði stjórnun Færeyinga til betra horfs, og svo viðvaranir og útskýringar mannsins sem gjörþekkir sjávarútveginn frá innsta kjarna Kristinn Pétursson.

 

 

http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/

 

 

http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/1170647/

Ráðamenn verða að hlusta á raddir þeirra sem vita og kunna og hlusta á það sem þeir hafa að segja.

Ég get bara ekki skilið af hverju þessir ráðamenn veltast svona í vöngum yfir því sem hægt er að gera, nema þeir séu svo blindir að hlusta bara á hagsmunaseggina í L.Í.Ú  Og þora einfaldlega ekki að setja þá til hliðar og hlusta á önnur rök. 

Þetta er að verða óþolandi ástand, og virkilega þörf á að við þjóðin tökum af skarið og heimtum að þetta arfavitlausa kerfi verið sett til  hliðar, og nýtt og manneskjulegt, þjóðhagslegt kerfi sjái dagisins ljós. 

Samkvæmt þessu þveim herramönnum og svo mörgum fleiri, sérstaklega forystumönnum Frjálslyndaflokksins þá er þetta raunar voða einfalt og þarf ekki miklar breytingar það sem þarf er kjarkur og þor til að takast á við háværar frekjudósir sem eru eingöngu að hugsa um sig og sína og að missa ekki spón úr sínum aski.  Þetta sama fólk gefur stjórnmálalmönnum milljónir í það sem ég kalla mútur til að eiga inni goodwill hjá þeim stjórnvöldum sem eru við völd hverju sinni.  En mest og best styrkja þessir aðilar Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn, þó aðilar innan Samfylkingar og Vinstri Grænna eigi líka hagsmuna að gæta.

Nú er tækifærið að sýna þessu liði puttan og ákveða að gjörbylta þessu handónýta kerfi.

Viljum við í alvöru sem þjóð vinna að því að við tökum þessi mál í okkar hendur og taka þau út úr stjórnmálaelítunni?  Er ekki komin tími til?  'Eg spyr?


Dagurinn í dag var dálítið sérstakur hjá mér.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að leysa úr málefnum Alejöndru litlu.  Tíu ára barátta fyrir því að hún fengi ríkisborgararétt eða dvalarleyfi.  Þessu hefur nú lyktað með því að hún verður vistuð hjá mér uns hún verður 18 ára, og fær dvalarleyfi í þann tíma, síðan mun hún fá íslenskan ríkisborgararétt og getur eftir það ákveðið sjálf hvað hún vill gera.  Við höfum átt í tilfinningalegu ástandi þennan tíma.  því þetta þurfti að fara í ákveðið ferli.  Niðurstaðan kom svo í dag, hún fær að vera hjá okkur ömmu sinni og afa, þann tíma sem þarf þ.e. þrjú ár.  Þetta er mikil fórn fyrir pabba hennar og mömmu sem nú eru flutt aftur til El Salvador, en þau völdu betri framtíð fyrir barnið sitt fram yfir sínar eigin langanir, þetta kallast kærleikur. Heart Þau ákváðu sem sagt að treysta mér fyrir barninu sínu og fyrir það er ég afskaplega þakklát.  Því svo sannarlega vil ég bara það sem henni er fyrir bestu og glöð yfir að við Elli getum lagt okkar af mörkum til að hún fái þann rétt sem hún þarf. 

Síðan höfðu yfirmenn mínir fyrrverandi boðað mig á fund upp í áhaldahúsi, og færðu mér kveðjugjafir og þakkarorð fyrir störf mín sem eru nú orðin 30 ár alls, en með hléum frá september 1966.  Ég er afskaplega sátt við að geta loksins sinnt sjálfri mér og mínum málum.  En vil senda öllum bæjarbúum góðar kveðjur og þakklæti fyrir hve allir hafa verið mér góðir og hve fólk hefur gegnum þessi ár hvatt mig áfram, þ.e. bæjarbúar, og verið mér mikil hvatning til góðra hluta.  Ég get líka stolt hætt og veit að bærinn minn hefur notið góðs af því sem ég gat gert fyrir hann og bæjarbúa.  Það er gott að geta litið stolt yfir og séð að ég hef skilið vel við, nú tekur við að hlú að sjálfri mér og mínu, bæði gróðri og börnum.

IMG_1570

Fiskarnir eru ánægðir í fínu tjörninni sinni.

IMG_1571

Ég hef samt grun um að ég sé ánægðari að geta séð þá en þeir að vera til í sólinni og birtunni.

IMG_1572

Strákarnir hafa unnið undanfarna daga í að laga heitapottinn sem var orðin eitthvað lúinn.  Veit samt ekki hvort það tekst, en ég get svarið það að það er svo miklu heilbrigðara fyrir svona flotta stráka að dunda sér við svona viðgerðir en að hanga inni í tölvuleikjum.

IMG_1573

Hressir krakkar.

IMG_1574

En mér var færð góð gjöf frá mínum yfirmönnum, bókina Jörðin. 

IMG_1575

Já ég bjóst reyndar ekki við þessu, svo það kom ánægjulega á óvart.

IMG_1576

Og svo gjöf frá starfsmannafélaginu líka.  Takk elskurnar fyrir að muna eftir mér.

IMG_1579

Þessi dagur var því fullur að kærleika og umhyggju og gleði.

IMG_1580

En ALejandra mín sagði við mig í gær; ef allt fer eins og ég vil, þá langar mig að halda veislu.

IMG_1581

Þau fengu að baka köku ef þau tækju til í eldhúsinu. 

IMG_1582

Svo voru þau bara að fagna og gera sér glaðan dag.

IMG_1584

Stubburinn vildi endilega sulla í tjörninni.

IMG_1586

Síðan grillaði Úlfur pylsur, meðan stelpurnar skreyttu kökuna.

IMG_1589

Gaman gaman.

IMG_1590

Kakan fína.  Betty Crooker eða þannig, stendur fyrir sínu.

IMG_1591

Sjá ljúfeng er hún.

IMG_1592

Og veislan í fullum sving.

IMG_1593

Ég er innilega þakklát þeim sem unnu að þessu máli og gerðu það kleyft að mál Alejöndru fengju farsæla útkomu.  Þar komu margir að sem ber að þakka.

IMG_1595

Og nú vil ég bara óska þess að þeir sem ekki vildu sjá þessa niðurstöðu sætti sig við hana og við getum öll haldið áfram á braut kærleika og fyrirgefningar.  Og verið áfram fjölskylda.  Það þarf að brúa bil og líma brot.  Það tekur tíma en ég vona að kærleikurinn lækni öll þau sár.

IMG_1596

Stundum þarf að lyfta grettistaki.

IMG_1597

Til að draumarnir rætist.

IMG_1598

Því við þurfum alltaf að fylgja hjartanu okkar.Heart

IMG_1600

Þá fer allt vel.  Stelpurnar í hláturskasti, sennilega vegna spennulosunar.  Heart

Innilega takk fyrir mig og okkur öll.  Megi gæfan fylgja okkur öllum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2023443

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband