21.11.2010 | 18:10
Svona er þetta bara.
Ég verð því miður að segja ykkur kæru vinir að tölvan mín brást mér á neyðarstund, í þetta skipti fann hún ekki harða diskinn svo ég varð að fara með hana aftur, en í þetta sinn virðist málið vera alvarlegra, jafnvel að diskurinn sé bilaður, vona samt að hægt verði að ná því sem þar er geymt, því ég hef þar ýmislegt sem ég ætla að koma á framfæri og leitt ef væri horfið.
Svona er nú lífið.
En gamall vinur minn hafði samband um daginn, hann hafði samið lag, og bað mig um að semja ljóð. Ég gekkst auðvitað inn á það, því ég hef alltaf gaman af áskorunum. Hann sendi mér svo nótur, og sagði svona hvað hann væri að hugsa um þennan texta.
Og svo kom þetta bara allt í einu.
Og hér er textinn.
Ég sit hér í fjörunni og hugur minn fanginn
af fegurstu minning um þig.
Æðurinn vefur um ungahjörð vænginn
og viðkvæmnin altekur mig.
Eirrauðir röðulsins geislarnir glitra,
og gantast við fjarlægan sjóndeildarhring.
Í hjartanu finn ég einn ástarstreng titra.
af ástúð og gleði ég syng.
Ég syng þér ljóð
um sól að vori og fagurt fljóð.
Þó eldri við séum mín elskaða mær,
þá man ég þá æskunnar tíð,
og allt verður eins og þa gerðist í gær,
ég gleðst með þér ástin mín blíð.
Ástin er bæði að elska og skilja
og unaðinn finna í líkama og sál.
að kíta og uppgötva kærleikans vilja
er kröfulaus elskendamál.
Ég syng þér ljóð
um sól að vori og fagurst fljóð.
Á morgun mun verða ljóst hvort ég er búin að missa allt mitt efni og myndir út. Það er auðvitað sjálfri mér að kenna að hafa ekki tekið afrit af efninu. En svona er þetta bara. Ég verð þá að taka því. Það er margt sem fer þá forgörðum, því ég hef safnað saman sögum frá afa mínum elskulegum, og líka sögu sonarmíns. Og svo alla annað sem ég hef verið að bralla. Ég legg samt þetta allt í hendur almættinu, sem ég trúi á, þó ég trúi ekki á biblíuna, presta og preláta. En eigið góða rest af þessari helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.11.2010 | 16:27
Látum þá neita þessu.
Var að sjá á Pressunni að Marínó G. Njálsson hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í Hagmunasamtökum heimilanna. http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/marino-haettur-i-stjorn-hh-fjolmidlar-hnysast-i-bokhaldid---skuldamal-min-ordin-soluvara
Ég verð að viðurkenna að ég varð einhvernveginn ekki hissa. Það er markvisst verið að "taka niður" það fólk sem fremst hefur staðið í baráttunni fyrir fólkið í landinu. Ekki er langt síðan Lára Hanna Einarsdóttir var rekinn af Rúv á afar hæpnum forsendum svo ekki sé meira sagt.
Nú er lagst á Marínó G. Njálsson og eins og hann segir fréttamenn að hnýsast í fjármál hans.
Eins og það komi fjandanum eitthvað við í hans baráttu fyrir okkur hin?
Ég held að þessum snápum væri nær að reyna að elta uppi fólkið sem hefur aðstöðuna og valdið til að ljúga, stela og arðræna almenning. En auðvitað það má ekki. Það má bara djöflast á almenningi, og þá helst þeim sem eitthvað reyna að blaka á móti. Svei því bara. Þvílík húsbóndahylli og undirlægjuháttur.
Ég hvet fólk til að opna augun og sjá hvað er að gerast, þegar reynt er að gera lygina að sannleika, og sannleikann að lygi.
Hver verður næstur fyrir barðinu á Elítunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.11.2010 | 22:02
Ferðinni haldið áfram, Forthenstein er næsti viðkomustaður.
Þá er tölvuskriflið mitt komið í lag. Þeir hjá Netheimum voru flottir og gerðu við hana með glans, ég er rosalega ánægð með strákana þar. Mæti alltaf góðvild og hjálpsemi, svo eru þeir allir af vilja gerðir til að hjálpa mér, og ekki síst eru langódýrastir af öllum í viðgerðum og aðstoð á landinu, sverðað. Kærar þakkir fyrir mig drengir mínir.
Ég fór til læknis í gær, það er ekki í frásögur færandi, nema þessi tiltekni læknir er skemmtilegur og góður læknir. Við spjölluðum dálítið saman, og m.a. um mínar magasýrur sem eru ekki á góðu róli, og ég var að segja honum að ég hefði verið skíthrædd um að þegar ég fékk svona slæm köst af brjóstsviða, að ég hefði jafnvel haldilð að lég væri að fá hjartaáfall, því ég hafði heyrt að konur fengju jafnvel kenningu af slíku allt öðruvísi en karlar.
Jú sagði læknirinn minn, það er loksins farið að viðurkenna að konur og karlar eru um margt ólík í líkamsuppbyggingu og hvernig kynin upplifa ólíkt heilsufarslega. Svo bætti hann við, ég get sagt þér að ég er tildæmis líkari í genauppbyggingu karlsimpansa en konu. Og þú er líka skyldari kvensimpsa en karli. ég er sem sagt meiri ættingi karlsimpasa en þér, svo hló hann. Og ég hugsaði með mér, hvað hugsa feministar nú!!!
En ég ætla að bjóða ykkur að kynnast aðeins heimilinu sem ég bjó á í Forthenstein, sem er þorp, í kjarna þar sem eru nokkur þorp og sveitabýli í sama sveitarfélagil, eins og til dæmis Ísafjarðarkaupstaður sem samanstendur af Ísafirði, Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og sveitunum í kring.
Haustverkin bíða, að saga niður eldivið í kamínuna. Þetta er svona alla leið frá Norður Noregi til Austurríkis.
Hér er amman sem litlu stúlkurnar mínar eignuðust hér úti. Hún fylgdi húsinu. Í Austurríki er hefð fyrir því að þegar sonur eða dóttir fer að búa, byggja þau ofan á hús foreldranna, og foreldrið býr í kjallaranum. Ef svo eins og í þessu tilfelli börnin missa húsið til bankans, eða lánardrottins, þá er ekki hægt að flytja foreldrarnir út. Þau fá að vera í húsinu, meðan þau geta séð um sig sjálf. Og þessi amma er yndisleg, hún er duglega að búa til allskonar sultur og baka og aðstoða Báru mína á allan hátt.
Í seinni heimstyrjöldinni fór hún til Vínar, meö öðru ungu fólki til að hreinsa til eftir stríðið, þau bjuggu í Katakombunum þ.e. það eru jarðgöng undir Vín, þar sem skolpið er, þar bjó fólkið, um og eftir stríðið. Í dag er hægt að kaupa sér safariferð niður undir yfirborðið og skoða, þar eru líka leiknir atburðir eins og árásir og allskonar ævintýri. Ég hef ekki farið í svona ferð, en ætla mér að fara eina slíka einhverntíman, þegar ég hef tíma til.
einn stærsti skógur í Austurríki nær alveg að húsinu þeirra, og við gengum stundum út í skóg. ég sýni meira af því síðar.
Hér voru áður eikarskógar, en þeir voru höggnir niður og beykið kom í staðinn, en nú má sjá að eikin er á uppleið aftur hér.
Trölli er alltaf til í göngutúr með fjölskyldunni.
Þau heita púbbsí, lille Fee og Carlos og eru ættleiddir inn í fjölskylduna. Þau komu innan við mánaðagamlir inn á heimiilið og Trölli gerðist faðir. Hann passaði þá þreif þá og gætti þeirra alveg, vakti yfir þeim. og nú eru þeir eiginlega meiri hvolpar en kettlingar, því þeir sleikja og leika sér meira eins og hvolpar, enda aldir upp af hundi.
Þeim finnst til og með gott að láta strjúka sér um kviðinn.
Ásthildarnar tvær.
Hanna Sól þarf að læra öll ósköpin heima, þessi litla sex ára stúlka þarf að gera heimaverkefni upp á allt að sex blaðsíðum, og það tekur á. Að vísu getur hún unnið heimanámið í skóladagheimilinu, en stundum dugar það ekki til. enda þurfa börnin í Austurríki að vera búin að velja hvað þau ætla að verða þegar þau eru tíu ára.
Fallegar mæðgur.
Stelpurnar elska kettlingana, hér er Ásthildur með Púbbsí.
Og hér erum við.
Hér gnæfir svo "höllin" Borg Forthenstein. Hæst upp á tindum, en ég mun sýna og segja meira frá henni síðar. Hér er hún í mystik af uppgufun úr dalnum vegna hitamismunar.
en við erum hér í um það bil 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Og hér eru sko brattar brekkur Oh boy OH boy.
Prinsessan að fara að pússla.
Og hún hefur engu gleymt sú stutta.
Hvat did you learn to school to day, dear little girl of mine?
Stoltur kisupabbi.
Og þar sem við afi gerðumst aupair í nokkra daga, var auðvitað hluti af því að læra með barninu.
Höllin á sér myrka sögu, ég mun segja af henni síðar, og sýna ykkur aðeins innfyrir dyrnar þar.
Horft á mynd.
En við munum gera ýmislegt skemmtilegt, til dæmis skreppa til Ungverjalands til Sopron einnar af elstu borgum Ungverjalands fara í Parken, sem er fjölskyldugarður, í Kindermuseeum, og skreppa í sund.
En núna er komin tími á ból.
Takk enn og aftur Netheimastrákar Og ég býð öllum góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.11.2010 | 23:49
Ef.......
þið mínir ástkæru og dyggu lesendur hafa furðað ykkur á því að ég hætti í miðju ferðalagi að fjalla um það sem ég tók mér fyrir hendur, þá skal það upplýst hér með að ég fékk vírus í tölvuna mína, þar sem allar myndirnar eru geymdar, ég hef nú sett skepnuna í viðgerð og hreinsun hjá Netheimum, og vonast til að fá hana heim á morgun, þá munum við halda áfram að ferðast og fræðast um austurríki og meira að segja bregða okkur til Ungverjalands.
Svona er tæknin getur stöðvað allt með einu litlu kvikindi sem kallast vírus.
Eigið annars góða nótt !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.11.2010 | 12:03
Hvað átti Siv við?
Ragnheiður Ríkarðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir voru í morgunútvarpi rásar2 í morgun. Ég missti nú af flestu en heyrði í lokin að útvarpsmenn spurðu þær hvort þær gætu ekki sagt eitthvað gott um núverandi ríkisstjórn.
Sif sagði eitthvað á þá leið að hún dáðist að kjarki ríkisstjórnarinnar við að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Að vísu væri það alltof bratt, þó hún viðurkenndi að auðvitað þyrfi þetta allt að koma til framkvæmda bara ekki svona bratt.
Og ég gat ekki komist hjá að hugsa hvort þetta væri stefna Framsóknarflokksins og hugsónir. Þessi flokkur sem mest fylgi hefur hingað til átt utan höfuðborgarsvæðisins, hafi þá sýn að það þurfi að loka heilsugæslum og sjúkrahúsum úti á landi, og gera þær að læknastofum eins og voru hér í gamla daga, þegar læknar höfðu opnar stofur sem fólk gat leitað til með ýmislegt smotterí og kvilla, en var svo beint á sjúkrahúsin ef meira að var, því þetta var jú bara nokkurskonar greiningarstofur.
Er það virkilega framtíðarsýn Framsóknarflokksins að öllum aðgerðum verði beint til Reykjavíkur?
Ég bið þá sem hugsanlega ætla að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt, að skoða hvort þetta er það sem þeir vilja láta ganga eftir í framtíðinni, þó þeir vilji ef til vill ekki "fara svona bratt" í hlutina.
Þetta var allavega mín upplifun af orðum Sifjar. En hvað veit ég svo sem, fólk þarna fyrir sunnan virðist halda að landsbyggðinni sé best borgið með því að leita sem mest til höfuðborgarinnar, og um leið er sagt að okkur komi ekki við hvort flugvöllurinn er eða fer.
Ég vil gera eins og Ólína Þorvarðar hefur lagt til, að hver fjórðungur verði sem mest sjálfstæður, og hafi meira að segja um sín mál, og að sá peningur sem verður til í samfélagi hans, fái að vera kyrr í fjórðungnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.11.2010 | 13:04
Allt upp á borðið!!! var það ekki eitt af stóru kosningaloforðum Jóhönnu?
Menn greinir á hvort Jóhanna Sigurðardóttir hafi hótað ráðherrum og alþingismönnum eins og Ásmundur Einar Daðason upplýsti í ræðustól alþingis um daginn. Mönnum eins og Jóni Bjarnasyni til dæmis.
Sumir kjósa að loka bæði augum og eyrum til að heyra ekki né sjá það sem augljóst er, ef það hentar ekki þeim eða pólitískum flokkum þeirra eða stjórnmáalönnum. Svona fólk sem er eins og blindir sauðir sem láta leiða sig endalaust á flokksskýrteininu, er fólkið sem viðheldur ástandinu hér eins og það er, og öllu í sömu pólitísku hjólförunum endalaust. Þetta er alþekkt hjá Sjálfstæðisflokksgæðingum, en það er líka ljóst að svona er líka innan raða Samfylkingarinnar og nú síðast hefur komið í ljós að fólk innan Vinstri grænna er ekkert skárra. Enda er grasrótin þeirra að fjarlægjast menntaelítuna, hvernig sem það endar.
Það var afar augljóst á öllu atferli og svarleysi Jóns Bjarnasonar þegar Lára Ómarsdóttir reyndi að fá hann til að játa eða neita að hann hafði verið beittur þrýstingi. Hann bara gat ekki sagt það svona upphátt í sjónvarpið, það hefði orðið sprenging á ráðstjórnarheimilinu.
Við verðum að fara að opna augun og sjá það sem er beint fyrir framan augun á okkur, eða heldur einhver að Jóhanna sé að hugsa um þjóðarheill, þegar hún vinnur að því öllum árum að koma okkur inn í ESB?
Við getum svo séð að varnirnar eru að molna, þegar góðir og gegnir Sjálf/samfylkingarmenn eru farnir að skrifa heilu greinarnar henni til varnar. Þá er ljóst að menn eru farnir að finna að það er farið að fjara út undan þeim.
Þetta er sannarlega sorglegt því þessi ríkisstjórn hefði getað gert svo margt gott og komið okkur fljótt og vel úr úr allri þessari eymd, bara ef þau hefðu láti ESB eiga sig og þjappað þjóðinni kring um sig og fengið hana til að vinna saman að sameiginlegum vanda. þau höfðu í upphafi alla burði og getu til þess.
En þess í stað var farið beint í stríð við stóran hluta þjóðarinnar, svo aldrei hefur þjóðin setið á sátts höfði alla stjórnartíð þeirra. Og nú held ég að þeim tíma sé að ljúka, þau fara frá með skömm, og enginn veit hvað tekur við. En það er orðið augljóst að þjóðin er búin að fá nóg af pólitíkusum, fjórflokknum eins og hann leggur sig, og nú heimtar fólkið uppgjör við spillinguna, eiginhagsmunapotið og rányrkjuna sem er stunduð hér af bönkum, stjórnvöldum og útrásarvíkingum. Nú er mál að linni.
![]() |
Tjáir sig ekki um ummælin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.11.2010 | 09:18
Tvær konur og réttarríkið Ísland.
Ég las í gær tvær greinar sem höfðu mikil áhrif á mig. Ekki af því að ég viti ekki hve rotið íslenskt samfélag er, en að fá það svona beint í æð hvernig fólk sem getur ráðið einhverju hagar sér við almenning hér í landi sem vill reyna að koma á réttlæti og útrýma spillingu, er svakalegt, og hafi það fólk skömm fyrir. Við erum að tala um mannréttingabrot í Kína, fjandinn hafi það fólk hér sem hefur fengið völd sín gegnum klíkuskap og frændsemi er ekkert skárra.
Tökum fyrst Láru Hönnu Einarsdóttir. Hér er hennar pistill. http://blog.eyjan.is/larahanna/ Hér greinir hún frá því hvernig hún var rekin sem pistlahöfundur hjá RÚV, útvarpi allra landsmanna, og sem nóta bene er algjört einangrunarfyrirtæki því við landsmenn megum ekki eiga tæki hvorki sjónvarp eða útvarp án þess að greiða af því til ríkisins.
Ég er svo gáttuð á þessari uppsögn og hvernig er farið að, arfalélegar afsakanir, þetta setur útvarpið niður, svo að mér fyndist réttast að nýleg viðurkenning erlendis frá væri afturkölluð með skömm.
http://www.svipan. Hér er svo hin sagan. ég verð að segja það sama hér, ég vissi að spilling grasseraði, en að stjórnmálaflokkar sameinuðust um að svipta þegnanna réttindum sínum, eins og hér kemur fram er þvílíkt alvarlegt mál að hér þarf að grípa til alvarlegra aðgerða.
Það er ekki líðandi í lýðræðisríki sem vill kenna sig við Norræn gildi hagi sér á þennan hátt. Ég hef sjálf ekki farið varhluta af svona einelti, þegar ég fór að skipta mér af pólitík sem var yfirboðurum mínum ekki þóknanleg, svo ég þekki svo sem til að þetta gerist.
En saga þessarar konu er hrikaleg og eineltið algjört.
Málið er að þegar kjötkatlaliðið leggur svona til almennra borgara, þá eiga þeir engan möguleika á að verjast. Þeir verða annað hvort að flýja land, sem örugglega margir hafa gert, eða þreyja þorran og góuna, og berjast fyrir lífi sínu og fjölskyldu á þann hátt sem þau geta.
Ég segi svei ykkur bara stjórnendur Rúv og stjórnmálabullur, hafið þið ævinlega skömm í hattinn. Mér finnst líka skondið þegar maður les viðbrögð gesta á báðum þessum síðum hve dónalegir sumir eru og illir. Þetta eru greinilega útsendarar valdsins, sem eiga sinn þátt í að viðhalda spillingunni, annað hvort bláeygðir kjánar eða það sem verra er bitlingadýr sem lifa af smáum og stórum molum af borði alsnægtanna, og nægir að liggja þar á spena, án þess að skeyta um æru, heiður, réttlæti eða lýðræði. Svei þeim líka. Megi vaxa á þetta fólk horn og hali, svo maður þekki það úr á götu. Því við höfum ekkert að gera með svona illþyrmi.
Annað hvort tekst okkur að losa okkur við spillinguna með öllu sem henni fylgir, eða við verðum að una því að búa í "Nýrri Sovét eða Alþýðulýðveldinu Kína"
Ég spyr hugsandi fólk, hvað hugnast ykkur betur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.11.2010 | 21:48
Dietlingen - Forthenstein.
Við komum til Vínar snemma morguns, Tengdasonur minn Bjarki Steinn sótti okkur, þau búa í litlu þorpi að mig minnir um 60 km fyrir utan Vín. Það verða nokkrar færslur héðan því við urðum lengur hér en við reiknuðum með. Af því að við áttum ekki bókað far heim, gátum við verið lengur og aðstoðað sem aupair litlu stúlkurnar okkar, þegar mamma þeirra og pabbi þurftu nauðsynlega að sinna skóla og ritgerð. Það var okkur mikil ánægja. Og við gerðum líka margt skemmtilegt sem verður sagt frá hér.
Komin í hús í Fortheinstein. Sveitaþorp sem kúrir í hlíðum brattra hlíða. Hér er allt að 500 m. hæðar mismundur frá miðbænum upp í efstu húsin.
Prakkarar. Við fórum í smáferð upp í vínakrana í Blaufränkis, en það er frægasta vínræktarhérað í Burgenland, og jafnvel Austurríki.
Austurríki er skipt í 9. fylki.
Burgenland, Wien, Zaltburg, Tyrol, Forerlberg, Steijer Mark, Känten, OberAust urrich, Nieder Austurrich.
26. október er þjóðhátíðardagur Austurríkir. Þeir eru reyndar með rosalega marga frídaga og helgidaga.
Fyrir ofan húsið sem þau búa í Bára og Bjarki er endalaus skógur, þar lifa ýmis dýr, eins ogHirtir, dádýr, hérar, villisvín, slöngur, broddgeltir, fálkar, ärdmännschen, skrýtin dýr sem standa á afturfótunum. Moldvörpur, mýs risastór fiðrildi og storkar svo eitthvað sé nefnt. Austurríki er þriðja stærsta skógaland í Evrópuo 48% lands er skógur, og annað eins ræktarland. Um 60 % landsins eru fjöll.
Þetta er ekki skógardýr, heldur köttur sem heitir Lenny. Hann gerði það sama hér við dóttur mína, eins og Júlli gerði við Inga og Möttu í Noregi, bauð sér sjálfur í heimsókn og situr sem fastast. Hér er mikið um villiketti, og fólk gefur þeim, og jafnvel tekur þá í hús.
Þennan dag byrjuðum við að sækja Ásthildi í leikskólann, Hanna Sól var í skólanum sínum og ætlaði bara að fara áfram á dagvist og læra þar heima. Skynsöm stúlka.
Leikskólinn er hlýlegur, mér finnst allir leikskólar eitthvað svipaðir.
Þær eru báðar ánægðar í skólunum, þó vildi Ásthildur alls ekki fara í leikskólann þá daga sem við vorum í heimsókn, og hún stendur við það sem hún vill, sú stutta. Enda fannst mér það ekkert verra að hafa hana hjá mér allann daginn.
Hér er allt miðað við þau litlu.
ÚLfur kom með að sækja hana.
Við skruppum aðeins í bæinn, og sú stutta taldi sig þurfa að kaupa föt
Fórum svo á besta pizzastaðinn og fengum okkur pizzu. Svo var ákveðið að fara til Blaufränkis til að skoða vínrækt.
Verð eiginlega að viðurkenna að ég hef verið hugsandi yfir þessu skilti á bílnum. Eru vinstrihandar bílstjórar verri en rétthentir?
Haldið í þorpið þar sem vínbóndinn býr. Man því miður ekki lengur nafnið á þorpinu.
En býlið heitir Fuchs, sem þýðir refur, og er reyndar nafnið á öðrum bóndanum. En þeir eru tveir bræður sem eiga þetta saman.
Hér er svo traktorinn hans eins og sjá má er veðrið afskaplega gott.
Vínræktarbændur taka gjarnan á móti gestum og sýna þeim framleiðslu sína og leyfa fólki að smakka, þessi ungi maður var sérlega yndæll og skemmtilegur.
Ljúfur og skemmtilegur.
Börnin voru ekki skilinn eftir útundan, því þau fengu vínberjadjús sem var mjög bragðgóður.
Og auðvitað alveg óáfengur.
Jarðvegurinn í vínberjarækt skiptir öllu máli. Hér í Blaufränkis er jarðvegurinn einstaklega frjór og mikið af sérstöku grjóti sem gefur þetta einstaka bragð.
Eins og sjá má, er ekki allur jarðvegur eins, þó hann sé á sömu plantekru.
Unnusta Fuchs býr í Ungverjalandi, og sú fjölskylda á líka vínbúgarð, þar rækta þau einstakt vín, sem er meðhöndlað allt öðruvísi, því berin eru þurrkuð. Tokaj er margverðlaunað vín, og þykir einstakt.
Þessi litur er einkennandi fyrir vínið þeirra.
Við vorum leidd ofan í vínkjallaran, og fengum að smakka á vínum á mismunandi stigum vinnslunnar.
Hér sýnir hann okkur gamla pressu frá 19öld, hann segir að gömlu græjurnar gefi besta vínið.
Hér eru svo tunnurnar. Fuchs er með ökologiska ræktun, og vill innleiða gamla siði, hann handtýnir öll sín ber, og ætlar að fara út í að notast við hesta við vinnsluna á ökrunum, því hann segir að þeir fari betur með jarðveginn en traktorar.
Skálað í eðalvíni sem er í gerjun en gott samt.
Þeir rækta mestmegnis rauðvín því ræktarsvæðið er best við slíkt, en upp við stórt vatn sem er þarna í nágrenninu eiga þeir hvítvínvínberja akra. Þar er svalara á nóttinni sem er þýðingarmikið við ræktun á hvítvíni, meðan jafnaðarhiti er nauðsynlegur fyrir rauðvínin.
Hér gefur hann Ella innsýn í hvernig á að klippa plönturnar upp á gamla mátann, en það ætlar hann að fara að vinna að núna. Þá er klippt þannig að uppbindingu er ekki þörf.
Þeir opnuðu víngerðina sína árið 2005. Og hafa byggt þetta allt upp sjálfir.
Svo var komið upp aftur, og smakkað fullgert vínið. Hann kenndi okkur líka hvernig á að lykta af því úr glasinu.
Hann er aðallega með tvennskonar rauðvín. Eitt er það sem þeir hafa ræktað sjálfir frá eigin plöntum og er merkt Fuchs og Blaufränkis og síðan annað sem gamall frægur háskólaprófessor vann að, sem hét Bereigelt og ber vínið það nafn. En við áttum meira skemmtilegt í vændum.
Flottur vínekrubóndi, og hann sagði okkur að vinur hans hefði dvalið á Íslandi og hefði verið hrifinn, og hann hugsaði sér að heimsækja landið líka.
Svo var haldið í bílnum hans upp á vínakrana.
Veðrið var yndislegt og kvöldsólin sendi geisla sína yfir land og þjóð.
Sjáið dósina þarna fremst, þetta er til að fæla dádýrin og hirtina. Faðir drengjanna vakti heilu næturna yfir ökrunum meðan hann vann við þetta. Því þau koma að nóttu til og glomma í sig berin svo ekkert verður eftir.
Eins og sjá má erum við í Burgenland.
Það er ekkert villisvæði hér nema skógarnir, allt annað skipulagt.
Það er enginn smávinna sem liggur í víngerð.
Það er sérstök upplifun að smakka vín á akrinum þar sem berin eru ræktuð, sérstaklega í yndislegu veðri með kvölsólina beint í æð.
Skál vinir, hóflega drukkið vín, gleður mannsins hjarta.
Meiriháttar.
Börnin skemmtu sér líka vel.
Þegar við héldum niður af ökrunum var sólin að setjast.
Berin eru.... góð segir Úlfurinn.
Þá er bara að kveðja.
Og þakka fyrir dásamlegan og viðburðarríkan dag, við keyptum nokkrar flöskur af honum með þessu eðalvíni.
Og héldum heim.
Þá eru það kvöldverkin. Þessar dömur þurfa að fara snemma að sofa, því þær þurfa að vakna snemma eða allavega Hanna Sól, Ásthildur harðneitaði að fara.
Fá sér kvöldverð, bursta tennur og svo lesa sögu.
Og nú förum við líka að leggja okkur. Eigið gott kvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.11.2010 | 21:11
Frá Köln til Dietlingen í Svartaskógi.
Frá Alley vinkonu minni, fórum við svo til Dietlingen. Dietlingen er eitt nokkurra þorpa sem lúta sömu yfirstjórn. Keltern heitir svæðið, og rétt þar hjá er svo Pfhorsheim borgin sem bandamenn réðust á, eftir að stríðinu lauk. Þeir drápu 18 þúsund saklausa borgara á einni nóttu, Það sem heimamenn svíður sárast er að yfirmenn borgarinnar vissu af loftárásinni, en létu bara gæðina og fjölskyldur vita. Eftir árásina var svo öllum rústum hrúgað saman og gert manngert fjall úr þeim, sem trónir yfir borginni, þar eru myndir sem sýna fyrir og eftir árásirnar. Hrikaleg saga sorgar og illvíga.
En nóg um það, sagan í Evrópu er blóði drifin, eitthvað sem við þekkjum ekki einu sinni af afspurn, svo hrikalegar eru þessar minningar sem geymdar eru komandi kynslóðum til viðvörunar.
Þessi ferðalög tóku svolítið á stubbinn minn og ég er ekki frá því að hann hafi verið farinn að sakna skólans, en alveg örugglega skólafélaganna.
Það virðist vera að hver þumlungur Þýskalands sé þrautskipulaður, þó hef ég komið á stað í Austurþýskalandi þar sem náttúran fékk að hafa sinn gang ótrufluð, en það var við Lubbenau.
En landslagið er fallegt.
Hér er húsið þeirra Birgit og Stefans. Þau hafa svo sannarlega hannað þetta hús með hagkvæmni í huga, því húsið er að mestu sjálfbært með rafmagn og hita. Einungis yfir desember janúar og ef til vill febrúar þurfa þau að kaupa af rafmagnsveitunni, alla aðra mánuði selja þau orku inn til hennar. Húsið skiptir um lit eftir því hvort er sól eða skýjað. Þetta eru fjórar hæðir og byggt þannig inn í landslagið að á öllum fjórum hæðum er hægt að ganga beint inn í húsið. Enda eru þau Birgit og Stefan verðlaunahafar frá Evrópusambandinu, hún sem arkitekt og hann sem sólarorkusérfræðingur.
Þau hafa unnið mjög gott starf um heimin við að bæði hanna, betrumbæta hús og auka skilning á því hversu nauðsynlegt það er að nýta sem best sjálfbæra orku.
Skemmtilega skreyting hjá nágrannanum.
Útsýnið frá húsinu þeirra.
Og sumir eru dálítið seinir á sér að forða sér frá vetrinum.
En við ákváðum að fara í smá göngutúr um vínræktarsvæðið og yfir í næsta þorp sem heitir Elmendingen.
Hér eru mörg falleg og við við haldinn hús, sem gaman er að skoða.
Og fólkið hugsar vel um húsin sín og garða.
Göngutúrin okkar.
Hér er gömul bjórverksmiðja sem nú er safn.
Já hér erum við á leið upp á vínakrana.
Þessi stigi á þakinu er fyrir sótarann. Hér eru auðvitað sótarar, því eins og í Noregi þá eru kamínur á nánast öllum heimilum. Ekki samt hjá okkar fólki, því þau þurfa ekkert slíkt.
Litlu þorpin kúra undir hæðunum, hér er reyndar verið að gera lúxuslóð, einhver sem er ekki í kreppu.
Þetta er sniðugt, svona mottur með mosa. Ef menn vilja ekki gras, þá er þetta alveg gráupplagt.
Hér er matarkista, allskonar ávaxtatré, eplin standa ennþá hér.
Notuð í snaps sultu eða mauk.
Hér er aðalvínræktarakrarnir í Keltern, reyndar held ég að orðið Keltern sé orð yfir vínverksmiðju. Veit það þó ekki, þar sem ég kann ekki þýsku.
Elmedingensést hér kúra hlýlegt.
Svona kofar eru mjög gjarnan við ræktarsvæðin, þarna hafa eigendur athvarf, og gjarnan selja þeir afurðir sínar frá svona kofum.
Hér má sjá ber sem ekki hafa verið týnd ennþá, þetta mun verða svokölluð Spedvín, þ.e. tekin eftir fyrstu frost, dýrmætari vín og sætari.
Sést betur hér.
Hér á gönguleiðinni voru allskonar skylti um hvað tegund berin eru, og hvernig vínin verða, eftir því hvaða gæði eru á berjunum.
Það er svo sannarlega fallegt um að litast hér við rætur Svartaskógar.
Og margt að skoða og spyrja um.
Tröppur upp og tröppur niður, þannig er það bara í hallanum sem er hér.
Við fórum svo inn á kaffihús í Elmendingen, og fengum okkur eitthvað heitt eftir gönguferðina.
Og við skemmtum okkur konunglega.
Chokolade mit shane Það er lífið.
Gönguleiðin heim var svo friðsæl.
Hér við endan á gönguleiðinni var svo þetta skylti, og víngerðarhús, sem við fengum að kíkja inn í. bændurnir feðgar á besta aldri voru nýkomnir heim af akrinum, með vínberin sín, og leiddu okkur um húsið sitt og sýndu okkur hvernig þetta er gert.
Gamaldags stampur.
Nýtísku ker, eins og okkar fiskikör.
Vínberin komin á sinn stað, hér eru þau í tíu daga, síðan pressuð og sett á flöskur. Og bóndinn sagði við okkur; Ameríkanar vilja alltaf hafa sama bragðið af víninu, þess vegna kaupa þeir vín frá Kaliforníu, Argentínu og Chile, en við leggjum upp úr því að vínið sé ekta og fari eftir árferðinu, það er hluti af víngerðinni hér, og svo brosti hann.
Og þegar við komum heim var auðvitað tekinn okkar uppskera, og farið í víngerð.
Og ég get sagt ykkur að berin okkar eru GÓÐ.
Elsku Birgit og Stefan, Leon, Britt og Magnús, innilega takk fyrir okkur. Það verður gaman að hitta ykkur í vetur, ef þið komið hingað um jólin. Innilega takk og knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.11.2010 | 16:22
Þórarinn Gíslason- blessuð sé minning þín.
Sú dapra fregn barst mér út til Noregs að bloggvinur minn væri fallinn frá. Þórarinn Gíslason Icekeiko, er farin yfir móðuna miklu.
Þói eins og hann var kallaður hér í den, var mikill músikant og helgaði líf sitt músikinni, hann spilaði á píanó í hljómsveitum hér á árum áður og var enn að spila áður en hann kvaddi okkur.
Þói var algjör sjarmur þegar hann var ungur, og hefur ef laust verið það alla tíð. Hann flutti ungur að heiman, og ég missti af honum í mörg ár. Þangað til ég fann hann hér á blogginu. Þói var ötull stuðningsmaður öryrkja og talaði hreint út um menn og málefni. http://icekeiko.blog.is/blog/icekeiko/
Þessi ljúfi drengur er nú horfinn okkur, en minning hans mun lifa.
Kæri vinur, ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum og sendi systrum þínum báðum þeim Grétu og Jósefínu (Ínu) mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2023479
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar